Freyr - 01.09.1990, Side 21
Áberandi er þátttaka yngri nem-
endanna í ráðunautaþjónustunni.
Með aldrinum virðast þeir hins
vegar ákveðið hneigjast til búskap-
ar. Fjórir fimmtu hlutar þeirra
nemenda, sem gerðust bændur,
komu úr sveit; oftast piltar, sem
hafa tekið við jörðum foreldra
sinna eða sest að búi við hlið
þeirra. Tæpur helmingur þeirra
búfræðikandidata, sem eru bænd-
ur, hafa gegnt einhvers konar sér-
fræðistörfum í grein sinni að meira
eða minna ieyti að námi loknu.
Þess má geta að allar stúlkurnar,
sem útskrifuðust úr deildinni á
tímabilinu, starfa nú að landbún-
aði með einum eða öðrum hætti.
Meiri hluti þeirra - tæplega tveir
þriðj u hlutar - eru við sérfræðistörf
í þágu hans (ráðgjöf, kennslu,
sérnám). Að loknu námi við Bú-
vísindadeild eiga stúlkur því starfs-
möguleika til jafns við pilta.
Hvarstarfa þeir?
Sé skipt á milli Reykjavíkursvæðis-
ins annars vegar og landsbyggðar-
innar hins vegar, kemur í ljós, að
84% brautskráðra nemenda Bú-
vísindadeildar síðustu 15 árin
starfa nú á landsbyggðinni, en 16%
í Reykjavík.
Með miklum rétti má því segja,
að Búvísindadeild sé háskóli fyrir
dreifbýlið. Þar hafa tækifæri til at-
vinnu beðið og þar hafa nemendur
frá deildinni kosið að setjast að.
Þekkingin hefur dreifst um byggð-
irnar, en ekki safnast saman í
stofnunum á takmörkuðum skika
landsins, líkt og gerst hefur um
flest annað innlent háskólanám.
Að lokum
Hér hefur lítillega verið sagt frá
Einkunnir sæðingarhrúta.
Frh. ú bls. 637.
notkun og virðist ætla að reynast
afburðahrútur bæði hvað varðar
afurðasemi, ullarlit og vaxtarlag.
Þeir hrútar, sem mikið hafa ver-
ið notaðir á síðari árum og mestum
vonbrigðum valdið sem ærfeður,
eru Bakki 78-977, Fantur 79-848,
Glúmur 80-824 og Þribbi 80-849.
Auðvitað má gagnrýna val hrút-
anna að þessu leyti, en eins og áður
hefur verið bent á, er það oft erfið-
leikum háð að finna hrúta á sæmi-
legum aldri, sem hlotið hafa mark-
hópum nemenda, sem útskrifuðust
frá Búvísindadeildinni á Hvann-
eyri 1975-1989. Ef reyna ætti á
grundvelli talnanna einna að lýsa
hinum dæmigerða nemanda frá
deildinni í fáum orðum, yrði lýs-
ingin eitthvað á þessa leið: Piltur
eða stúika með stúdentspróf og
rætur í sveit, sem að loknu bú-
fræðiprófi með góðri einkunn frá
Hvanneyri les sig áfallalaust í
gegnum búvísindanámið og sest
síðan að á landsbyggðinni við sér-
hæfðan búrekstur og sérfræðistörf
í þágu landbúnaðarins.
tækan dóm fyrir dætur. Sé þetta
haft í huga, verður ekki annað sagt
af sanngirni, heldur en að sæmi-
Iega hafa til tekist um hrútavalið í
langflestum tilfellum.
Þeir hrútar, sem notaðir voru til
sæðinga, sl. vetur eru allir auð-
kenndir með feitu letri í töflunni.
Allir þeir, sem á annað borð hafa
fengið dætradóm, í gegnum sæð-
ingar eða í heimafélögum, hafa
jákvæða einkunn, utan einn, sem
nú stendur í 98. Ekkert bendir því
til annars en þessir hrútar eigi allir
að reynast sæmilegir eða góðir ær-
feður.
Heimsþing bænda.
Frh. afbls. 615.
varabirgðir til að mæta óumflýjanlegum upp-
skerubresti eins og til dæmis þeim sem varð í
N-Ameríku 1988.
A sama hátt tengdust umræður um GATT
samninga mjögáhyggjum manna varðandi um-
hverfismálin. Menn sjá ekki hvernig fer fyrir
góðum áformum um að koma almennt á
strangari kröfum um að landbúnaður sé hvar-
vetna stundaður í sátt við náttúrunna, komið
verði í veg fyrir rányrkjubúskap og sórfelld
umhverfisspjöll og tryggt að landbúnaðarvör-
ur verði á allan hátt sem heilnæmastar, ef
taumlaus samkeppni á milli bænda innan ríkja
og á milli þjóða á að ráða þróuninni.
Það kom beinlínis fram í máli aðstoðarfram-
kvæmdastjóra GATT á þinginu að viðræður
innan GATT tækju alls ekkert mið af umhverf-
17, SEPTEMBER 1990
ismálum í tengslum við landbúnað, þau yrðu
að ræða á öðrum bæ. Þetta var harðlega
gagnrýnt.
Mjög svipaðra sjónarmiða gætti í umræðum
um neytendamál, þ.e. um samskipti neytenda
og búvöruframleiðenda. Margir óttuðust að
taumlaus samkeppni mundi bera fyrir borð
sjónarmið vöruvöndunar, hollustu og þess að
unnt yrði að hafa á allan hátt strangt eftirlit
með framleiðsluháttum. Slíkt bitnaði síðan á
neytendum.
Ekki verður hér vikið nánar að því megin
máli þingsins sem voru verslunarmálin og
GATT-viðræðurnar enda fyrirhugað að síðar
verði nánar sagt frá þessu merka þingi hér í
blaðinu.
J.J.
Freyr 629