Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1977, Page 28

Freyr - 01.12.1977, Page 28
Úr gömlu mjólkurbúri. greiddi kr. 2,50 af hverju kúgildi. En í kú- gildinu taldist annað hvort ein kýr eða 15 ær. Tæki þau, sem í búinu eru, gefa alveg mynd af því, sem notað var í gegnum árin, þegar búið var í gangi. Þau eru þó ekki öll upprunaleg, þar sem þau urðu endurnýjuð allmörg á starfstíma búsins. Vatnshjólið stóra, sem er utan á búinu, og við sáum snúast í dag, mun að minnsta kosti þrisvar hafa verið endursmíðuð. Upphaflega mun það hafa verið smíðað af Jóni Gestssyni, þeim sem húsið byggði, en það, sem þar er nú, er smíðað fyrir fáum árum af Ólafi Gunnarssyni, bónda á Baugsstöðum, og Magnúsi heitnum Hannessyni, bónda í Hól- um. Upphaflega var þetta hjól á tréöxli, en á þriðja áratugnum var settur þarna járn- öxull í vönduðum koparlegum, og var hann smíðaður af Markúsi ívarssyni, sem lengi var aðaleigandi og forstjóri Vélsmiðjunnar Héðins. Strokkurinn og hnoðunarborðið eru bæði frá 1908 og eru dönsk að uppruna, smjörmótið frá 1929, einnig erlent. Osta- kerið úr tré, sem þarna má sjá, mun vera smíðað af Magnúsi Hannessyni í Hólum, en ostapressan, sem þið sáuð, er endurbyggð nú í sambandi við endurreisn búsins eftir fyrirsögn kunnugra. Mælitæki til sýru- og fitumælinga, sem í búinu eru, eru frá ýms- um tímum, sum sennilega frá stofnun. Þau eru ýmist dönsk eða þýsk að uppruna. Starfsemi rjómabúsins hófst 21. júní 1905. Fyrsta innvigtunarbókin, þar sem skráð var innlegg manna árið 1905, er enn til. Hún lá þarna frammi til sýnis í dag, og ég veit, að mörg ykkar hafa séð hana. Rjómabúið starfaði á sumrum til 1928, að undanskildum árunum 1925 og 1927, er Úr gömlu rjómabúi. 864 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.