Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 11
heyskap þótt nýting á töðu væri sómasamieg (ef einhvern tíma gaf þurrka) sbr. árið 1851 í endursögn Þorvaldar Thoroddsen: „Nýting var víðast góð á túnum (þrátt fyrir mikla úrkomu), en útheyskapur varð svo endasleppur að menn muna varla annað eins“. Engjarn- ar björguðu hins vegar oft hey- skapnum í köldu árferði þegar taða varð rýr, sbr. árið 1885: Þá var íshroði fyrir norðan land og vorið ásamt fyrri hluta sumars var mjög kalt. „Tún spruttu svo illa að varla fékkst helmingur af þeim móts við meðalár... Engjar spruttu allvel og aflaðist úthey næstum eins og í meðalári.“ Mörg önnur dæmi má nefna þegar engj- ar björguðu heyskapnum, t. d. 1823, 1848 og 1880. Einnig má nefna dæmi af úrkomusumrum (öðrum en 1851) þegar engjahey- skapur eyðilagðist. Nú er heyskapurinn af túnum einráður og spurningin er hvort við höfum að öllu leyti gengið til góðs, götuna fram eftir veg. Óþarfi ætti og að taka fram að áburðarkerfi fyrra alda var gjör- ólíkt því sem hefur verið notað undanfarna áratugi. III Sú staðreynd að hlöður tíðkuð- ust almennt ekki á íslandi fyrr á öldum er all veigamikill vitnis- burður um lágt efnahags- og tæknistig í landinu. í „Frásögnum af íslandi“ (út- gáfan 1966, bls. 215) lýsti Niels Horrebow heygeymslu á íslandi um miðja 18. öld þannig: „Hey er ekki geymt í hlöðum, en til heygeymslu eru niðurgrafnar tóft- ir, og í þeim stendur heyið í stökkum, sem eru langir og háir en um faðmur á breidd. Milli þeirra eru mjóir geilar, og stakk- arnir eru þaktir með torfi. Mænir er gerður á þá, svo að þeir verjist regni, og geymist hey mjög vel í þeim“. Horrebow reyndi fremur að fegra ástand á íslandi en mála það svörtum litum. Ekki var Eggert Ólafsson sam- mála Horrebow um góða geymslu heysins. Eggert segir svo um heyhlöður og heygeymslu: „Heyhlöður eru mjög víða á Aust- urlandi en til forna hafa þær verið um land allt. I hlöðunum geymist heyið betur en ella og tapar ekki krafti sínurn". Fleiri kostir við hlöðugeymslu eru samkvæmt Eggert Ólafssyni að þar er betur hægt að verja heyið fyrir regni og stormi, það brennur síður en í stökkum ef það er látið illa þurrt í geymslu, það fýkur ekki þegar það er tekið um vetur. Ástæður þess að íslendingar hafi ekki hlöður segir Eggert vera timbur- skort, fátækt og almennan vesal- dóm. (Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar, II. bindi, útgáfa 1943, bls. 146). Eftir frásögn Jónasar Jónas- sonar frá Hrafnagili að dæma virð- ist heygeymsla lítt eða ekkert hafa breyst frá miðri 18. öld til alda- mótanna 1900 og segir hann einnig að „hlöður voru óvíða, en allir álitu þær ágætar.“ (íslenskir þjóðhættir, útgáfan 1945, bls. 85- 86). Hér komum við að sama víta- hringnum og algengur var í fisk- veiðum í gamla íslenska samfé- laginu: Fátækt olli því að tækni var á lágu stigi sem aftur orsakaði fátækt. Svar landsmanna var oft- ast að gera dyggð úr eymdinni. Hlöður voru taldar vera skaðsam- legar fyrir heyið líkt og þegar mætustu menn landsins þóttust sjá fyrir endalok íslands við tilkomu lóðlína, neta og seglbáta. Slík lífs- skoðun var auðvitað einnig trafali á allar framfarir. Annars er íhaldssemi í atvinnu- málum ekki aðeins bundin við fátækt. IV Samkvæmt annálahöfundum markaðist heyskapur af tvennu: Grasvexti og nýtingu. Ef frásagnir annála um grasvöxt eru tengdar veðurfarslýsingum sést að hitastig um vor og fyrri hluta sumars réð mestu um gras- vöxt. Áhrif veðurfars um vetur á grasgróður er ekkert hægt að segja um út frá veðurfarslýsingum annála vegna þess að kaldur vetur og kalt vor fóru oftast saman. En úrkoma um vor og fyrri hluta sumars var einnig þýðingarmikil. Þurrkar gátu þá dregið úr gras- vexti, sbr. tíðarvísu Jóns prests Hjaltalíns fyrir árið 1796: „Veður stirt um vordaga vafið gnæfum þurrki gróður myrti grashaga gagni firrti búsmala.“ En oft er erfitt að aðgreina áhrif mismunandi veðurfarsþátta á grasvöxt. Sunnanlands fór venjulega saman um vor kuldi og þurrkur. Norðanlands þýddi votviðrasamt vor oft hret eða snjókomu þannig að hugsanleg hagstæð áhrif úr- komu greinast ekki sakir kulda. Nýting var hins vegar fyrst og fremst komin undir þurrkum um heyannatímann. Einnig var vindstyrkur hér þýð- ingarmikill. Slagveður voru versti óvinur bónda um haust og raunar líka um vetur hvað heystakkanna varðaði. V Annálar leggja grassprettu og nýtingu nokkuð að jöfnu sem áhrifavalda í heyskapnum. Dæmi um veltiár er 1799, annað eins góðæri mundu ekki elstu menn: „Meðan grasið var að spretta, voru hlýjar regnskúrir, en síðan þurrviðri og sólskin og varla mátti heita að daggardropi kæmi frá messum um sumarið til þess undir lok engjasláttar". Fleiri dæmi skulu nú nefnd úr frásögn Þorvaldar Thoroddsen sem sýna þetta samspil ólíkra veðurfarsþátta og mismun á veðri sunnanlands og norðan sama árið. 1678: „Sumarið gott og grasmikið og þurrt öndvert sunnanlands en vott fyrir norðan, síðan þurrt fyrir norðan en fyrir sunnan náðust engin hey“. 1682: „Var þurrt með kuldanæð- ingum af norðri og varð grasvöxt- FREYR— 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.