Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 19
Ragna Hróbjartsdótlir hlúir að jarðarberjaplöntum á Hvanneyri. (Ljósm. M.Ó) ur óneitanlega marga kosti. Þessir eru helstir: 1. Engin vinna verður við illgres- iseyðingu ef svart plast er notað. 2. Berin skemmast síður ef þau liggja í plasti, en ef þau liggja á moldinni. 3. Auðveldara er að hirða berja- plönturnar vegna þess að smáplönturnar á renglunum geta ekki skotið rótum í gegn- um plastið. I hverju beði hafa verið tvær raðir af jarðarberjaplöntum, á milli raða hafa verið 50 cm og milli plantna 40—50 cm. Að sumrinu hefur glært plast verið haft yfir beðunum. Plast- dúknum hefur verið haldið upp af tveggja metra löngum rafmagns- rörum úr plasti. Slíkum plastbúr- um hefur verið lýst oftar en einu sinni í Frey. (Björn Þorsteinsson, 1978 og Sigurður Þráinsson, 1981). Líkur benda til að á Hvann- eyri hafi glæra plastið verið sett of seint yfir beðin á vorin. ” Plönturnar eru gróðusettar að vorlagi. Sumarið eftir eru öll blóm slitin af þeim. Næstu þrjú ár eru plönturnar látnar bera jarðarber. Eftir því sem þær verða eldri dreg- ur úr berjasprettunni og berin smækka. Þetta hefur komið greinilega fram á Hvanneyri. Arið 1981 voru berin af tveggja ára Njös-Glima plöntum að meðaltali 7,67 g en af þriggja ára plöntum 6,44 g. Samsvarandi tölur af Jons- ok voru 9,08 g og 8,21 g. A Hvanneyri hefur ekki orðið vart við sjúkdóma á jarðarberja- plöntum eða berjum, en skógar- þrestir hafa verið aðgangsharðir og spillt uppskeru. Þess vegna hefur orðið að leggja net yfir búr- in til að koma í veg fyrir að þrestir komist inn í þau. Þetta skapar aukavinnu og kostnað. Margir sem rækta jarðarber kvarta undan grámyglu, (Óli Valur Hansson, 1978). Þegar svart plast er haft undir berjunum dregur það úr hættu á mygluskemmdum. Verði grámyglu vart er rétt að tína strax öll sjúk ber, til að draga úr smit- un. Ef mikið er um grámyglu verður að úða með mygluvarnar- efni. Á Hvanneyri hafa fáar plöntur dáið að vetrinum. Til að vernda plönturnar fyrir frosti hefur verið lagt heymoð yfir þær að haustinu, en óvíst er hvort það er nauðsyn- legt. Kostnaður við ræktun jarðarberja. Það er ekki unnt að fullyrða að ræktunn jarðarberja beri sig ef reiknað er með að greidd séu venjuleg daglaun. Hér á eftir verður reynt að reikna lauslega tekjur og gjöld vegna jarðarberja- ræktunar undir plastskýli yfir eitt ræktunarskeið, sem er 4 ár á Hvanneyri. Gert er ráð fyrir því að fyrsta árið séu engin ber, en síðan séu plönturnar látnar bera Tafla 3. Hundraðshlutar af heildaruppskeru berja, sem tínd höfðu verið fyrir 10. ágúst og 30. ágúst. Njös-Glima Zephyr Jonsok Senga-Sengana 10. ág. 30. ág. 10.-ág. 30. ág. 10. ág. 30. ág. 10. ág. 30. ág. 1978 .................................. 40% 84% 7% 63% 1% 33% 1979 ................................... 3% 40% 0 5% 0 7% 1980 .................................. 81% 95% 69% 83% 70% 91% 1981 .............................. 26% 84% 53% 94% 34% 87% 13% 76% 1982 .............................. 24% 76% 25% 74% 21% 79% 10% 53% FREYR — 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.