Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 21

Freyr - 01.04.1983, Blaðsíða 21
Eðvald B. Malmquisl rotnun, frostskemmdir, þurrotn- un, grænar kartöflur, spíraðar kartöflur, sár og sprungur o. fl. í matinu er um sjö flokka að ræða, þ. e. úrvalsflokk, 1. 2. og 3. flokk, bökunarkartöflur, perlu- kartöflur og parísarkartöflur. Auk þess hefur landbúnaðarráðuneytið ákveðið að taka með að þessu sinni í sérstakan flokk rauðar ís- lenskar, 33 mm og stærri, svo að alls ættu 8 flokkar af kartöflum að geta verið á markaðinum. Þegar kartöflur eru metnar fá þær einkunn eftir ákveðnum regl- um. Notuð eru mínus-stig. Þannig má úrvalsflokkur ekki fara niður fyrir —8 stig og 1. fl. kartöflur ekki fá lægra en —24 stig 2. fl. —30 stig og 3. tl. —34 stig. Þá er ætlast til að bökunarkartöflur, perlu- og parísarkartöflur fari ekki niður fyrir —24 stig. Bökunarkartöflur skulu ekki vera undir 50 mm í þvermál (hnöttóttar) og 45 mm (ílangar). Nýjung má það telja að reynt er að koma á markað smáum kart- öflum „perlukartöflum“ 33—35 mm í þvermál, „parísarkartöflum“ 30—33 mm. Kartöflur eru seldar í neytenda- pakkningum 2.5 og 5.0 kg að þyngd. Af því selst 80% í 2.5 kg pokunum og þyrfti að hafa enn minni pakkningar á boðstólunum, einkum fyrir þau heimili þar sem Hvernig kartöflur eiga að vera og hvernig þœr geta slundum verið: Á efri myndinni eru 1. fiokks Bintje-kartöflur, á þeirri neðri úrkastskartöflur. aðeins er eitt eða tvennt í heimili. Húsmæður segja að fyrstu tvær suðurnar úr kartöflubréfpokunum séu góðar en eftir það versna kartöflurnar þegar þær eru geymdar í of heitum og rökum skápum. Því er reynt að koma til móts við neytendur með minni einingum, sem nú eru að koma á markaðinn. Edvald lét þess getið, að þeir framleiðendur sem hefðu margra ára reynslu í meðferð kartaflna ættu ekki að þurfa að senda frá sér kartöflur, sem standast ekki mat. Hitt væri þó ánægjuefni, að marg- ir kartöflubændur hefðu lagt inn ógallaða vöru árum saman. J. J. D. FREYR— 261

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.