Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Gísli Gunnarsson Grasspretta, nýting og heyfengur 1630—1900 samkvæmt sögulegum heimildum / Vegna þeirrar miklu áherslu sem sumir veðurfrœðingar og fleiri náttúruvísindamenn hafa lagt á hitastig sem einhliða mœlikvarða á árangur í heyskap á ýmsum tímum, er nauðsynlegt að kanna nokkuð hvað sögulegar heimildir hafa að segja viðvíkjandi orsökum góðs eða lélegs heyskapar. Grunur minn fyrirfram er sá að allt of lítið hafi verið gert úr þætti úrkomunnar, einnig að litið hafi verið fram hjá því veigamikla hlutverki sem engjabúskapur gegndi. Gísli Gunnarsson er stundakennari í sagnfrceði við Háskóla íslands og vinnur að doktorsritgerð um liagsögu íslands á 18. öld við Háskólann í Lundi i Svíþjóð. Forsenda þess að hægt var að gera athugun þessa á ekki of löngum tíma var notkun bókar Þorvaldar Thoroddsen, Árferði á íslandi í þúsund ár, I-II, Kaupmannahöfn 1916 - 1917. Sýna má fram á að fyrir ákveðin einstök ár gat frá- sögn Þorvaldar stundum verið eitthvað ónákvæm (sbr. ábending- ar Þórhalls Vimundarsonar í ritinu Hafísinn, 1969). En ég sé enga ástæðu til að draga í efa að al- mennt sé frásögn Þorvaldar ár- eiðanleg og því ætti að teljast fyllilega réttmætt að nota verk hans til að draga saman niðurstöð- ur fyrir fjölmörg ár. II Fyrst ber að athuga að rann- sóknir á heyfeng á 20. öld eru varla glögg vísbending um heyfeng á 17. og 18. og 19. öld á íslandi. Landbúnaður á íslandi hefur gjör- breyst á undanförnum 75 árum. Um aldamótin 1900 voru varla til hlöður á íslandi og dæmi eru til að „illviðrakast um vetur orsakaði að hey reyndust víða hrakin“ (1826), eða „þegar (hey) hafði náðst í garða, þá fór vatnið ofan í það“ með þeim árangri að mikil eymd skapaðist við Faxaflóa (1884), eða frá árinu 1897: „..víða stór- skemmdist hey í görðum af úr- komum um haustið“. Ég vík nánar að hlöðuleysinu hér á eftir. Óþarfi ætti að vera að taka fram að fyrr á tímum þekktist hvorki súr- heysverkun né súgþurrkun. Af þessu samanlögðu leiðir að skin sólar og úrkomuleysi á ákveðnum árstíma var miklu þýðingarmeira fyrir heyuppskeruna fyrr á öldum en hefur verið undanfarna ára- tugi. En margar fleiri tæknilegar breytingar hafa orðið sem gera hæpna yfirfærslu 20. aldar líkana á landbúnað fyrri alda. Óvenjumikil úrkoma áður fyrr gat eyðilagt út- Grein þessa samdi ég árið 1979 og var hún einhvers konar innlegg í umræður vísindamanna í ýmsum fræðigreinum í ýmsum löndum um „veðurfar og sögu". Ég hef deilt talsvert á þá viðleitni sumra fræðimanna að gera of mikið úr mikilvægi veðurfarsins fyrir sögulega þróun og of lítið úr getu eða getuleysi samfélagsins til að bregðast við náttúruhamförum. Einnig hef ég deilt á þá viðleitni að éinfalda um of áhrif veðurfars á landbúnað og fiskveiðar, t. d. með því að einblína á meðalhitann en gleyma öðrum veðurfarsþáttum. Almenna gagnrýni þessa eðlis er m. a. að finna í riti mínu „A Study of Causal Relations in Climate and History, with an emphasis on the Icelandic experience“, sem út kom í Lundi, Svíþjóð, 1980. (Rannsókn á orsakatengslum veðurfars og sögu, með hliðsjón af reynslu íslendinga). Grein þessi, sem hér birtist, er efnislega óskyld áðurgreindu riti, en grundvallarhugmyndirnar eru þær sömu. G.G. 250 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.