Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 35

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 35
Aths.: Erfitt er að segja til um, hvað höfundur er hér að fara, þar sem hann nefnir ekki aldur sjúkl- inga eða lýsir veikinni nánar. Sú liðaveiki, sem við þekkjum nú á dögum er liðabólga í ungum lömb- um, sem rauðsýkigerlar valda, og mörg þeirra verða aumingjar og úrkast við slátrun. 9) Ormar í innyflum, langir, hvítir, fylgja gjarna „hungruðum" kindum, sem hafa fengið létt og slæmt fóður; þeir hindra þær í að þrífast, og eins þótt þær fái síðar besta fóður, tærast þær upp og deyja í hrönnum. í rökum árum eru þeir skæðastir. Aths.: Lítið var það sem höf- undur hafði að segja um þennan mesta skaðvald íslenska sauðfjár- ins sem flest fé hefur drepið hér í aldanna röð, en það eru litlu orm- arnir í vinstur, görnum og lungum, sem eru í hundraða- og þúsunda- tali, sérstaklega í lömbum, en oft einnig í fullorðnu. Ekki er minnst á þá, enda er erfitt að finna þá suma, nema með nákvæmri leit. Hér talar Snorri um bandorm sauðkindarinnar (Moniezia ex- pansa), sem er hvítur, breiður og langur (nokkrir metrar) og sést jafnvel í gegnum garnirnar þegarfé er slátrað, en svona var það á þeim tíma. Menn einblíndu á það sem var stœrst og mest áberandi og skelltu á það allri skuldinni, þó bandormurinn sé einmitt minnsti þáttur ormaveikinnar. Að vísugeta lömb orðið veik af honum fyrsta sumarið sitt, fengið skitu, garna- stíflu og blásið upp og drepist. Pá var bandormurinn algengur í frá- fœruánum — kallaður mjólkur- maðkur af því að þeim var haldið saman sem hjörð, og ekki er nú vitað, hvort hann olli veikirtdum í þeim. Aftur á móti sést hann ekki núorðið ífullorðnu, aðeins í lömb- um á einstaka bœ. Pað er líka athugandi, að áður fyrr var að- staða bœnda til sauðfjárrœktar mörgum sinnum erfiðari en nú til dags: Peir urðu að setja öll lömb á, en höfðu lítil hey og létt, enga þekkingu, bóluefni né ormalyf önnur lyf til þess að verja féð fyrir ýmsum sjúkdómum. 10) Bráðasótt (Bradsot). Að vísu tapast einstaka kind úr þessari veiki, einnig í uppsveitum, með sömu sjúkdómseinkennum og úti við ströndina, en þó er hún tíðust þar, þar eð fé gengur jafnan í fjöruna og étur ýmsar þarategund- ir með áfergju. Hér ræðst sóttin á kindina svo brátt, að á meðan hún stendur á beit með góðri lyst, hættir hún snögglega að bíta, fell- ur dauð niður þar sem hún stend- ur, eða skjögrar áður nokkur skref. Um leið lyktar allur skrokk- urinn viðbjóðslega, og hann er svo ónothæfur sem mannamatur, að jafnvel hundar og hrafnar koma ekki til þess að fá sér bita. Skrokk- urinn er bláleitur. Frá september til janúar verður veikinnar helst vart í strandhéruðum, en sjaldan eftir þann tíma. Sumir halda því Aths.: Petta segir hann um okk- ar alrœmdu bráðapest (bráðafár, bratsot, braxy). Eiginlega slœr hartn því föstu, að veikin stafi af þaraáti (þangi), en hvað skal þá segja um féð í uppsveitum, sem aldrei kemur í fjöru, en drapst þó með sömu einkennum? Höfundur fram, að féð við ströndina éti eitruð skordýr, en hversvegna þá ekki líka eftir nýár, eins og frá september til nýárs? talar hér um „einstaka kind“, en sumir bœndur misstu mörg lömb á hverju hausti, allt að þriðjungi, og allan veturinn voru að tínast upp kindur á ýmsum aldri, en það var bara svo algengt að fé drœpist, að lítið var um réttar ákvarðanir um dauðaorsök. Hann lýsir pestar- skrokknum hroðalega — ekki einu sinni hunda og hrafna œti — og líklega í þeim tilgangi að fœla menn frá að nota kjötið til matar, en það er alkunna, að víða var megnið af pestarkjötinu notað til matar, a. m. k. eftir að saltið kom Bráðapest. Myndin tekin af vinsturparti. Það sjást ótal bráðapestargerlar og hvítar blóðagnir. FREYR — 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.