Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 20

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 20
Námskeið fyrir matsmenn garðávaxta vegna nýrra matsreglna. Matsmenn œfðu sig í að meta kartöflur eftir nýju reglunum. F. v. Eðvald B. Malmquist yfirmatsmaður, Kristján Gestsson frá Búnaðarfélagi Villingaholtshrepps, Pröstur Ó. Kolheins frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar, Ásgeir Oddsson frá Kaupfélagi Eyfirðinga, GuðmundurÁrnason frá Kaupfélagi Árnesinga og María Jónsdóttir frá Búnaðarfélagi Djúpárhrepps. (Ljósmyndir: Freyr — J.J.D.) Námskeið fyrir matsmenn garðávaxta vegna nýrra matsreglna. Nýjar matsreglur fyrir kartöflur voru á dagskrá á þjálfunamámskeiði fyrir matsmenn, sem haldið var í Reykjavík dagana 31. janúar til 5. febrúar sl. Nýju matsreglurnar tóku gildi 21. desember 1982. Þátttakendur voru sjö: Asgeir Oddsson frá Akureyri, Guðmund- ur Árnason, Selfossi; Kristján Gestsson, Forsæti III, Árnessýslu; Margeir Gissurarson, Reykjavík; María Jónsdóttir, Háteigi, Þykkvabæ; Smári Baldursson, Reykjavík og Þröstur Ó. Kol- beinsson, Svalbarðseyri. Stjórn- andi og aðalkennari á nám- skeiðinu var Edvald Malmquist yfirmatsmaður garávaxta, enn- fremur kenndi þar Axel Magnús- son ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Við erum að æfa matsmennina í að vinna eftir nýjum reglum um mat og flokkun á kartöflum sagði Edvald þegar fréttamann frá Frey bar að garði. Þessar reglur eru að nokkru leyti sniðnar eftir reglum frá Norðurlöndum en líka er reynt að miða við þær ræktunaraðstæð- ur sem hér eru. Þess er að gæta að sú uppskera sem hér kemur á markað er ekki nema hálfþrosk- uð. Því er hýðið þunnt og við- kvæmt í öllum meðförum. Kart- öflur skaddast stundum vegna hranalegrar meðferðar í upp- skeru. Þessir fyrstu áverkar verða til þess að kartöflurnar missa geymsluþol, sveppir setjast að í sprungum á þeim og geymslukvill- ar sækja á þær. Nýju reglurnar gilda til 15. ágúst 1983 til reynslu. Alls eru 13. atriði, þ. e. skemmdir eða gallar sem huga þarf að í matinu. Má þar t. d. nefna vot- 260 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.