Freyr - 01.09.1990, Blaðsíða 33
A fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins 23. ágúst gerðist m.a. þetta:
Útrunnir leigusamningará
bumarki.
Kynnt var bréf frá landbúnaðar-
ráðuneytinu varðandi útrunna bú-
markssamninga sem Framleiðslu-
ráð gerði við bændur árið 1986. í
bréfinu kemur fram eftirfarandi:
„Fallist er á þá reiknireglu að
bændum með þessa samningi verði
reiknaður fullvirðisréttur sam-
kvæmt þeim reglum sem gilt hafa
um ákvörðun fullvirðisréttar, þó
þannig að sauðfjárbændum sem
voru fjárlausir á viðmiðunarárun-
um vegna riðuniðurskurðar verði
reiknaður fullvirðisréttur miðað
við landshlutfall fullvirðisréttar að
búmarki. Jafnframt tekur ráðu-
neytið fram að ekki skal reikna
fullvirðisrétt á eyðijarðir, aðeins
lögbýli í ábúð, nema ef sameining
hefur farið fram á tímabilinu.“
Reiknað er með að skerða þurfi
fullvirðisrétt annarra framleið-
enda til að mæta þessum fullvirðis-
rétti sem er um 130 þús. 1 af mjólk
og 35-40 tn. af kindakjöti.
Birgðir búsafurða í lok júlí sl.
Sjá meðfylgjandi töflu um fram-
leiðslu og sölu mjólkur og kjöts.
Birgðir mjólkurvara í lok júlí sl.
umreiknaður í mjólk, voru 17.350
þús. Iítrar sem er 2.199 þús. lítrum
meira en einum mánuði áður og
2.395 þús. lítrum meira en á sama
tíma árið áður.
Birgðir kindakjöts í lok júlí sl.
voru 2.657 tonn sem er 544 tonnum
eða 17% minna en á sama tíma
árið áður. Sala kindakjöts innan-
lands á verðlagsárinu, sept.-júlí,
er um 6.950 tonn, sem er tæplega
582 tonnum eða 7,7% minna en á
sama tíma verðlagsárið á undan.
Birgðir nautgripakjöts í lok júlí
sl. voru um 136 tonn sem er um 45
tonnum eða 50,2% meira en á
sama tíma árið áður.
Birgðir svínakjöts í lok júlí sl.
voru 35,7 tonn sem er31,5 tonnum
eða 46,9% minna en á sama tíma
árið áður.
Birgðir hrossakjöts í lok júlí sl.
voru 148,7 tonn sem er 44,7 tonn-
um eða 42,9% meira en á sama
tíma árið áður.
Birgðir alifuglakjöts í lok júlí sl.
voru 127,8 tonn sem er 55,3 tonn-
um eða 76,3% meira en á sama
tíma árið áður.
JÚLÍ 1990 Framleiðsla landbúnaðarafurða Kg./ltr. Kg./ltr. Kg/ltr. Síðasti Síðustu Síðustu mánuður 3 mánuðir 12 mánuði Breyting miöað viS fyrra ár Síðasti Síðustu Síðustu mánuður 3 mánuðir 12 mánuðir
Kindakjöt Nautakjöt 220.933 0 730.265 9.908.968 2.940.731 7,21% 9,21% -6.02% 0.46%
Hrossakjöt 14.975 22.989 784.290 56,71% 28.46% 51.52%
Svínakjöt 237.252 656.844 2.694.323 2,00% -7,78% 3,03%
Alifuglakjöt 120.365 367.236 1.380.867 9,09% -3,11% 13,14%
Samtals kjöt 593.525 1.777.334 17.709.179 6,26% -7,12% -0,64%
Innvegin mjólk 10.864.683 32.396.447 103.320.594 11.97% 8,88% 2,29%
Kindakjöt Innanlandssala landbúnaðarafurða 797.192 2.136.068 8.056.989 -12,91% -8,12% -2.14%
Nautakjöt 242.441 768.306 2.882.900 -2,24% 0.96% -5,85%
Hrossakjöt 39.748 140.057 638.010 41,19% 8,77% 10,38%
Svínkjöt 229.489 657.557 2.722.896 7,18% -5.42% 5,20%
Alifuglakjöt 120.263 373.155 1.331.235 16,05% 9.90% 4,95%
Samtalskjöt 1.429.133 4.075.143 15.632.030 -5,31% -4,10% -0,62%
Umreiknmjólk 8.663.778 25.192.434 100.375.411 -6,90% -1.59% -1.63%
17. SEPTEMBER 1990 FREYR 641