Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1990, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.1990, Blaðsíða 20
Pess má vœnla að þessi sjón, skógur í uppvexti, verði algeng sjón á Fljótsdals- héraði á nœstu árum. Myndin er tekin í Geitagerði í Fljótsdal árið 1980. (Ljósm. Jónas Jónsson). bæði að grisjun eldri skóga og að girðingavinnu og í vor var plantað lerki í 50-60 ha lands á 20 jörðunt. Önnuðust ábúendur þá útplöntun. Til að sjá verkefninu fyrir trjá- plöntum hafa verkefnisstjórn og framkvæmdastjóri gengist fyrir stofnun almenningshlutafélags, (Barra hf.), sem tekur að sér það verkefni að reisa gróðurhús fyrir trjáplöntuuppeldi og frantleiða plöntur, sem henta verkefninu. Petta félag hefur nú veriö stofn- að og safnast hefur 22-23 millj. kr. hlutafé sem nægir til að félagið veldur verkefninu. Hlutafjársöfn- un stendur þó enn yfir. Bændur og félög þeirra, auk einstaklinga sem áhuga hafa á verkefninu, hafa lagt fram fullan fjórðung þeirrar upp- hæðar. Pegar liggur fyrir tilboð um efni og vinnu til að byggja 2000 fer- metra gróðurhúsi með fullkomn- asta tækjabúnaði. Þar á að vera hægt að framleiða allt að einni milljón plantna á ári. Hús þetta og aðstaða öll mun kosta nær 30 millj. kr. í stofnkostnað. Skipulag og umfang Héraðsskógaáætlunar. Skógræktarverkefnið, sem hlotið hefur nafnið Héraðsskógar, nær til 6 hreppa á Upp- og Mið-Héraði. Nær 80 bændur hafa lýst áhuga á að taka þátt í því. Á þessu svæði liggur fyrir reynsla á ræktun lerkis síðast- liðin 50 ár og engin alvarleg áföll hafa orðið á þeim tíma. Þótt allmikið hafi verið fjallað um þessa skógræktaráætlun í fjöl- miðlum vil ég benda hér á helstu ákvæði lagafrumvarpsins, sem eru nýmæli, og ég leyfi mér að vona að valda algerri hugarfarsbreytingu gagnvart nytjaskógrækt hér á landi. Þau eru: 1. Til skógræktar er stofnað af ábúendum og/eða eigendum jarða og þeir eru eigendur og ábyrgðarmenn fyrir varðveislu skógarins. hver á sinni jörð. Þeir sent þátt vilja taka í verk- efninu leggja fram umsamda stærð lands, sent viðurkennt er af fagmanni að henti til skóg- ræktar. Plöntun í þetta land á að dreifa á næstu 40 ár. Þannig er strax í upphafi gert ráð fyrir að skógrækt verði varanleg bú- greina á jörðinni um langa framtíð, sem skili árlega upp- skeru þegar tímar líða fram. 2. Bændafólkið, sem leggur fram land getur séð sjálft um alla þá vinnu við skógræktina, sem það hefur möguleika á að leysa af hendi, svo sem plöntun og und- irbúning lands í sambandi við hana. Það fær vinnuna greidda og aflar sér með því tekna. Öll aðföng eru greidd af Verkefninu. Þetta fram- lag Verkefnisins má þó frekar kalla Trjástokkar dregnir á vírum í Hallormsstaðaskógi. 844 Freyr 21. NÓVEMBER 1990

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.