Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1990, Side 14

Freyr - 01.09.1990, Side 14
17 16 115 ’5) c 3 "rö LL 14 13 • • • w-J---------1----------1----------1 12 3 4 Hiti °C. 2. mynd. Samband fallþunga dilka og hita (okt.-sept.) í Árneshreppi á Ströndum 1965-1983. Við einnar gráðu hœkkun á hita hefur fallþungi að jafnaði aukist um 0,8 kg. (Ólafur R. Dýrmundsson ogJón Viðar Jónmunds- son 1988). landbúnað árin 1984 - 1985. Til þátttöku voru valin lönd eða lands- hlutar, sem áttu sér þekkta sögu af áhrifum breytilegs loftslags á land- búnað og var ísland valið í þann hóp. Af Islands hálfu var að verki hópurundirforustu Páls Bergþórs- sonar veðurfræðings, nú veður- stofustjóra. Þegar þetta verkefni fór af stað, var okkur íslendingun- um fæstum ofarlega í huga, að loftslag kynni að hlýna frá því sem var á hlýskeiði 20. aldarinnar. enda álitum við það naumast vandamál, þótt svo yrði. Pað kom fljótt í ljós, að tilefni verkefnisins var einkum spádómar um hlýnandi loftslag. Pó var lögð áhersla á, að við ættum ekki að binda okkur við þá hliö málsins, enda voru allar spár óvissari en svo, að hægt væri að útiloka kólnandi loftslag, a. m.k. tímabundið. Hér á okkar breiddargráðum er hiti sá þáttur veðurfarsins, sem einkum er takmarkandi. Kunnust eru áhrif hita á byggrækt, grasrækt og trjárækt. Byggrækt lagðist sem kunnugt er niður á köldustu skeið- unum í sögu þjóðarinnar, en á hlý- skeiði 20. aldar hefur verið unnið að því, að hún fengi fótfestu á ný, þótt hægt hafi miðað. Áhrif hita á byggrækt hafa verið metin sem þroskalíkur, t.d. hvort vænta megi byggþroska 6 ár af hverjum 10 eða 9 ár af hverjum 10. Er skemmst frá því að segja, að líkurnar á að bygg þroskaðist náðu 60% einungis á litlum hluta landsins á tímabilinu 1951-80, þ.e. á 4% af veðurathug- unarstöðvunum. Petta tímabil var að vísu nokkuð frá því hlýjasta, en á köldustu skeiðum eru hvergi á landinu líkur á að bygg nái þroska 6 ár af hverjum 10. Hvað grasrækt viðvíkur þá hefur grasspretta reynst því sem næst línulega tengd hita. Á það jafnt við um heyfeng eins og hann er skráð- ur í skýrslum og grassprettu eins og hún mælist í langtímatilraunum. Einkum virðist vetrarhiti skipta máli, enda er sumariðstutt og sum- arhiti lítt breytilegur, en vorkoma óviss. Pessara áhrifa hitans gætir einnig og ekki síður í úthaga, þótt reglulegar beinar mælingar á sprettu í úthaga skorti. Hins vegar hafa þau komið fram í breytilegum fallþunga dilka á svæðum, þar sem hiti breytist mikið milli ára. Hvað skýrast hefur það komið fram í Árneshreppi á Ströndum. Ætla má, að í köldum árum verði beitar- gróður í úthaga ónógur og fullnægi ekki þörfum lambáa sem mjólka ungviði í örum vexti. Loks er að nefna skilyrði til trjá- ræktar. Þau eru metin út frá hitafari, og unnt er að meta flatar- mál þess lands sem er fallið til skógræktar við mismunandi hlý- indi eða kulda loftslagsins. Við vitum af sögulegri reynslu, að þjóðin á í vök að verjast, ef kólnar í ári. Spár um hlýnandi loftslag eru ekki öruggari en svo, að loftslag gæti enn átt eftir að kólna hér tímabundið. Petta gæti jafnvel gerst samtímis því sem hlýnar annars staðar og framboð landbúnaðarvöru minnkar vegna röskunar á hefðbundnum ræktun- arbeltum. Við þurfum því að vera við öllu búin. Ahrif hlýnandi veðurfars. Meiri líkur eru þó á, að hér hlýni fyrr eða síðar. Sú spá, sem miðað var við í verkefni Alþjóðakerfis- fræðistofnunarinnar fólst í því, að hér á okkar slóðum hlýnaði um 4°C við tvöföldun koltvísýrings og skyldum við reyna að segja fyrir um. hvaða áhrif það hefði á land- búnað. Hér var úr vöndu að ráða, því að um er að ræða framlengingu langt út fyrir það svið, þar sem unnt er að vísa til fyrri reynslu. Engin dæmi eru þess, að ársmeðal- hiti nái 9°C á 64° N, hvorki hér á landi né annars staðar. Einföld framlenging fundins sambands gefur til kynna, að grasspretta ætti að aukast um a.m.k. 50 %. Afleið- 622 Frevr 17, SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.