Freyr - 15.01.1984, Blaðsíða 35
Bréf til blaðsins
Efnagreiningar á graskögglum
Búnaðarblaöið Freyr
Matthías Eggertsson ritstjóri
Ég undirritaður sendi hér með
fyrirspurnir sem mig langar til að
biðja þig að fá svör við.
Freyr hefur birt niðurstöður úr
efnagreiningum á graskögglum,
síðast í blaði nr. 2/1983 og er þetta
þakkarvert því að ég hef ekki séð
þessar upplýsingar annars staðar.
Þar kemur fram að orkuflokkarnir
eru þrír og nefnast 80, 70 og 64 og
eiga að gefa mynd af fjölda fóð-
ureininga í 100 kg af fóðri. Þá eru
graskögglarnir einnig flokkaðir
eftir próteinmagni og merktir
bókstöfunum A, B og C. Þetta
kemur fram í áðurnefndu blaði.
Það er öllum bændum ljóst sem
hafa gefið grasköggla að þeir eru
allverulega misjafnir að gæðum og
er nú komið að spurningunum.
1. Hvernig stendur á því að þessar
niðurstöður eru ekki birtar
fyrr?
2. Hvernig stendur á því að pok-
arnir eru ekki merktir betur en
nú er, t. d. orkuinnihald og
próteinmagn?
3. Hvernig stendur á því að ekki
er neinn verðmunur á milli
gæðaflokka?
4. Er hægt að ætlast til að bændur
greiði sama verð fyrir góða
köggla og þá lakari?
Ekki þýðir fyrir okkur bændur
að segja að við viljum fá sama
verð fyrir kjöt af lambi sem fer í 1.
flokk og því sem fer í 3. flokk þó
að það sé nú kjöt á báðum skrokk-
unum. Ekki meira um grasköggla í
bili.
Nú á þessu hausti hefur verð á
fiski- og karfamjöli hækkað mjög
mikið. Við heyrum í fréttum að
heimsmarkaðsverð á mjöli hafi
hækkað og er þá talað um prót-
eineiningu og þá spyr ég:
1. Hvaða eftirlit er með því mjöli
sem flutt er úr landi?
2. Hvaða eftirlit er með því mjöli
sem selt er innanlands?
3. Hvernig stendur á því að ekki
er notuð sama verðviðmiðun til
bænda og í útflutningi, þ. e. á
próteineiningu, og bændur geti
þá vitað um próteininnihald
um leið og þeir kaupa nyjölið.
Ég vona að þú fáir svör við
þessu og birtir í Frey við fyrsta
tækifæri.
Hvalshöfða, 30. nóv., 1983.
Trausti Jónasson.
Blaðið leitaði til Gunnars Sigurðs-
sonar deildarstjóra Eftirlitsdeildar
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins og forsvarsmanna fjögurra
graskögglaverksmiðja og fara svör
þeirra hér á eftir.
Svör Eftirlitsdeildar Rala
Svör við spurningum.
1. Astæðan fyrir þeim drætti sem
er á birtingu efnagreininga á
graskögglum er ekki ein heldur
margar. Svo að ég reki þetta nú
í tímaröð sýnisins, þá líður
stundum of langur tími frá því
sýnið er tekið og þar til það er
sent okkur hér til efnagreining-
ar. Það sem af er þessu ári hafa
tækjabilanir í efnagreiningar-
stofu, ntannekla vegna aðhalds
í opinberum rekstri og fleira
gert það að verkum að efna-
greiningatíminn hefur orðið
alltof langur. Framleiðendur
graskögglanna fá niðurstöð-
urnar sæmilega fljótt og eiga að
gefa kaupendum upp efnainni-
hald. Þó gátu þeir það ekki í
öllum tilvikum í sumar vegna
dráttar á efnagreiningum.
2. Vegna þess breytileika sem er
á gæðum hráefnis er vonlaust
að merkja og flokka kögglana
við framleiðslu og sekkjun. Úr
þessu eiga graskögglaframleið-
endur hins vegar að bæta með
því að láta upplýsingar um
efnainnihald fylgja við sölu.
Vegna spurninga þinna um
fiskimjöl vil ég taka fram eftirfar-
andi:
1. Eftirlit með því fiskimjöli sem
flutt er úr landi er ekki í hönd-
um Eftirlitsdeildar Rala.
2. Tvisvar á ári er öllum skráð-
um fiskimjölsframleiðendum
send skýrsla til útfyllingar. Á
þessa skýrslu eiga þeir að skrá
alla innanlandssölu. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
ég hef selja Síldarverksmiðjur
ríkisins og verksmiðjur KEÁ á
innanlandsmarkað, af þeim
verksmiðjum sem á skrá eru á
Norðurlandi. Vegna þess að
framleiðslan er ekki samfelld
er erfitt að koma við skipulegu
eftirliti. Það eru einkum tvö
atriði sem mestu ráða um
breytileika í gæðum fiskimjöis.
Bæði þessi atriði eru tengd hrá-
efninu, en þau eru:
Geymsla hráefnis fyrir
þurrkun (tími og skilyrði). Úr
skemmdu hráefni kemur aldrei
gott fiskimjöl.
Hlutfall beina í hráefni: Ef
hráefnið kemst óskemmt í
þurrkara þá er það hlutfall
beina, fisks og fitu sem áhrif
hefur á efnasamsetningu mjöls-
ins. Ef mjölið er mjög feitt, er
viss hætta á þránun í geymslu,
þó svo að fitan sé kærkomin
orkubót með heyjum og öðrum
fitusnauðum efnum sem við
fóðrum með. Natni þeirra sem
stjórna eldþurrkurum er loks
eitt af úrslitaatriðunum um
hvort framleitt er gott eða lé-
legt fiskimjöl.
Ég hefi tíundað öll þessi atriði
FREYR — 75