Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 14

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 14
staðinn er hundurinn mönnum til aðstoðar þegar mest er að gera. Það á að vera hægt að fara með svona hunda innan um lamb- ær,þeir eru ekkert að gelta. Þeir læðast hægt að fénu og það er m jög gott að eiga við lambær með þess- um hundum. — Jafnvel þó hund- urinn sé ekki fullþjálfaður og kunni ekki allt er hægt að hafa mjög mikið gagn af honum t. d. í eftirleitum við að ná einstökum kindum eða við að reka inn fé. Maður sér það oft að fólk er að veifa höndum og féð hleypur fram hjá sitt hvoru megin. Ég hef séð tvo ríðandi menn og 5—6 hlaupandi fara á eftir tíu kindum heima við rétt og missa allt féð. Þetta kæmi aldrei fyrir jafnvel þótt ekki væri nema einn maður í þessurn hóp með sæmilegan hund. Og það þyrfti ekkert góðan hund til þess að stoppa svona kindur af. Mönn- um gengur oft ágætlega að koma fjárhópnum saman, en svo þegar á að fara að reka hann inn í rétt þrengja eitthvað að fénu þá ráða menn ekkert við það. Það munar geysilega miklu að geta ráðið við féð þegar komið er að réttinni. Hefur þú í hyggju að sýna smölun nieð þínum hundum? Já, ég er að hugsa um að ferðast um landið í haust og sýna mönnum hundana og hvernig þeir vinna og svara fyrirspurnum, ef menn vilja spyrja einhvers um þetta. Er ég þess fýsandi að búnaðarfélög eða fjárræktarfélög á hverjum stað hafi samband við mig, eða ein- hverjir aðrir aðilar, sem hafa áhuga á þessu og þá er ég tilbúinn að koma og hafa svona hundasýn- ingar. Ég hugsa mér að hafa sex hunda, og sýna hvað maður kennir hverjum hundi og hvernig hund- arnir vinna. Ég mundi sækja kind- ur og reka kindur og reka þær upp á vagn og einnig vinna með nokkr- um hundum saman þannig að menn sjái hvernig þetta fer fram. — Búnaðarfélag Islands hefur nú gefið út bók um tamningu á fjár- hundum. Svona bók hefur vantað. því þó menn ætli að læra hunda- tamningu af sjálfum sér getur það verið erfitt þó það sé e. t. v. hægt. Bókin er fróðleg fyrir alla sem hafa einhvern áhuga á hundatamningu. Höfundur bókarinnar er þaulvan- ur að þjálfa bæði fjárhunda og aðra hunda og skilur eðli hunda mjög vel, en margt af því sem menn halda um hunda er byggt á misskilningi. Ég vil eindregið hvetja alla þá sem einhvern áhuga áhuga hafa á hundum að lesa þessa bók. Það er von mín að hunda- þjálfun verði íþróttagrein á íslandi eins og tíðkast erlendis. J. J. D. Altalað á kaffistofunni Góður smali með vana hunda þarfekki að hlaupa fyrir féð: „Pað eru hundarn- ir, sem verða að fara fyrir féð. Peir smala og maður fylgisl bara með og segir þeim til eftir því sem við á.“ hestatamning. Hvenær er hestur fulltaminn? En ef menn hugsa sér nú að þjálfa svona hund og byrja með hvolpa sex mánaða og eru með hann tíu mínútur til korter á dag þá daga sem þeir geta komið því við, þá ættu þeir að geta haft góða stjórn á þeim eftir eitt ár, og betri stjórn heldur en tíðkast að menn hafi á hundum hér. Eftir það læra hundarnir bæði af reynslunni og smalamennsku. Mér tclst að alls fari 70—80 klukkutímar í að þjálfa hund. Þetta eru stundir sem eru gripnar þegar minnst er að gera en í Prestsembætti við Ofanleitis- prestakall í Vestmannaeyjum eru tvö, en aðeins annað þeirra hefur verið setið nú í nokkur ár. Fyrir nokkru var ákveðið í samráði við heimamenn að í hina óveittu stöðu í Eyjum skyldi ráð- inn prestur, sem hefði aðsetur í Þorlákshöfn og gegndi þar prest- þjónustu. Jafnframt skyldi sá presturinn, leysa af prestinn í Vestmannaeyjum í forföllum hans. Þetta nýja prestakall með þjón- ustu í Þorlákshöfn og að hluta í Vestmannaeyjum, hefur hlotið nafnið „Herjólfsprestakall" í máli sumra manna. 822 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.