Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1990, Side 35

Freyr - 01.09.1990, Side 35
Kristín Halldórsdóttir var ráöin sérfræðingur við búfjárdeild Rala frá 1. júní sl. Verkefni hennarfyrst um sinn verða einkum við fiskeld- isrannsóknir. Kristín er Reykvíkingur. Hún er fædd árið 1960, lauk stúdentsprófi frá MR árið 1980 og búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1982. Hún stundaði síðan nám við Universitát Hohenheim i Stuttgart og lauk þaðan Dipl.Ing. Agrar- prófi í búfjárrækt vorið 1990. Lokaverkefni hennar fjallar um rannsóknir á frjósemi sauðfjár. Unnusti hennar er Frans Ferdinand Schmitt, en hann er við doktorsnám í markaðsfræðum í landbúnaði við sama skóla og Kristín stundaði nám. Jóhannes Sigvaldason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ræktun- arfélags Norðurlands frá 1. sept- ember 1990. Hann var áður til- raunastjóri við Tilraunastöðina á Möðruvöllum. Gunnar Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins Véla- og þjónustu hf. frá 1. júlí sl. Hann var um árabil fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla hf og forstöðumaður bú- og vinnuvéla- sölu hjá Sambandinu. Björn Gunnlaugsson tók við starfi fagdeildarstjóra á ylræktar- braut við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum frá 1. ágúst sl. Björn er frá Grjótnesi í Prest- hólahreppi. Hann lauk B.S. prófi í líffræði frá HÍ árið 1979 og stund- aði eftir það kennslustörf í nokkur ár. Árið 1987 hóf hann nám í garð- yrkju við Búnaðarháskólann á Ási í Noregi og lauk kandidatsprófi í þeirri grein með ylrækt sem aðal- námsgrein vorið 1990. Kona hans er Eva Guðný Por- valdsdóttir sem einnig er líffræð- ingur og lauk líka kandidatsprófi í garðyrkju frá sama skóla á sl. vori með ræktun garðplantna sem aðal- grein. Árni Bragason hefur verið ráð- inn forstöðumaður Rannsókna- stöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Árni lauk doktorsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn með jurtaerfða- fræði sem aðalgrein árið 1986. Ár- in 1976-1978 og 1983-1985 starfaði hann við Rannsóknastofnun land- búnaðarins, síðara tímabilið sem sérfræðingur í jurtakynbótum og frærækt. Frá árinu 1986 hefur Árni starfað sem ráðunautur hjá fóður- og fræsöludeild Sambandsins og síðar Jötuns. Sigurjón Bláfeld Jónsson var ráðinn yfirdýrahirðir við Húsgarð- inn í Laugardal í Reykjavík frá 1. júní sl. Hann mun áfram gegna hluta- starfi sem ráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands í loðdýrarækt. 17, SEPTEMBER 1990 Freyr 643

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.