Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 14

Freyr - 01.12.1977, Side 14
Þessi mynd af kynbótanautinu Víkingi á Möðruvöll- um í Hörgárdal birtist með grein eftir G.G. í Frey 1906. 1902, réðst þá strax sem ráðunautur Bún- aðarfélags íslands og var til æviloka. Guðjón var án efa best menntaður bú- fræðingur hér á landi á sinni tíð. Strax 19. maí 1902 lagði Guðjón land undirfót, fyrst austur í sveitir, meðal annars til þess að leiðbeina við stofnun kynbóta- bús fyrir sauðfé á Fjalli á Skeiðum. Síðan fór hann með ,,Vestu“ til Akureyrar og þaðan austur í Þingeyjarsýslu, síðan aftur vestur á bóginn og til Vestfjarða, hélt fundi með bændum, stofnaði félög og hvatti til kynbóta búfjár. Á þessu fyrsta sumri ferð- aðist hann alls í 88 daga. Næstu sumur ferðaðist Guðjón á sama hátt, mun hafa komið í allar sýslur landsins og oft í margar þeirra. í þau 6 sumur, sem hann ferðaðist meðal bænda á þennan hátt, mun tími hans á ferðalögum hafa verið 573 dagar eða nær því 100 dagar að jafnaði á ári. Guðjón var ekki aðgerðarlaus í ferðum þessum meðal bænda. Hann hvatti þá til starfa og kom þeim í skilning um, hversu það er mikils vert að eiga gott og afurða- mikið búfé. Það voru happasælir og af- kastamiklir starfsmenn, sem Búnaðarfélag- ið eignaðist um og upp úr aldamótunum 1900, þeir Einar Helgason, Guðjón Guð- mundsson, og Sigurður Sigurðsson ráðu- nautur. Hér skal í stuttu máli gerð nokkur grein fyrir þeim búfjárræktarfélögum, sem Guð- jón Guðmundsson átti þátt í að stofna. Fyrsta nautgriparæktarfélagið hér á landi var stofnað fyrir atbeina Guðjóns í Kjósar- hreppi í mars 1903, en tók til starfa 1. júní það ár. í árslok 1905 voru félögin orðin 17 að tölu með 2163 kýr, en það var nær því tíunda hver kýr á landinu. Fyrir atbeina hans var komið á námskeiðum fyrir eftir- litsmenn í félögunum, þar sem kennd var líffærafræði, fóðurfræði, skýrsluhald, mjalt- ir, fitumælingar mjólkur, uppeldi kálfa, dóm- ar og doðalækningar. Fyrsta námskeiðið var snemma árs 1905 og síðan voru þau haldin árlega. Stóðu flest þeirra í 2 mánuði. Nautgriparæktarfélögin höfðu mjög mikla þýðingu fyrir ræktun þessarar búfjárteg- undar, fóðrun og úrval. Búfjársýningar voru nær því óþekktar hér á landi fyrir aldamót. Guðjón vann strax ötullega að framgangi þeirra. Árið 1904 voru haldnar 13 sýningar og 1907 voru sýn- ingar 14 að tölu og auk þess héraðssýning við Þjórsá. Stofnun kynbótabúa fyrir búfé var eitt af áhugamálum Guðjóns Guðmundssonar. Fyrir atbeina hans kom sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu á hrossakynbótabúi á Skinþúfu í Vallhólmi vorið 1907 og á árinu 1907 voru starfandi 5 sauðfjárkynbótabú. Annar þáttur í ráðunautsþjónustu Guðjóns Guðmundssonar voru ritstörf hans. Þau náðu ef til vill til enn fleiri bænda en leið- beiningar á ferðum hans. Þar má fyrst telja stofnun búnaðarblaðs- ins Freys árið 1904. Voru þar samstarfs- menn hans Einar Helgason, ráðunautur, og Magnús Einarsson, dýralæknir. Náði það fljótt tiltölulega mikilli útbreiðslu meðal bænda, enda framúrskarandi vel ritað, og 850 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.