Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 33

Freyr - 01.11.1990, Qupperneq 33
áður en not verða fyrir þau á með- alstóru íslensku búi. Nú er komin á markað aðferð frá Alfa Laval, B.E.S.T. test, sem er ennþá auðveldari í notkun en þær aðferðir sem ég hef séð notað- ar hingað til. Helstu kostir hennar eru þeir að aðeins þarf að blanda saman efnum á sérstaklega gerðri glerplötu og bíða í svolitla stund eftir niðurstöðu. Hvorki þarf að skola né taka tíma eins og í öðrum prófum. Aflesturinn er auðveldur, því að aðeins þarf að greina hvort mjólkin hefur yst eða ekki, saman- buröarsýni er óþarft. Hafi mjólkin yst er kýrin ekki með fangi. B.E.S.T. test krefst heldur meiri tækjabúnaðs í upphafi en önnur próf, því að mælingin er fram- kvæmd á hitaborði við 34-40uC. Hitaborðið er selt í handhægri tösku og því fylgir pípetta til að nota við blöndun á efnum og mjólk. f>að er því meiri stofnkostn- aður við þessa aðferð en aðrar aðferðir og efnin hafa takmarkað geymsluþol eins og í öðrum prófum. Hins vegar eru efnin drýgri vegna þess að þau rýrna ekki vegna samanburðarsýna. Lokaorð. Eg hef kynnt notkun á hormóna- prófum á námskeiðum fyrir bænd- ur í vetur og mín reynsla er að B.E.S.T. test er einfaldara og áreiðanlegra í meðförum en önnur slík próf sem ég hef kynnst. Hins vegar hef ég ekki gert neinn sam- anburð á áreiðanleika slíkra prófa, en almennt má gera ráð fyrir að sé prófið framkvæmt skv. leiðbein- ingum og það sýni að kýrin sé kálflaus er niðurstaðan mjög áreiðanleg. Sé niðurstaðan sú að í sýninu mælist fósturlífsvaki, getur kýrin verið með fangi eða beiðslið er ekki komið. Líklega er áreiðanlegasta niður- staðan úr fangprófi ef tekið er sýni 21 eða 22 dögum eftir sæðingu, en til að geta endursætt kúna þyrfti að taka sýni daglega frá 19. degi eftir sæðingu. KEÐjUR Smíöum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur ó lager. Sendum hvert d land sem er. GAP G.Á. Pétursson hf snjókeðjumarkaðurinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 21, NÓVEMBER 1990 Freyr 857

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.