Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 16
bótabú fyrir nautgripi, 6 fyrir sauðfé og 4 fyrir hross, að koma þurfi á fót kynbóta- félögum og halda búfjársýningar. Ætla má, að grein þessi hafi haft mikil áhrif í þessum málum. Reiðhestakyn og áburðarhestakyn; Freyr; 1. árg., 1904, bls. 2—5. Skoðun hans er sú að rækta þurfi hér á landi tvö aðskilin hrossakyn, láta ekki stóðhesta ganga lausa eins og oft eigi sér stað. Hvert hárað þurfi að koma upp stóðhestagirðingu. Einnig þurfi að koma upp girðingum fyrir valda graðhesta og hleypa til þeirra hryssum, 30 —40 íyrir hvern hest. Lög um túngirðingar eða „gaddavírslög- in“; Freyr, 1. árg., 1904, bls. 25—34. Sam- kvæmt þeim lögum mátti ríkisstjórnin veita bændum lán til þess ,,að kaupa fyrir galv- aniseraðan gaddavír, galvaniseraða járn- teina og galvaniseraða járnstólpa í túngirð- ingu“. Var reiknað með að girða mætti öll ógirt tún á landinu á næstu 10 árum. Ekki var reiknað með lánum til girðinga úr öðru efni. Guðjón vildi ekki með þessu þvinga bændur til að nota gaddavír frekar en þeir sjálfir kysu. Gaddavírinn væri góður, þar sem hann ætti við, en entist takmarkað. Hann vildi lána bændum til girðinga um tún sín án tillits til þess, úr hvaða efni þær væru gerðar, og skyldu lánin endurgreiðast á vissu árabili, miðað við varanleik girð- ingarefnisins. Gaddavírslögin komu aldrei til fram- kvæmda nema að takmörkuðu leyti. Sauðfjárkynbótabú; Freyr, 1. árg., 1904, bls. 47—48. Fyrsta búið var stofnað í Suður-Þingeyj- arsýslu 1897, en haustið 1903 voru stofnuð tvö bú sunnan lands, á Fjalli á Skeiðum og á Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal. Kynblöndun hesta vorra með vesturlands- kyninu norska; Freyr, 1. árg., 1904, bls. 73 —75. í 39. tölublaði Norðurlands 1904 skrif- aði Hallgrímur Þorbergsson grein, þar sem hann vildi láta slíka kynblöndun fara fram til þess að „koma oss upp sterkum, þoln- Þessi mynd af stóShestinum Njáli frá Hólmi birtist í 1. árg. Freys, með grein eftir G.G. um, nægjusömum og fallegum vinnuhest- um“. Guðjón var þessari kenningu andvígur og taldi að þæta mætti íslenska hestakynið án kynblöndunar, ,,ef bændur vildu og þing og stjórn fer að skilja, að hér er um afar þýðingarmikið mál að ræða“. Sauðfjáreign vor og framtalsskýrslurnar; Freyr, 3. árg., 1906, þls. 17—21. í þessari grein eru bornar saman tölur um fjárfjölda í landinu eftir íramtalsskýrslum og böðun- arskýrslum. Telur Guðjón, að þær síðar- nefndu séu réttari en hinar, og munar þar að meðaltali um 31%, fleira fé baðað en talið fram í næstu fardögum á undan böðun. Guðjón telur þennan undandrátt vera „meira en minnkun fyrir bændur“ og átelur hann harðlega. Köfnunarefnisáburður; Freyr, 4. árg., 1907, bls. 12—14. Guðjón lýsir framleiðslu áburðar úr loftinu, kalksaltpétri. „Eftir nokkra áratugi verður ef til vill búið að beisla fleiri eða færri af fossum vorum og í nánd við þá komnar á fót stóreflis kalk- saltpétursverksmiðjur, sem þirgja bændur vora með ódýrum köfnunarefnisáburði og flytja út kalksaltpétur fyrir nokkrar milljónir króna á ári. Þá verður gaman að lifa á ís- landi!“ 852 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.