Freyr - 01.11.1990, Side 7
Kartöflurækt á yfirstandandi ári
Enn á ný hefur kartöflurækt orðið fyrir áfalli
hér á landi. Að þessu sinni er það sjúkdómur-
inn kartöflumygla sem skaðanum veldur. Þessi
sjúkdómur er þekkur hér á landi en hefur ekki
gert vart við sig í 37 ár eða síðan sumarið 1953.
Eins og menn muna voraði vel á sl. vori eftir
harðan og snjóþungan vetur. Einkumfór vorið
vel af stað sunnan- og suðvestanlands en
kuldakast gerði á Norðurlandi snemma í júní.
Um 10 júlí breytti til um veður og hlýnaði þá
norðanlands með miklu sólfari, en syðra var
dumbungur með hlýindum. Uppskeruhorfur
fyrir kartöflur voru því góðar um allt land og
hófst sumarsala úr görðum sunnanlands í lok
júlí sem er með fyrsta móti, en gerist í meðalár-
ferði um miðjan ágúst.
Hin öra spretta hélt áfram allan ágúst og
hófust uppskerustörf í Þykkvabæ og í lágsveit-
um Arnessýslu um mánaðamótin ágúst/sept-
ember. Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdóma-
fræðingur á Rala hafði bent á að veður eins og
ríkti í ágúst, rakt og hlýtt, gæti gefið vaxtarskil-
yrði fyrir kartöflumyglu. Hins vegar var svo
langt um liðið frá því myglan hafði síðast
valdið usla að menn gáfu því ekki mikinn gaum
hvort hún væri í uppsiglingu.
Snemma í september ræktaði Sigurgeir
Ólafsson hins vegar kartöflumyglu úr sýnum af
kartöflugrasi úr Þykkvabæ og um sama leyti
kom sjúkdómurinn þar í ljós í nýuppteknum
kartöflum. í framhaldi af því var stöðvuð
upptaka frá og með 10. september en þá var
búið að taka upp 2000-2500 tonn í sveitinni
sem er um þriðjungur til fjórðungur af áætlaðri
uppskeru þar á þessu ári.
I framhaldi af því var ákveðið að úða garð-
ana með efni sem drepur kartöflugrösin,
Reglone, og var send flugvél til Danmerkur til
að sækja það. Efninu þarf að úða í sæmilega
þurru veðri og eftir það þurfa að líða 8 dagar
uns upptaka getur hafist. Auk þess þola
myglugróin ekki frost en dagana 17.-19. sept-
ember gerði harðar frostnætur. Þar með var
nokkuð tryggt að gróin hafi drepist.
Vonast er til að þær kartöflur sem teknar
voru upp eftir að uppskera hófst að nýju séu
ekki í miklum mæli smiðaðar af myglu. Hins
vegar má gera ráð fyrir að í þeim sé eitthvað af
frostskemmdum, auk þess sem stöngulsýki
þreifst vel við það veðurfar sem ríkti á liðnu
sumri við suðurströndina.
Samkvæmt því sem best er vitað takmarkast
útbreiðsla kartöflumyglunnar við lágsveitir í
Árnes- og Rangárvallasýslum. Hún hefur ekki
verið staðfest í Hrunamannahreppi, Austur-
Skaftafellssýslu, Eyjafirði né á Suðvesturlandi
vestan Hellisheiðar, en á þessum svæðum öll-
um er veruleg kartöflurækt. Reyndar er talið
að engin skilyrði séu fyrir kartöflumyglu norð-
anlands, þar sem þar fer ekki saman hlýtt
veður og hátt rakastig.
Hvergi á landinu er kartöflurækt jafn mikil-
væg fyrir afkomu bænda og í Þykkvabæ en þar
varð skaðinn einnig mestur að þessu sinni. Þó
var hann afar mismikill og tilfinnanlegastur hjá
þeim bændum sem höfðu tekið mest upp áður
en hlé var gert á upptöku, hinn 10. september.
Staða kartöflubænda hér á landi hefur verið
afar erfið undanfarin ár eða frá því núgildandi
búvörulög tóku gildi árið 1985 og Grænmetis-
verslun landbúnaðarins var lögð niður. Meðan
það fyrirtæki var starfandi var skipulag sölunn-
ar á einni hendi en eftir það varð salan skipu-
lagslaus og frjáls. Það hefur sýnt sig að kart-
öfluframleiðendur hafa ekki kunnað með það
frelsi að fara og útkoman orðið að hver treður
niður skóinn af öðrum með undirboðum.
Neytendur hafa þó ekki notið góðs af, því að
milliliðakostnaður hefur aukist stórlega frá því
skipulag sölunnar var á einni hendi. (Sjá grein
Agnars Guðnasonar: „Markaðsmálin og kart-
öflubændur“ íFrey, 7. tbl. 1989).
Afleiðing þess samstöðuleysis sem ríkt hefur
meðal kartöfluframleiðenda síðustu ár er að
fjárhagsstaða þeirra hefur hrunið, einkum hjá
þeim sem stunda þessa búgrein einvörðungu.
Síðustu tvö ár hefur hagur kartöflubænda
Frh. á bls. 848.
21, NÓVEMBER 1990
Freyr 831