Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.10.1981, Qupperneq 24

Freyr - 15.10.1981, Qupperneq 24
Hið nýja hús Osta- og smjörsölunnar s. f. Veggirnir eru húðaðir með Ijósum sandi. (Ljósm. Studíó 28) Sölusamlag mjólkurbúanna á íslandi Á Bitruhálsi í Reykjavík, á mótum Mosfellssveitar og höfuðstaðarins stendurfríð bygging, allmikil um sig, en ekki ýkjahá. Hún er Ijósleit með ryðbrúnum bekkjum á nokkrum stöðum svo sem til áherslu. Húnfellur vel inn íumhverfið, og ber hönnuðun sínum gott vitni. Eitt er þó óvenjulegt þarna, en það eru kýraugun á húsinu, eða holurnar, sem minna óneitanlega á göt á mjólkurosti. En teiknimeistararnir vissu hvað þeir voru að gera: liér átti að hýsa ost og annan mjólk- urmat og því skyldu þá gluggarnir ekki vera kringlóttir? Osta- og smjörsalan, en sú er stofnunin, sem hér um ræðir, er sölusamlag ntjólkurbúanna á ls- landi fyrir vinnsluvörur þeirra, smjör, osta o. fl. Fyrirtækið var stofnað árið 1958 og er gildur þáttur í háþróuðu afurðasölukerfi landbúnaðarins á íslandi og byggir á reynslu og nær aldargamalli hefð samvinnufélagsskapar bænda hér á landi. Að Osta- og smjörsölunni standa öll mjólkursamlög í land- inu, 17 að tölu, og er því félagseign 2500 bænda, sem eru aðilar að mjólkursamlögunum. Já það er rétt, segir Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, fyrirtækið er rekið Óskar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri. (Ljósm. J. J. D.) á samvinnugrundvelli og því er ætlað að selja vinnsluvörur mjólk- ursamlaganna á sem ódýrastan og hagkvæmastan máta. Við erum 832 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.