Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 30

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 30
Gistihýsi við bændabýli Magnús A. Ólafsson arkitekt er einn þeirra manna, sem hefur sýnt ferðamannaþjónustu í sveitum áhuga og kynnti hann nokkrar hugmyndir sínar um hana á aðalfundi ferðaþjónustubænda í Mývatnssveit í október sl. Sýndi Magnús þá fundar- mönnuin teikningar sínar, sem hér fyigja- I viðtali er fréttamaður Freys átti við Magnús um þetta málefni, sagði hann m. a.: — Við skulum hugsa okkur hjón með tvö börn, sem hafa hug á að fara í ferðalag að sumarlagi um byggðir hér á landi. Hjónin eru úr þéttbýli og vinna bæði úti og vilja því njóta bæði hvíld- ar og útiveru þennan frítíma. Hvaða möguleika hafa þau á að njóta ferðalagsins og hvaða ferðamáti stendur þeim til boða? Einkabíllinn gefur mesta möguleika á yfirferð og frjálsræði, en hvað um dvalar- staði og gistingu? Fjöldi hótela starfa yfir sumartímann vítt og breitt um landið en þau eru ekki beint til þess fallin að nota þau ef fólk hyggur á útivist og frjálsræði, því að gista á hóteli er eins og flytja úr einu þéttbýl- inu í annað. — Hin hefðbundna aðferð í dag er að liggja úti í tjaldi. Ef farið er með tjald, svefnpoka, dýnur, eldunartæki, mat og allt það sem slíku ferðalagi fylgir, fer mikill tími og vinna ( en það er nú það sem hjónin okkar helst vilja sleppa við) í að koma sér fyrir og af stað aftur. — Mikið yrði það hentugt ef hægt væri að ferðast um landið og gista í hýsum, sem eru ef til vill ekki mikið stærri en tjald. Þessi hýsi gætu verið þannig útbúin að húsgögnin gætu breyst í svefnbálka með einu handtaki. Á þennan hátt gætu hjónin skilið allt eftir heima nema börnin, svefnpokana og matinn. Magnús hefur, sem fyrr sagði, hannað þessi hús, en Trésmiðjan AKUR hf. á Akranesi framleiðir þau. Hugmyndin er að bændur geti sett niður eitt eða nokkur hýsi í túnjaðrinum og haft af því nokkr- ar tekjur. Húsin eru mjög einföld að gerð og eru af tveint stærðum NÆTURHÍÐI 15 m2 án snyrting- Magnús A. Ólafsson. ar og HELGARHRÍÐ 20 m2 með snyrtingu. Hægt verður að fá hýs- in afhent á nokkrum framleiðslu- stigum en sennilega væri hentug- ast að fá þau afhent fullbúin á vörubílspalli að túnjaðrinum. Magnús telur að tilkoma slíkra 22 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.