Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1977, Side 31

Freyr - 01.12.1977, Side 31
Á síðunni hér á móti er gamalt bullu- strokkur — eins og þeir munu hafa gerst frá landnámstíS. Fyrstu rjómabúin munu jafnvel hafa notað bullustrokka. Síðan komu hndsnúnir, og svo reim- drifnir strokkar af svipaðri gerð og hér sést. veita rjómabúið á Baugsstöðum með öllum tækjum sínum á upprunalegum stað, og henni er það að þakka fremur en nokkrum öðrum, að það hefur tekist. En Margrét var ekki ein við starf sitt í rjómabúinu. Hún naut þar um 40 ára skeið ómetanlegrar aðstoðar Guðrúnar Andrés- dóttur frá Hellukoti á Stokkseyri, er þar var starfsstúlka, en samstarf þessara tveggja kvenna var alla tíð með miklum ágætum. Margrét Júníusdóttir safnaði ekki auðæf- um á langri starfsævi, enda leit hún á störf sín sem þjónustu við samborgarana, og hlaut virðingu og þökk allra, er hún starfaði fyrir. Og hún lagði auk þess með starfi sínu grunninn að merkum safngrip og ómetan- legri atvinnusögulegri heimild, sem rjóma- búið á Baugsstöðum er nú orðið. Lítið framboð á nautakjöti Fyrstu 9 mánuði þessa árs var slátrun nautgripa 14.5% minni en á sama tíma í fyrra. Sala á nautgripakjöti var mjög svipuð þessi tímabil, heildarsalan fyrstu 9 mánuði ársins var 1382 lestir. Birgðir af nautgripa- kjöti 1. sept. sl. voru með allra minnsta móti, eða aðeins 69 lestir, á sama tíma í fyrra voru þær 629 lestir. Mjög miklu hefur verið slátrað af ungkálfum í ár, er því aug- Ijóst, að ásetningur er með minna móti. Helst eru það bændur á Fljótsdalshéraði, sem leggja stund á nautakjötsframleiðslu, þeir kaupa þó nokkuð af ungkálfum úr öðrum héruðum. Nautgripaslátrun stendur nú yfir í mörgum sláturhúsum, en hún er með minnsta móti, þannig að hætta er á, að skortur verði á nautgripakjöti, þegar kemur fram á veturinn. F R E Y R 867

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.