Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1977, Page 35

Freyr - 01.12.1977, Page 35
HEYVAGN. — Eftir því sem búvél- arnar verða fleiri — flöknari aS gerS og dýrari í innkaupi, ríður meira á því að búa þeim góða geymslu. 2. Skiptið um olíusíu og setjið RUST-BAN 623 á vélina, upp að eðlilegu marki. Fjarlægið lofthreinsarann og hreinsið. 3. Látið vélina ganga, frekar hraðan lausa- gang, til pess að RUST-BANið nái að hringrása upp allt kerfið. Eftir um 15 mínútur, þá hellið hægt smáskammti af RUST-BAN 623 niður um loftinntakið. Við þetta mun myndast blár reykur úr útblástursrörinu og vélin e.t.v. stöðvast, en geri hún það ekki, þá stöðvið hana. 4. Skrúfið kertin úr vélinni og hellið eða sprautið með smurkönnu RUST-BAN 623 inn um kertagötin og hafið þá bulluna í botnstöðu. Smyrjið einnig kveikjuna með RUST-BAN 623, en setjið síðan kertin í aftur og lofthreinsarann á. 5. Límið plast yfir loftinntak, útblástursrör og loftöndun sveifarhúss. Fyllið bensín- geymi og bensínkerfi. Ef frostlögur er ekki á kælikerfinu eða hann orðinn gam- all (eins árs eða meira), þá tappið af kerfinu og skolið það út. Fyllið því næst kerfið með blöndu af vatni og frostlegi, t.d. 40% af frostlegi og 60% af vatni, sem frostver að -h 24°C og veitir ryð- og tæringarvörn. 6. Smyrjið liðamót og stjórntækjabarka með RUST-BAN 623. Hengið á áberandi stað aðvörunarmiða, sem segir, að á vélinni sé ryðvarnarolía, og áður en vélin sé tekin í notkun, verði að tappa af henni og setja í staðinn viðeigandi smurolíu. Díselvélar: Aðferðin við að verja díselvélar er að nokkru leyti frábrugðin þeirri, sem gildir um bensínvélarnar, og er aðalmunurinn fólginn í því að verja hið viðkvæma og dýra eldsneytiskerfi díselvélarinnar. 1. Tæmið eldsneytisgeyminn og hreinsið eða skiptið um eldsneytissíuna. 2. Setjið á eldsneytisgeyminn blöndu af díselolíu og RUST-BAN 623 (blandið einn á móti einum) og lofttæmið elds- neytiskerfið. 3. Látið vélina ganga, þangað til smurolían er orðin sæmilega heit. Stöðvið hana þá og tappið smurolíuna af. 4. Setjið á vélina RUST-BAN 623 upp að eðlilegu marki og látið vélina ganga í um 20—30 mínútur, án álags, til þess að RUST-BANið nái að hringrása um alla vélina. AÐVÖRUN: Hellið alls ekki RUST-BAN inn um loftinntakið. F R E Y R 871

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.