Freyr - 01.09.1990, Síða 24
Kjördæmi
Vothey sem hundraðshluti af heildargróffóðri eftir kjördœmum.
3. tafla. Skipting bæja, þar sem verkað er í vothey, eftir aðferðum,
á árabilinu 1981-1989.
Fjöldi bæja með % af votheysbæjum með
rúllur turn/grvfju rúllur turn/gryfju
1981 .......................... 0 1263 0 100
1982 .......................... 0 1241 0 100
1983 .......................... 16 1325 I 99
1984 ......................... 59 1335 4 98
1985 ........................ 191 1178 15 91
1986 ........................ 295 1020 24 84
1987 ........................ 392 971 32 80
1988 ........................ 608 872 48 68
1989 ....................... 1198 835 69 48
bæja skýrir að stórum hluta þá
rniklu aukningu sem varð á vot-
heysmagni sbr. 1. töflu, en einnig
kemur til að menn verka stærri
hluta heyja sinna í vothey en áður.
3. tafla og 2. mynd skýra nánar
þá miklu aukningu sem orðið hefur
í votverkun rúllubagga og fram
kemur í töflu 1. Bæjum þar sem
votverkað er í rúllur hefur fjölgað
jafnt og þétt frá árinu 1983 að
rúllubaggaheyskapur hefst hér á
landi. Sumarið 1989 er votverkað í
rúllur á 1198 bæjum sem er 69%
þeirra bæja þar sem verkað er í
vothey og um þriðjungur allra bæja
í landinu með gróffóður, sbr 2.
töflu. Það vekur einnig athygli hve
þeim bæjum hefur farið fækkandi,
sem verka vothey í gryfjum eða
turnum. Þetta gerist á sama tíma
og stórfj ölgun verður á bæj um með
votheysverkun, þannig að ljóst er
að allmargir votheysbændur hafa
fært sig alveg yfir í rúlluverkun. Á
síðasta ári er hluti votheysbæja,
þar sem verkað var í turn eða
gryfju, kominn niður í 48%, en
árið 1982 var verkað í turn eða
gryfju á öllum bæjum sem voru
með votheysverkun.
Heyöflun eftir landshlutum.
í 4. töflu er heyöflun sumarið 1989
sýnd eftir kjördæmum. Heyöflun í
Reykjavík er þó talin með Reykja-
nesi. Tölur um votheysmagn sýna
heildarmagn og rúllurnar því með-
4. tafla. Heyöflun eftir heyverkunaraðferum og eftir kjördæmum sumarið 1989
Rúmmctrar Vothey Rúllur, % af
þurrhey vothey rúllur % al' yróff. vothey grúff.
Reykjanes*............................... 46.529 8.263 4.757 26,2 (6,6) 57.6 15,1
Vesturland.............................. 399.422 81.289 47.578 28,9(13,2) 58.5 16,9
Vestfiröir............................... 66.341 61.778 19.047 65,1(53,6) 30.8 20.1
Norðurl.-V.............................. 457.579 83.318 49.269 26,7(10.5) 59,1 15.8
Norðurl.-E.............................. 570.754 69.578 55.149 19,6 (5,2) 79.3 15.5
Austurland.............................. 238.959 48.634 40.764 28.9 (6.0) 83.8 24,2
Suðurland .............................. 957.153 132.461 78.633 21,7 (7.4) 59.4 12.9
Landið................................ 2.736.737 485.321 295.197 26,2 (10,7) 60.8 15.9
* Reykjavtk er hér tekin með Reykjaneskjördæmi.
( ) Tölur í sviga eru fyrir árið 1982.
632 Freyr___________________________________________________________ ______________________________________17, SEPTEMBER 1990