Freyr - 01.09.1990, Síða 17
Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari,
Vinnueftirliti ríkisins
Sitjandi staða
Ínútímaþjóðfélagifer kyrrsetustörfum fjölgandi. Aukin tœknivœðing hefur íför með sér
minni hreyfingu og yfirleitt meiri einhæfni í vinnu. Pótt bœndur stundi að jafnaði ekki
kyrrsetustörf œtla ég lítillega aðfara yfir helstu atriði sem góður vinnustóll og hvíldarstóll
þarfað uppfylla.
Það er bakraun að sitja.
Við setjumst til að hvíla okkur en
við hvílum aðallega fæturna. Við
reynum meira á bakið þegar við
sitjum en þegar við stöndum eða
liggjum. Menn hafa komist að því
með því að mæla þrýstinginn inni í
liðþófunum í mjóhryggnum að
álagið er minnst þegar við liggjum.
Þegar við sitjum á stól, verður
þrýstingurinn í liðþófunum í mjó-
hryggnum u.þ.b. sex sinnum meiri
en þegar við liggjum. Álagið verð-
ur almest ef við sitjum og lyftum
einhverju þungu. Það er alltaf bak-
raun að sitja. Þess vegna skulum
við standa upp eins oft of við get-
um, rétta úr okkur og ganga dálítið
um áður en við setjumst aftur.
Vinnustóll.
Góður vinnustóll þarf að vera
þokkalega bólstraður, gefa góðan
stuðning við mjóbakssveigjuna og
styðja undir u.þ.b. Vi af lærinu.
Einnig þarf hann að vera þokka-
lega rúmgóður. Hæðin á setunni
og stólbakinu þarf að vera stillan-
leg. Fremri brúnin á setunni á að
vera mjúk og ávöl. Þeim mun leng-
ur sem setið er við vinnu í sama
stólnum því meiri kröfur gerum við
til að stóllinn sé góður.
Hvíldarstóll.
Hvíldarstóll má ekki vera of lágur
og djúpur.
Hœðin á setunni á að vera 43 - 47
cm. Pá er auðveldast að standa upp
úr stólnum.
Stólbakið á að geta hallast svolít-
ið aftur.
Stólbakið á að bunga svolítið
fram neðantil svo að það styðji vel
við mjóbakið.
Armarnir eiga að vera nógu
breiðir og háir til að þeir styðji vel
við framhandleggina svo að axlirn-
ar verði slakar.
Fyrir þá sem stunda erfiðisvinnu
er mikilvægt að hvflast vel þegar
færi gefst. Hvíldin verður best ef
hægt er að koma sér vel fyrir og að
líkaminn sé í sem bestri stöðu.
Þetta á við hvort heldur við erum
að tala um hvíldarstól eða nætur-
svefn í rúminu.
Líkamsrækt.
Ef vinnan reynir einhliða á lík-
amann, t.d. við langvarandi kyrr-
stöðu eða sitjandi stöðu, er mikil-
vægt að stunda líkamsrækt. Reglu-
leg líkamsrækt, svo sem göngutúr-
ar, skokk eða sund, eykur úthald
og þrek sem skilar sér í betri líðan.
17. SEPTEMBER 1990
Freyr 625