Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 11

Freyr - 01.12.1977, Side 11
Hrossaþari. heilt skeljasafn. Stöngull þarans, þöngull- inn, vex upp af hausnum og ber blöðkuna. Fyrrum var algengt á Suðurnesjum, í Vest- mannaeyjum og víðar að safna þangi og þaraþönglum, þurrka þá og nota til elds- neytis. En þarinn er heldur hitalítill eldi- viður og brennur með mikilli svælu. Blaðkan hefur blaðgrænu og vinnur kolefni úr sjón- um íil næringar. Lítum fyrst á hinn algenga og auðþekkta hrossaþara (Laminaria digitata). Hann þer stóra, breiða blöðku, margklofna í toppinn (fingurþari). Seinni hluta vetrar og undir vor fer nýtt blað að vaxa við grunn gamla blaðsins, sem að lokum rifnar af, þarinn skiptir um blað. Blaðkan getur orðið 50— 200 cm löng, en þöngullinn 50—60 cm. Kerlingareyra (L. hyperlorea) er svipað hrossaþara, en venjulega mun stórvaxnara og grófara, allt að 5 m langt. Hin breiða, margklofna blaðka er allmiklu styttri en þöngullinn, og líkist þessi þari pálmatré að vaxtarlagi. Um stórstraumsfjöru stendur oft efsti hluti þörungsins upp úr, svo það er líkt því, að mörg eyru séu á sveimi. Beltis- þari og maríukjarni eru líka stórvaxnir, en auðþekktir frá hinum á því, að þeir líkjast breiðu belti, þ.e. blaðkan er löng og heil. Beltisþari (L. saccharina) hefur allt að 2 m langa blöðku með bylgjóttum jöðrum, 10 —50 cm breiða, svo þetta er allvænt belti. Yfirborðið er óslétt með smálægðum og listum á milli. Miðbik blöðkunnar er þykkt og leðurkennt, en jaðrarnir þynnri. Fjöru- hestar eta neðsta, yngsta hluta blöðkunnar með græðgi. Norðmenn kalla beltisþarann ,,sykurþara“, vegna þess ef blaðkan þornar, smitar út vökva, er sest utan á sem hvítt, sætt duft. Beltisþari hefur verið hagnýttur í sprengiefnaiðnað og við framleiðslu gervi- lakks og gerviharpix. Sömuleiðis unnið úr honum milt hægðalyf og sykurefni handa sykursýkissjúklingum í stað venjulegs syk- urs. Maríukjarni eða marínkjarni (Alaria es- culenta) er meðal stærstu þörunga hér við land. „6 metra langar jurtir eru ekki sjald- gæfar“, ritaði Helgi Jónsson, grasafræðing- ur, er mikið rannsakaði þörunga við ís- landsstrendur og skrifaði um þá doktors- Maríusvunta. F R E Y R 847

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.