Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.1983, Blaðsíða 37
Glóbusarmenn, þeir Sveinn Sveinsson og Magnús Ingþórsson hagrceða Fella Th 520-heyþyrlu í nýjum sýningarskáki fyrirlœkisins. Baka til er Santini-heyhleðsluvagn. (Ljósm. J.J.D.) Glóbus hf. 35 ára Glóbus hf. hefur um árabil verið einn stœrsti búvélainnflytjandi hér á landi. Forstjóri þess, Árni Gestsson, hefur byggt upp fyrirtækið af mikilli atorku á undanförnum áratugum. Við það hefur hann notið aðstoðar góðra samstarfsmanna. Fyrirtækið varð 35 ára á sl. ári og varð það merkisár í sögu þess. „Við notuðum tækifærið og um- byltum ýmsu í tilefni af afmæl- inu“, sagði Árni Gestsson. for- stjóri, í viðtali við Frey. Til dæmis um það má nefna, að opnuð var ný þjónustumiðstöð, samtals 2000 nv, í öðru lagi flutti heildsölu- deildin aðsetur sitt í miklu rýmra og betra húsnæði í húsi félagsins, í þriðja lagi var opnaður nýr, fullkominn sýningarsalur fyrir bíla og búvélar á fyrstu hæð hússins og í fjórða lagi verður lokið við tölvu- væðingu fyrirtækisins á þessu ári. Glóbus haslaði sér frá upphafi völl í innflutningi á búvélum. Hafa forráðamenn þess verið glöggir á tækninýjungar í landbúnaði og duglegir við að afla sér umboða fyrir góðum og gagnlegum tækj- um. Má þar til dæmis nefna Gný- blásarana og Kvemelands heykvísl- arnar, sem urðu ákaflega algeng tæki og hafa reynst vel. Þá flutti fyrirtækið fyrst allra inn nýja gerð af rakstrarvélum, þ. e. hjólrakstr- arvélar, frá Vicon-verksmiðjunni í Hollandi. Tæki frá þessari verk- smiðju urðu fljótlega mjög algeng í sveitum landsins. Glóbus lét reyna fyrstu heyþyrlurnar hjá Bú- tæknideildinni á Hvanneyri. Það er og föst regla fyrirtækisins að hefja ekki innflutning á nýjum gerðum landbúnaðartækja fyrr en að lokinni gagngerðri prófun. Heyþyrlurnar urðu skjótt eitt al- gengasta heyskapartækið á bæj- um. Með tilkomu sjálfhleðslu- vagna og heybindivéla hefur orðið bylting í heyhirðingu, en þau tæki eru meðal þess sem Glóbus flytur inn. íslensk-tékkneska verslunarfé- lagið hf. (ístékk) er dótturfyrir- tæki Glóbusar, stofnað árið 1969. Hefur það flutt inn tékkneskar vörur, einkum Zetordráttarvélar, og má segja að önnur hver drátt- arvél, sem seld hefur verið hér á landi síðustu þrjú ár hafi verið af þeirri tegund. FREYR — 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.