Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1990, Page 15

Freyr - 01.09.1990, Page 15
Hvernig breytist kjarnfóður- eða ræktunarþörf við loftslagsbreytingu? Heyfengur Kjarnfó&ur Tún ■i Kalt akalb, 2,4 C EŒB 1061-80, 3,7°C E3 Hlýtt ekelft, 6,0 C 3. mynd. Mjólkurneysla landsmanna er um 100 milljón lítrar á ári. Byggisthún að sjálfsögðu á grasrœkt. Efloftslag kólnar þarf að kosta meiru til framleiðsl- unnar, ef ekki á að verða mjólkurskortur. Keypt verður meira kjarnfóður, áburðargjöf má auka og loks er unnt að rœkta meira tún. Að sama skapigetur dregið úr kostnaði, efloftslag hlýnar, og rœktun getur orðiðfjölbreyttari. Sýnd eru dœmi, (hlutafallstölur), um, hvað gœti gerst efkólnaði að því marki sem var á því kaldasta 10 ára tímabili sem mœlingar í Stykkishólmi ná til, 1859- 1868, eða hlýnaði í5,0 °C, sem er 0,2 °C hlýrra en meðaltal 10 hlýjustu ára. Ef loftslag hlýnaði afmannavöldum eða öðrum orsökum um t. d. 4 °Cyrðu breyt- ingar miklu stórfelldari. (Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadóttir 1988). ing þess yrði, að minni tún þyrfti til öflunar gróffóðurs. Sumt af þeim myndi því leggjast í órækt, ef ekki verður tilsvarandi aukning á annarri ræktun. Okkur vantar þó meiri þekkingu á því, hvað ræður sambandi grassprettu og hita til að geta staðfest þessa niðurstöðu. Við getum þó fullyrt, að vaxtar- tími nytjajurta muni lengjast. Pví má líka spá með þokkalegu öryggi, að bygg muni verða nokkuð öruggt með þroska um allar byggðir landsins og að skógur ntuni geta vaxið á meira en helmingi alls landsins. Eins og áður er vikið að er vafa- samt að spá fyrir um landbúnað við breytt skilyrði með einföldum framreikningi. Önnur leið er að athuga, hvernig búskapur þrífst nú við svipuð skilyrði. Til þess þurfum við að fara 6-8 breiddar gráður til suðurs, til Skotlands. Þó er margs að gæta við slíkan samanburð. Landbúnaður mótast á löngum tíma og er háður menningu og hefðum og markaði ekki síður en náttúrufari. Því skal þessi saman- burður ekki rakinn lengra. Einn meginþáttur loftslagsskil- yrða mun haldast lítt breyttur. þótt hlýni, enþaðergeislun. Daglengd verður óbreytt og birta er ekki talin muni breytast verulega. Hins vegar er ýmis nytjagróður, bæði í landbúnaði og ekki síst skógrækt, verulega háður daglengd. Þess vegna er ekki víst að unnt verði að rækta hér á landi þá stofna nytja- jurta eða trjáa, sem nú þrífast í Skotlandi eða annars staðar í suð- lægari löndum. Góða stofna eða afbrigði, sem henta hinum nýju skilyrðum, má nokkuð örugglega fá fram með markvissum jurtakyn- bótum. Það tekur þó langan tíma, sá tími, sem þarf að bíða árangurs er talinn í áratugum fremur en árum, og á þeim tíma geta skilyrð- in haldið áfram að breytast. Breytingará matvælaframleiðslu í heiminum. Ég hef nú drepið lauslega á þau áhrif, sem geta orðið af breyttu loftslagi hér á landi. Einkum má búast við jákvæðum áhrifum. Þó kynni að verða hætta á þurrki norðanlands og ýmsir jurtasjúk- dómar verða erfiðari viðfangs en áður. En málið hefur fleiri hliðar. Við Islendingar erum háðari innflutningi matvæla en flestar aðrar þjóðir. Það sem gerist úti í hinum stóra heimi mun því hafa mikil áhrif hér. Sá ótti við gróður- húsaáhrifin, sem hefur gripið um sig, stafar einkum af því, að horfur eru taldar á, að dreifing úrkom- unnar verði óhagstæðari en áður, einkum þegar tillit hefur verið tek- ið til aukinnar uppgufunar vegna hærra hitastigs. Hætta er á, að þurrkur muni víða valda stórfelld- um uppskerubresti, auk þess sem ræktunarbelti flytjast til. Yfirlits- kort sýna, að loftslag geti orðið rakara á ýmsum landsvæðum nálægt ströndum úthafa og stærri innhafa eins og Miðjarðarhafsins, en að þurrara verði á meginlönd- um í tempraða beltinu nyrðra, þ.e. í Norður-Ameríku og um Evrópu og Asíu miðja og norðanverða. Á þessum svæðum er einmitt nálægt helmingi ræktunar á hveiti og maís, svo og byggs. Hveiti og maís eru ásamt hrísgrjónum mikilvæg- ustu tegundirnar og af þeim fæst um helmingur af fæðu jarðarbúa. Hins vegar er spáð rakara lofts- lagi víðast þar sem hrísgrjón eru ræktuð, þótt ekki sé víst að það verði alls staðar til bóta, og sumt af ræktunarlandinu mun sökkva í sæ. í Japan er spáð tvöföldun hrís- grjónauppskeru og þar sjá menn fram á offramleiðslu. Það má því eygja von um miðlun milli heims- hluta. í því sambandi er þó rétt að minna á það, sem mönnum hefur lærst á undanförnum áratugum, að hungursneyð verður ekki til fram- búðar afstýrt með stórfelldum 17. SEPTEMBER 1990 Freyr 623

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.