Freyr - 01.09.1990, Síða 9
Það skiptir mestu að mannlífið sé
gott
Viðtal við Arnlínu Óladótturog Magnús Rafnsson á Bakka í Bjarnarfirði.
Arnlín og Magnús á Bakka í Bjarnarfirði á Ströndum eru að sunnan og stunduðu bœði
nám við Háskóla íslands, en réðu sig til kennslu við Klúkuskóla ísömu sveit árið 1976 og
hafa ílengst í sveitinni og stunda nú búskap á Bakka ásamt fleiri störfum. Á síðast
liðnusumri var fréttamaður Freys þar á ferð og fór þess á leit við þau að segja frá ferli
sínum og búskap.
Hvaðan eruð þið ættuð?
Magnús: Ég er fæddur og uppalinn
í Reykjavík og gekk þar í skóla
fram yfir tvítugt. Föðurætt mín er
vestfirsk, karlleggurinn úr Djúpi
en kvenleggurinn úr Dýrafirði.
Móðurætt mín er hins vegar úr
Flóanum.
Arnlín: Ég er hins vegar ekki
Reykvíkingur þótt foreldrar mínir
séu það því að ég er alin upp í
Skíðaskálanum í Fiveradölum. í
föðurætt rek ég mitt fólk á Snæ-
fellsnes og á Suðurnes en móður-
fólkið mitt er úr Reykjavík, en
ættað úr Eyjafirði og af Suðurnesj-
um.
Skólaganga?
Magnús: Ég lauk B.A. prófi í
ensku og bókmenntum frá
Háskóla íslands.
Arnlín: Ég stundaði nám í lækn-
isfræði í Háskólanum í nokkur ár.
Hvað réð því að þið fiuttuð út á
land?
Kannski mætti kalla það tilbreyt-
ingarsýki. Okkur langaði að vita
hvernig væri að búa í sveit og þá lá
beint við eftir alla setuna á skóla-
bekk að prófa að komast hinum
megin við kennarapúltið. Við réð-
um okkur svo við Klúkuskóla
haustið 1976 og kenndum þar til
vors 1978. í>á fengum við lánað
íbúðarhúsið á Bakka í eitt ár, sem
svo leiddi til þess að við keyptum
jörðina í félagi við önnur hjón,
17, SEPTEMBER 1990
Guðrúnu Bachmann og Leif
Hauksson, sem bjuggu hér með
okkur til 1984.
Hvað höfðuð þið fyrir stafni eftir að
þið hættuð kennslunni?
Við byrjuðum fljótt að grípa í
ýmiss konar lausamennsku,
Magnús við þýðingar og Arnlín í
stundakennslu svo að maður nefni
eitthvað. Svo eignuðumst við tvö
börn um þetta leyti og vildum eiga
mikinn tíma með þeim. En strax og
við höfðum keypt jörðina ákváð-
um við að fara út í garðyrkjubú-
skap og höfum stundað hann með
öðrum störfum síðan.
Hvað ræktið þið?
Þetta er útimatjurtaræktun, nokk-
uð fjölbreytt, en við höfum hér
lítið gróðurhús við volgrur á jörð-
inni en við notum það nánast ein-
göngu til uppeldis á plöntum.
Hvernig gengur að koma
afurðunum á markað?
Markaðsmálin hafa alltaf verið
veiki hlekkurinn hjá okkur. Við
teljum okkur hafa gott vald á rækt-
Freyr 617