Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1990, Side 13

Freyr - 01.11.1990, Side 13
lautir og útsýniö fallegt yfir Eyja- fjörð og reyndar til allra átta. Þátttaka í félagsmálum? Þátttaka í félagslífi er allnokkur og kannski meiri en góðu hófi gegnir af einyrkja bónda að vera. Eg hef verið í sveitarstjórn Arnarnes- hrepps í um 25 ár og álíka lengi í sóknarnefnd Möðurvallaklaust- urskirkju og formaður þar hin síð- ari ár ásamt því að vera safnaðar- fulltrúi. Þá ntá nefna stjórn Kaup- félags Eyfirðinga og Fræðsluráð Norðurlands eystra svo einhvað sé nefnt. Með setu minni í stjórnum hinna ýmsu félaga hef ég kynnst mörgum ágætum mönnum sem gaman hefur verið að blanda geði við. Að lokum: Viltu segja lesendum ofurlítið frá föðurbróður þínum, Davíð Stefánssyni? Minningar mínar um frænda minn Davíð Stefánsson eru ákaflega ljúfar frá fyrstu tíð. Skáldið Davíð þekkti ég minna, það hafði hann að mestu fyrir sig. Maður vissi þó af því að þegar hann gekk um góif í þungum þönkum uppi íherberginu sínu var hann að yrkja. En hann var ekkert að ræða það við Pétur og Pál. Hann var hins vegar þessi góði vinur sem alltaf er sjálfsagður bæði á gleði og sorgar stundum. Hann fylgdist vel með öllu og kunni því vel að vera hafður með í ráðum. Honum hefði trúlega ekki litist vel á þá umræðu um íslenskan land- búnað sem er í dag og þá sem hana stunda. Bændur áttu samúð hans alla. Eitt sinn litum við inn hjá honum eins og jafnan þegar farið var í bæinn og þá höfðu hringt og boðað komu sína gestir frá Reykjavík. Það barst í tal að á ýmsu hefði gengið með heyskapinn hjá okkur undanfarið, brotnað minnst ein vél á dag. „Þetta gengur ekki, ég kem heim ineð ykkur“. „Nú. en hvað með gestina?" sögðum við. „Þeir geta bara átt sig" sagði Davíð og var fljótur í heimanbúnaði og / fallegum og vel hirtum skrúðgarði fyrir sunnan bœinn í Fagraskógi slendur stylta af skáldinu Davíð Stefánssyni, reist árið 1971 á vegum eyfirskra félagasamtaka, Ungmennasambands Eyjafjarðar, Kvenfélagasambands Eyjafjarðar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar. stansaði í viku og auðvitað gengu allir hlutir betur þegar hann var nálægt. Hann var bara þannig. Sagði Magnús í Fagraskógi. J.J.D. Dýrmæt gjöf Þegar Vigdís Finnbogadóttir for- seti Islands var í heimsókn í Finn- landi seint í október sl. gaf Mauno Koivisto forseti Finnlands henni 5 kg af lerkifræi sem ætti að duga til að rækta heilan skóg á íslandi. 21, NÓVEMBER 1990 Freyr 837

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.