Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 13
við hafa. Það var föst venja Búnaðar- bankans að bjóða Búnaðarþingi til kvöldverðar um þingtímann. Þetta voru oft hin skemmtilegustu samkvæmi og varð að venju að þar var farið með sitthvað til skemmtunar og gerðu það ýmist banka- ráðsmenn, sem oft virtust valdir með hliðsjón af hagmælsku eða sönglagni, eða búnaðarþingsfulltrúar, sem eitthvað gátu lagt af mörkum til skemmtunar. Eitt sinn reis Gísli úr sæti sínu við slíkt tækifæri og flutti kvæði, blaðalaust. Það var nokkrar vísur um daglegt amstur eins og það blasti þá við á Búnaðarþingi, bráðvel kveðið og smellið og við félagar hans þóttumst skynja af efni þess, að hann hefði gert það þá síðdegis, ef ekki bara yfir borðum. Best gæti ég trúað að það hefði aldrei verið skrifað. Ég lærði einungis síðustu vísuna. Hún er svona: Og andinn lyftir sér efst í hæðir við óhóf og menningarneyslu. Bóndinn tapar, - en bankinn græðir og Búnaðarþing situr veislu. Gísli var frábær samstarfsmaður, um- burðarlyndur og hjálpsamur við óvan- inginn og lærdómsríkt að kynnast verklagi hans og valdi á tungumálinu í svona störfum. Hann tók sjaldan til máls á fundum, og ég veit ekki nema ég hafi lært það af honum að bíða með að taka þátt í umræðum til að sjá hvort ekki kæmi einhver annar því á framfæri, sem maður vildi segja. En þegar Gísli talaði, þá var það með svo einföldu en meitluðu orðfæri að aldrei þurfti að taka upp orð og engu við að bæta, eins og bókmál, en þó lifandi ræða. Sama mátti segja um annan mann, sem þá var á Búnaðarþingi, Þorstein Sigfússon á Sandbrekku, en ég var skemur með honum og kynntist honum ekki mikið. Jón Gíslason í Norðurhjáleigu var einn af hinum svipmestu í hópnum að vallarsýn og yfirbragði, en þó er mér hann minnis- stæðastur sem frásagnarmeistari. Ég held að sú frásögn, sem mér er einna ógleym- anlegust af þeim sem ég hef heyrt, sé þegar Jón sagði mér eitt kvöldið frá því þegar hann reið ásamt félögum sínum undan Kötlugosshlaupinu 1918. Þeir voru að koma úr leitum með fjárhóp á sandinum og urðu að hleypa eins og hestarnir komust undan flóðbylgjunni. Maður lifði upp með honum lífsháskann og ösku- myrkvann, frásögnin var svo lifandi. Ég man líka eftir að hann sagði mér frá ádráttarveiði í Kúðafljóti, með áþekkri innlifun. Sveinn á Egilsstöðum var mjög skemmtilegur að kynnast. Hann var talsvert áberandi á fundunum og flutti stundum þrumandi skammaræður og hjó á báðar hendur og sýndist reiður, en settist svo og brosti sínu fallega sólskinsbrosi og allt var búið. Mér var hann afskaplega hlýr og auðvitað naut ég föður míns bæði hjá honum og öðrum fomum félögum hans þarna. En Svein er varla hægt nefna nema minnast Sigríðar Fanneyjar konu hans um leið, en hún var ein þeirra fáu kvenna sem þá fylgdu mönnum sínum og dvöldu með þeim syðra um þingtímann. Ég spjallaði oft við hana, mér til gagns og skemmtunar. Hún var yfirburðakona sem ekki gleymist. Einn hinn skörulegasti allra þessara manna var svo Einar í Lækjarhvammi, afskaplega heilsteyptur maður og ein- arður. Manni datt oft í hug það sem haft er eftir einum fommanni um annan: „Þann veg værir þú undir brún að líta, sem þú mundir eigi ragur“. Einar var líka gæddur ansi góðu skopskyni og fljótur til svars ef vel lá við. Einhvern tíma bar svo við í ræðu að einhver talaði um „þingmenn" og átti við búnaðarþingsmenn. Annar fann að því og taldi það nafn bera alþingis- mönnum einum, hitt væru fulltrúar. Einar greip fram í og sagði snöggur upp á lagið: „Mér er alveg sama þó ég sé kallaður maður“. En Einari kynntist ég nú meira seinna, þegar ég var í Framleiðsluráði, þar sem hann vann þá. Ingimundur frændi minn á Hæli var auðvitað einn af þeim fáu sem ég þekkti fyrir þegar þama kom. Hann var frábær gáfumaður og fylginn sér í félagsmálum, en fræðimennska átti þó hug hans öðru fremur og tómstundir sínar notaði hann mikið til slíkra iðkana, ættvísi og byggðar- sögu og lét þar eftir sig mikið verk og vandað. Hann tók mikinn þátt í umræðum og var oft dálítið óþolinmóður við hvers konar fúsk í málatilbúnaði, hvort heldur var í máli eða hugsun, enda gat hann trútt um talað. Hann var mun yngri en flestir þeir sem ég hef áður nefnt. Sama var að segja um Gunnar Guð- bjartsson. Honum hafði ég líka kynnst áður, fyrst er hann kom hér að finna pabba, en síðar í bændaför til Skotlands. Þá var hann nýorðinn formaður Stéttarsam- bandsins og hafði brennandi áhuga á að kynnast búháttum og kjörum bænda þar í landi. Það atvikaðist svo að ég varð túlkur hans við Skota og kynntist honum betur fyrir vikið og skildi hvemig skapgerð hans bauð honum að taka á verkefni sínu í þessu trúnaðarstarfi. Gunnar var, eins og þú Sveinn Jónsson var mjög skemmtilegur í við- kynningu. Um Einar í Lœkjarhvammi gilti lýsingin að: „þann veg vœrir þú undir brún að líta, sem þú mundir eigi ragur“. Jón Gíslason í Norður- hjáleigu var einstakur frásagnarmeistari. 6. '96 - FREYR 229

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.