Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1984, Blaðsíða 29

Freyr - 15.01.1984, Blaðsíða 29
Ritfregnir Matjurtarækt fyrir heimilið Grænmeti úr eigin garði Búnaðarfélag íslands Fræðslurit nr. 3 1983 Búnaðarfélag íslands er byrjað að gefa út fræðslurit um landbúnað á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Ný- komið er út fræðslurit um ræktun grænmetis. Nefnist það „Græn- meti úr eigin garði“, en höfundar eru þeir Magnús Óskarsson yfir- kennari og Óli Valur Hansson garðy rkj uráðunautur. Ritinu er skipt í tólf kafla er heita: Grænmeti úr eigin garði, GRÆNMETIÚR EIGIN GARÐI Búnaðarfélag íslands Fræðslurit nr. 3. 1983 Veðurfarsbætandi aðgerðir, Jarð- vegur, næring, Fræ, Forræktun, Gróðursetning úti, Sáning úti, Sumarhirðing, Sjúkdómar, Geymsla grænmetis, Matjurtateg- undir, og loks Viðauki, minnisatr- iði, töflur. Á spássíu meðfram texta eru prentuð minnisatriði og heilræði við garðyrkju. Ritið er prýtt fjölda mynda og teikninga. Ritið fæst hjá Búnaðarfélagi íslands og kostar hundrað krónur. Það verður vænt- anlega einnig fáanlegt í bóka- búðum. Molar Dönsk loðdýrarækt 1983 Bændum í Danmörku sem rækta mink fjölgaði um 314 á árinu 1983 og eru þeir nú 2.951, aukningin er 12%. Dýrum fjölgaði aðeins meir eða um 13% og eru nú um 1.5 milljónir minka á búum í Dan- mörku. Meðaldýrafjöldi á búi er nú 497 læður. Refabúum fjölgaði á árinu um 112 og eru þau nú 649 og er fjölgunin um 21%. Refalæður eru um 40.000 og hefur þeim fjölgað um nálega 15%. Af þeim eru silfurrefir um 7.500. Af öðrum loðdýrategundum má nefna að 87 bú voru með þvotta- birni (finnraccoon), samtals 912 dýr en þessum dýrum fer fækk- andi. Aukning varð í ræktun á funa (ildur) 250 bú eru með 6.500 læður og er það tvöföldun frá árinu áður. Búum með chinchilla fjölgaði og eru þau nú 155. Félögum í danska loðdýrarækt- arsambandinu fjölgaði um 8% og eru þeir nú 3.439. Þetta kom fram í skýrslu form. danska loðdýrasambandsins, Anders Kirkegárd, á aðalfundi þess sem haldinn var í Óðinsvéum í okt. sl. Danir notuðu um 325.000 lestir af loðdýrafóðri árið 1983 og jókst fóðurnotkunin um 15%. Notkun á fiskúrgangi (frá fisk- vinnslu) minnkaði nokkuð en notkun á iðnaðarfiski (þ. e. fiski sem veiddur er til bræðslu) jókst að sama skapi. Fiskúrganginn fá þeir við hagstæðu verði, þ. e. á svipuðu eða eilítið hærra verði en fiskimjölsverksmiðjur greiða fyrir hann. Reiknað er með heldur hækk- andi verði á fiski og fiskúrgangi til loðdýraræktar á næsta ári í Dan- mörku og stafar það af hækkandi heimsmarkaðsverði á próteinfóðri vegna lélegrar uppskeru af soja- baunum í ár. Lausaskuldir bænda Á nýafstöðnum kaupfélagsstjóra- fundi varð m. a. nokkur umræða um breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán. Um það mál samþykkti fundurinn svohljóð- andi ályktun — flutningsmenn voru kaupfélagsstjórarnir Ólafur Friðriksson á Sauðárkróki og Ólafur Sverrisson í Borgarnesi: „Fundur kaupfélagsstjóra, hald- inn í Reykjavík dagana 25. og 26. nóv. 1983, lýsir stuðningi sínum við þá fyrirætlun landbúnaðarráð- herra og stjórnvalda að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Fundurinn minnir þó á að enn þá eru margar milljónir bundnar í lausaskuldabréfum í eigu kaupfé- laganna frá síðustu breytingu. Þess vegna telur fundurinn að forsenda þess að félögin geti tekið við lausaskuldabréfum bænda sé sú að þau geti selt bréfin, t. d. til Seðlabanka Islands, svipað því og gert var um lausaskuldabreytingu útgerðarinnar fyrr á þessu ári.“ (Sambandsfréttir). FREYR — 69

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.