Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 15
veikinni, svo að tjón yrði lítilvægt. Þá þurfti að kanna mismunandi viðnámsþrótt einstakra ættstofna og það varð að gera þar sem menn þekktu féð og höfðu bókhald um það. Hér á bæ var mjög athyglisvert dæmi um slfkt ættgengi. Pabbi hafði átt fjóra hrúta frá Asgeiri í Gottorp og voru til margar ær undan tveimur þeirra, einar 50- 60 undan öðrum. Þær voru allar famar nema tvær þegar kom að jólum 1936. Hins vegar keypti hann hrút af Benedikt á Aðalbóli úr rekstri 1932. Þeir ráku suður, Miðfirðingar, fóru fyrir Ok og fengu hjálp yfir Bamafossbrúna, ókunnugt fé gekk oft svo illa á hana. Þeir komu heim í kaffi, man ég var, en pabbi greip tvo lambhrúta úr hópnum og keypti. Þegar mæðiveikin kom 1936 voru til 18 ær og tvær veturgamlar undan Aðalbólshrútnum. Um jólin lifðu 18 af þeim. Það var ekki eins áberandi munur milli hrúta á mótstöðunni gegn þurramæðinni, en þó veralegur. En þetta hélt ég skýrslu um og lagði fram þegar Halldór kom á veturna. Svo fór Halldór að koma á hrúta- sýningamar og spjallaði við menn í gamni og alvöru. Sagði sögur og lífgaði upp í kringum sig og vakti áhuga á fjárræktinni og menn fengu nýja von um framtíð í búgreininni, þrátt fyrir fjárpestir og örðug- leika. Mörgum þótti miklu meira gaman að kindum en áður eftir að hann snerti þá með töfrasprota síns eigin áhuga. Menn tóku líka fljótt eftir hvað Halldór var fjárglöggur. Þessi saga var til marks um það: Hann kom í húsin á bæ í Reykholtsdal í eftirlitsferð eins og ég sagði frá áðan. Lítur yfir féð og segir: „Hvaða kind er þetta? Hún var ekki hér í húsunum í fyrra“. Kindin var gripin og kom í ljós að hún var framan úr Krók og hafði misdregist um haustið, því að námerkt var og barið eyra þar sem munaði á marki. Ég held hann hafi þekkt fjöldann allan af hrútum, sem komið höfðu á sýningar hjá honum. Halldór var því búinn að vera hér heimilisvinur frá unglingsárum mínum. Sú vinátta minnkaði ekki þegar hann giftist og Sigríður Klemenzdóttir fór að koma með honum. Hún er enn í dag í hópi okkar tryggustu vina. Það var gaman að vera í ferðum með Halldóri. Ég hugsa að við munum sumir lengi eftir að hafa verið í samfylgd hans í fjárkaupaferð til Vestfjarða við fjárskiptin 1951. Eitt sinn átti ég því láni að fagna að fara með þeim hjónum og Stefáni Scheving í Stafnsrétt. Þetta var í blíðu- veðri. Við gistum á Blönduósi og fórum að morgni fram eftir, fyrst að Köldukinn og heimsóttum Kristófer, og síðan fram í Blöndudal. Af því veðrið var svo gott var farið upp með Gilsá og upp fyrir fjall- girðingu. Ég gleymi ekki hvað gaman var að vera þama með Halldóri. Þama þekkti hann hverja þúfu og sögu hennar og naut þess í botn að deila því með öðmm. Mikið lifandis skelfing var þetta skemmtileg ferð. Nokkru síðar fómm við hjón svo í skemmtilegum hópi yfir Kjöl sunnan frá, með Halldór sem sjálfkjörinn leiðsögu- mann, og það var sama sagan, hann lifði upp ótal liðna daga við að fara norður Auðkúluheiði, gömlu gangnaleiðina og landið lifnaði við frásögn hans. Þannig gæti ég lengi rakið minningar um þennan óvenjulega mann, og hvernig hann brá birtu yfir samfylgdina með þessu leiftrandi fjöri og gáfum, sem aldrei eltust. Hefur þú trú á aö sauðfjárrœktin fari að rétta úr kútnum? Ég á afar erfitt með að gera mér grein fyrir því hvort líkur eru á því að neyslubreytingar gagnvart kindakjötinu séu komnar í botn. Ég geri mér heldur ekki grein fyrir áhrifum GATT-samninganna, en mér virðist þó að þar geti íslensk stjórnvöld ráðið miklu um. Ég veit heldur ekki hvernig nýi búvörusamningurinn mun verka fyrir sauðfjárræktina. Mér sýnist ákveðið í honum bæði að hætta við kvótann og opinbera verðlagningu. Það að hætta við kvótann virðist mér bjóða upp á verulegar tilfærslur í framleiðslu milli framleiðenda og leiða til framleiðslu- aukningar. Úr Stafnsrétt, f. v. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum, Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, Sigríður Klemensdóttir, kona hans, og Stefán Sch. Thorsteinsson, búfjárfrœðingur. (Ljósm. Ragnheiður Kristófersdóttir). Þannig gœti ég lengi rakið minningar um þennan óvenju- lega mann, og hvernig hann brá birtu yfir samfylgdina með þessu leiftrandi fjöri og gáfum, sem aldrei eltust. 6. '96 - FREYR 231

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.