Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 23

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 23
Svar-krúnu-sokkótt. Skyldi bóndinn láta ullina af ánni í tvílit? (Ljósm. J. J. D.) 1. Golsótt. 2. Botnótt. 3. Bíldótt. 4. Hosótt. 5. Blesótt. 6. Arnhöfðótt. 7. Höttótt.hálsótt eða smokkótt. 8. Kápótt. 9. Flekkótt. Ljóst er af þessari upptalningu að skýrgreining Stefáns á tvílit er ekki hin sama og Halldórs. Hall- dór telur botnótt og golsótt vera tvílit. Ég hef alltaf litið svo á að skýrgreining Halldórs á einlitri og tvílitri kind væri skýrgreining ís- lenska fjármannsins, eða með öðrum orðum; skýrgreining sam- kvæmt málvenju. Sú skýrgreining, sem Stefán notar er hins vegar erfðafræðileg. Þá er t. d. botnótt og golsótt, einlitt fé. Hér eru því tvær mismunandi skýrgreiningar. Skýrgreining á einlit og tvílit í ullar- og gæruinati. Hér að framan var bent á að hægt er að fá hvíta ull af bíldóttri kind og hreinlita mislita ull af hosóttri kind. Það er líka ljóst að ull af grámórauðri kind flokkast ekki sem mórauð ull. Hins vegar má láta svörtu ullina af svartbotnóttri kind í svart, þegar búið er að taka það hvíta utan af reyfinu. Til að reyfi af hvítri kind með mislita bletti teljist hvítt, þarf að taka það mislita úr. Af þessu sýnist mér augljóst, að ekki er notuð sama skýrgreining á hvítri og mislitri og á einlitri og tvílitri ull eins og gert er þegar talað er um liti á fé, hvorki samkvæmt skýrgreiningu Halldórs né Stefáns. Ég vil vona, að bændur reyni að fá sem mest af ullinni í hreina liti, en fari ekki eftir erfða- fræðilegri skýrgreiningu. 4. Litarflokkun á gærum er fyrst og fremst miðuð við nota- gildi. Eins og notkun á gærum er nú háttað fer mestur hluti þeirra í s. k. mokkavinnslu. Undantekning frá þessu eru gráu gærurnar, en hluti þeirra fer til annarra nota, í pelsgærur. Einnig fer hluti milli- hvítra dropóttra og flekkóttra gæra í svokallaðar skrautgærur. Gæra, sem fer í mokkavinnslu, er ávallt klippt, þannig að eftir eru aðeins 14—20 mm af ullinni næst bjórnum. Ull sem þannig fæst er, eins og venjuleg ull, verðmætari ef hún er einlit en tvílit. Þegar mokkagæran er fullunnin er búið að Iita hana. Það er hægt að lita hvíta gæru í hvaða lit sem er, en það er ekki hægt að lita mislita gæru nema í dökka liti. Sé um mis- lita bletti eða flekki að ræða á gær- unni sjást þeir á mokkaskinninu nema liturinn sé mjög dökkur. Af þessu leiðir: 1. Gæra sem ekki gefur ull af hreinum sauðalitum (hvíta, svarta, gráa eða mórauða) gefur verð- minni ull. Gildir þá einu, hvort ullin verður tvílit vegna mislits bletts á hvítri gæru eða hún er botnótt eða á annan hátt „tvílit". 2. Hvít gæra, án mislitra bletta, hefur víðara notkunarsvið en mis- litar gærur og hvítar gærur með mislitum blettum. Minnst notkun- arsvið hafa gærur sem eru tvílitar (hafa tvo liti). Dökkur blettur á hvítri gæru (þó lítill sé) gerir sama ógagn eins og stór mislitur flekkur, þar sem slíkir blettir sjást á (hold- rosa) mokkaskinnsins, nema skinnið sé litað mjög dökkt. Við litarflokkun á gærum er verið að flokka eftir notkunargildi. Hvít gæra með mislitum bletti hef- ur sama notkunargildi eins og tvílit gæra. Hún fer því í sama flokk og tvílit gæra, enda þótt við köllum kindina hvíta þó hún hafi mislita bletti. Gæra af bíldóttri kind, sem ekki hefur neinn mislitan blett á bol (gæru) telst hvít. Eins og Stefán bendir réttilega á stendur í reglugerð um flokkun og mat á gærum að „gærur með mis- Iitum blettum eða doppum teljast tvílitar". Þetta er sett í reglugerð- ina vegna þess að þegar talað er um kindur, þá eru þær taldar hvítar, enda jöótt mislitur blettur finnist á bol. Gærur með mislitum blettum eru, því miður, ekki hvítar. Hjá mér er því ekki um að ræða „hugtakarugling", heldur tilraun til að setja fram hugsun á skiljanlegu máli. Svar mitt er orðið lengra en ég ætlaði í fyrstu. Þessi grein verður því ekki lengri, en bráðlega mun ég biðja um birtingu á svari mínu við athugasemdum Stefáns um framleiðslukostnað á ull o. fl. FREYR 831

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.