Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 35

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 35
Bréf til blaðsins Rétt — réttir. Þar sem Búnaðarfélagið er farið að senda frá sér lista yfir réttir víðs vegar um land til birtingar í dag- blöðum væri æskilegt, og raunar sjálfsagt, að rétt sé farið með nöfn eða heiti réttanna. Sunnanlands, a. m. k. í Árnes- og Rangárvalla- sýslu, eru réttaheiti frá fornu fari í fleirtölu. Er litið svo á, að þar sé um að ræða samstæðu einstakra rétta þ. e. a. s. almenningur og dilkar. Að viðhafa eintölu um þetta lætur okkur Sunnlendingum í eyrum líkt og sagt væri “buxan mín“, skærið mitt“ eða annað slíkt. Að þetta sé ekki einhver hót- fyndni í mér, má sjá með því að blaða í safnritinu “Göngur og réttir“. Þar rita staðkunnugir menn um hluti, sem þeir þekkja, og þeir hafa réttanöfnin í fleirtölu. Ég tek sem dæmi: Fljótshlíðar- réttir, Reyðarvatnsréttir, Land- réttir, Skaftholtsréttir, Skeiða- réttir, Tungnaréttir og svo má lengi telja. Vitna má og í ræðu Ág- arfgengið vera 0,27. Þessar niður- stöður eru því í ágætu samræmi við áðurnefndar erlendar niðurstöður. I þessu sambandi ber sérstaklega að geta þess að einginn munur kom fram á lengd meðgöngutíma, hvort kýrin gekk með kálf undan ís- lensku nauti eða holdanauti. Þó að þessar rannsóknir sýni það, sem áður var vel þekkt í er- lendum rannsóknum, að erfðir hafi áhrif á lengd meðgöngutíma, þá mun fæstum hugkvæmast að fara að stunda úrval fyrir slíkum eigin- leika. Erlendar rannsóknir gefa ústs Þorvaldssonar, sem hann hélt á 100 ára afmæli Reykjarétta (Skeiðarétta), og er ræðan birt í Tímanum þann 1. þ. m. Ekki vefst fyrir honum að hafa orðíð í fleir- tölu. — “Að fara í réttirnar“ er og jafnan sagt, þó að farið sé aðeins á einn stað. Reykjavík, 3. september 1981 Halldór Vigfússon. Svar: Við lauslega könnun virðist málvenja manna breytileg í þess- um efnum, þ. e. hvort notuð er eintölumyndin “rétt“ eða fleir- tölumyndin “réttir“. Orðabók Menningarsjóðs sker ekki úr um þetta atriði. Þar eru gefnar upp tvær merkingar á orðinu rétt, þ. e. í fyrsta lagi: “stía, oft með hólfum, fjárrétt, hestarétt og í öðru lagi: “sá tími, þegar fé er dregið sundur,“ Auk þess er orðtakið “að fara í réttirnar” skýrt með: “vera í fjárrétt, þegar féð er dregið sundur“. Augsýnilega hefur Halldór öll rök til að halda fram réttmæti þess einnig vissa ábendingu um að ár- angur slíks úrvals yrði takmark- aður þar sem svo virðist sem að saman fari að naut, sem gefa kálfa, sem kýrnar ganga með í stuttan tíma, gefi dætur, sem gangi lengur með og öfugt. Rannsóknir og reynsla sýna og segja að fóður kúnna á síðustu dögum fyrir burð hafi veruleg áhrif á hversu vel þær mjólka eftir burð- inn. Til að geta gætt ítrustu ná- kvæmni í fóðrun er mikilvægt að geta gert sér nokkra grein fyrir væntanlegum burðardegi kýrinn- ar. að nota fleirtölumyndina “réttir". Persónulega finnst mér ýmislegt benda til að þar sé einnig um upp- runalegra mál að ræða ekki síst þar sem hér er átt við verknaðinn fremur en mannvirkið. Alþekkt er hins vegar að sama orðið er notað í fleiri en einni mynd og er hér nærtækast að nefna karlkynsorðið afréttur og kvennkynsorðið afrétt, en notkun þessara orða er bundin við landshluta. Þá er ekki síður þekkt að tungan er sífellt að breyt- ast og skeytir þá hvorki um skömm né heiður. Málvillur á einum tíma verða að viðurkenndu máli. Þannig eru konur komnar á steyp- irinn en ekki steypinn, hvað sem allri málvöndun líður. E. t. v. er eintölumyndin “rétt“ að vinna á samkvæmt þessu lögmáli. Þannig er algengast að tala um Hafra- vatnsrétt hér á Reykjavíkursvæð- inu. í yfirliti Búnaðarfélagsins um réttir er notuð eintölumyndin. Erfitt er að koma því við að nota sitt á hvað eintölumynd og fleir- tölumynd orðsins og hætt við að seint yrðu þá allir sammála. Hins vegar á hæfileg íhaldssemi í málnotkun rétt á sér, að mati und- irritaðs, og því er til umhugsunar, að því staðfestu að “réttir“ séu upprunalegri í þessari merkingu, að breyta yfir í þá orðmynd, þótt þar með mætti vænta athugasemda frá öðrum. Að lokum er ástæða til að vekja athygli á að nöfn á réttum eru vandmeðfarin. Þær geta verið kenndar við fleiri en eitt örnefni eða staðarheiti. Ef menn finna rangt með þau heiti farið, eru þeir beðnir um að koma Ieiðréttingu á framfæri. Matthías Eggertsson FREYR — 843

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.