Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 24

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 24
Hið nýja hús Osta- og smjörsölunnar s. f. Veggirnir eru húðaðir með Ijósum sandi. (Ljósm. Studíó 28) Sölusamlag mjólkurbúanna á íslandi Á Bitruhálsi í Reykjavík, á mótum Mosfellssveitar og höfuðstaðarins stendurfríð bygging, allmikil um sig, en ekki ýkjahá. Hún er Ijósleit með ryðbrúnum bekkjum á nokkrum stöðum svo sem til áherslu. Húnfellur vel inn íumhverfið, og ber hönnuðun sínum gott vitni. Eitt er þó óvenjulegt þarna, en það eru kýraugun á húsinu, eða holurnar, sem minna óneitanlega á göt á mjólkurosti. En teiknimeistararnir vissu hvað þeir voru að gera: liér átti að hýsa ost og annan mjólk- urmat og því skyldu þá gluggarnir ekki vera kringlóttir? Osta- og smjörsalan, en sú er stofnunin, sem hér um ræðir, er sölusamlag ntjólkurbúanna á ls- landi fyrir vinnsluvörur þeirra, smjör, osta o. fl. Fyrirtækið var stofnað árið 1958 og er gildur þáttur í háþróuðu afurðasölukerfi landbúnaðarins á íslandi og byggir á reynslu og nær aldargamalli hefð samvinnufélagsskapar bænda hér á landi. Að Osta- og smjörsölunni standa öll mjólkursamlög í land- inu, 17 að tölu, og er því félagseign 2500 bænda, sem eru aðilar að mjólkursamlögunum. Já það er rétt, segir Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, fyrirtækið er rekið Óskar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri. (Ljósm. J. J. D.) á samvinnugrundvelli og því er ætlað að selja vinnsluvörur mjólk- ursamlaganna á sem ódýrastan og hagkvæmastan máta. Við erum 832 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.