Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 19

Freyr - 15.10.1981, Blaðsíða 19
Lömbinfóta sig ve!á ristinni. Opin eru tígullaga, 18 mm á breidd og39 mm á lengd. 1 baksýn á myndinni sést ristarplata, sem notuð er sem stíumilligerð á sauðburðin- um. (Ljóms. M. S.) Klaufirnar virðast slitna hœfdega mikið á ristunum (Ljósm. M. S.) stöðutímanum og fótstaða fjár- ins verður réttari. • Flekar yfir grunnum kjallara verða léttari og auðveldara er að taka gólfið upp fyrir útmokstur á taði. Ristarnar haldast mjög vel hreinar, ef ekki slæðist mikið hey út á þær. Mikill heyslæðingur á ristunum veldur því hins vegar að hey og skítur sest í götin og þau lokast. Ef þannig fer, er öliu erf- iðara og seinlegra að hreinsa rist- arnar heldur en rimlagólf. Mikil- vægt er þess vegna að koma í veg fyrir heyslæðing úr garðanum, reyndar ekki bara vegna hrein- leika gólfsins heldur einnig til þess að fá hreinni og betri ull. Þetta er auðvelt að gera með einföldum slæðigrindum. Teikningar að garða með slæðigrindum fást hjá Byggingarstofnun landbúnaðar- ins, Laugavegi 120, Reykjavík. Eins og áður segir hefur Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins gert athuganir á notagildi járnristanna í fjárhúsum á Flvanneyri síðastliðna tvo vetur. Er fljótlega að vænta áfanga- skýrslu um málið þaðan. A þessu stigi er þó hægt að fullyrða að járnristarnar hafi ýmsa kosti um- fram trérimlagólf og að full ástæða sé fyrir bændur, sem hyggja á fjár- húsbyggingu eða þurfa að endur- nýja slitin trérimlagólf, að kynna sér þessar ristar af eigin raun. Inn- flytjandi ristanna er heildverslun Garðars Gíslasonar h. f. í Reykja- vík. Hægt er að panta þær erlendis frá í ýmsum stærðum, en þær ristar sem fluttar hafa verið inn til nota í fjárhúsum eru 90.5 x 181 cm að stærð. Þykkt þeirra er einungis um 2,5 mm, þannig að bil milli burð- arbita undir ristunum má ekki vera meira en 30 — 45 cm. Fyrirkomu- lag burðarbita og sverleiki þeirra ræðst að öðru leyti af aðstæðum í fjárhúsunum og þess vegna erfitt að gefa almennar reglur þar um. Norðmenn hafa notað galvani- seraðar járnristar undir sauðfé í rúman áratug og hafa af því mjög góða reynslu. Dýralæknar þar í landi mæla með slíku gólfi fremur en timburgólfi. freyr — 827

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.