Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 37

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 37
og við höldum nú sæmilega í til jafns við keppinautana. Kaupmáttarþró- un var launamönnum mjög hagfelld á síðasta ári og svo verður einnig í ár. Okkur sýnist að kaupmáttur ráð- stöfunartekna hafi aukist að meðal- tali um nálega 4% hvort ár og það er a.m.k. með því mesta sem gerist í öðrum Evrópulöndum og raunar nær tvöfalt á við meðaltal Evrópu- þjóðanna. Lykillinn að þessu er vax- andi framleiðni íslenskra fyrirtækja, sem um sumt hefur komið á óvart birtist í því, að verðbólga er ennþá minni en hefðbundnar forsendur fyrir spám um áhrif launahækkana gáfu til kynna. Fyrirtækin hafa einfaldlega getað tekið á sig launa- hækkanir án þess að velta þeim út í verðlagið. Samhengi stöðugleika, með tiltölulega hóflegum launa- breytingum, og mikilli samkeppni hefur skilað þessum árangri. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og þar getur enginn hluti atvinnurekstrarins staðið hjá og komið sér undan kröfum um Innlend búvöruframleiðsla er í miklu mæli undanskilin aga samkeppni. aukna verðmætasköpun með minni tilkostnaði. Lykillinn að áframhald- andi bata og ásættanlegri kjaraþró- un er að verðbólgan haldist áfram minni hér en í viðskiptalöndunum. Vörur og þjónusta má ekki hækka umfram 2% á ári ef batinn á að vera varanlegur og viðvarandi. í markmiði um meðaltalshækkan- ir felst að sumt hækkar meira en meðaltalið en annað minna og þá komum við að landbúnaðarvörun- um í heild sinni. Sumum ykkar þykir að áhersla aðila vinnumarkað- arins á verðþróun búvara sé umfram mikilvægi þeirra í framfærslukostn- aði heimilanna. Það er mikill mis- skilningur. Áherslan á rót sína í því að innlend búvöruframleiðsla er í svo miklum mæli undanskilin aga samkeppni að annað hlýtur þar til að koma. Við lítum svo til að þar sem frjáls og óheft samkeppni fær að ákvarða verð á markaði sé sannan- lega virkasta verðlagsaðhaldið svo að ekki verði betur gert. Samkeppni ákvarðar ekki verð á mjólk. Landbúnaðarvörumar hins vegar lúta ekki þessu aðhaldi, heldur er verð á þeim ákveðið eftir útreikningi á kostnaði framleiðenda og vinnslu- stöðva. Þar er byggt á módel- reikningi og meðaltölum og skipu- lagið allt miðar að því að koma í veg fyrir samkeppni innlendra fram- leiðenda. Verðlagning búvara er sérstaklega undanskilin almennum ákvæðum samkeppnislaga. Aðildarsamtök vinnumarkaðarins áttu sem kunnugt er aðild að stefnu- mörkun í málefnum einstakra bú- greina á vettvangi svonefndrar Sjö- mannanefndar. Tillögur nefndarinn- ar um mjólkurframleiðslu fengu að mestu framgang í samningi Stéttar- sambandsins og ríkisvaldsins sem gildir til ágústsloka 1998. Þar var m.a. gengið út frá því að mjólk og mjólkurafurðir yrðu a.m.k. um sinn verðlagðar með miðstýrðum hætti. Fimm- og Sexmannanefndir héldu áfram að reikna út skv. gömlu móde- unum hvað væri “rétt verð” frá fram- leiðendum og á heildsölustigi. Fram- reikningur á kostnaði til samræmis verðlagi skyldi þó skertur sem svaraði því sem af sanngimi mætti ætlast til að unnt væri að auka fram- leiðni um. í framhaldi af þessum samningi voru að tillögu nefndarinn- ar gerðar töluverðar breytingar á rekstrarumhverfí mjólkurstöðva sem m.a. leiddi til þess að sjúkrasamlag mjólkuriðnaðarins, - hinn svonefndi Verðmiðlunarsjóður var lagður nið- ur. Þessi sjóður hafði það hlutverk að innheimta tiltekið gjald af allri seldri mjólk sem nýtt var til að greiða halla af rekstri þeirra afurðarstöðva sem náðu ekki endum saman með í framhaldi af Búvörusamningi 1992 var sjúkrasamlag mjólkuriðnaðarins, Verðmiðlunarsjóður, lagður niður. eðlilegum hætti. M.ö.o. var fyrir því séð að nánast var ógemingur að tapa á rekstri mjólkurbús, - hallinn var á sameiginlega ábyrgð þessa dular- fulla fyrirbrigðis, sem hét Verð- miðlunarsjóður. Með sama hætti var einnig afar erfítt að hagnast á rekstrinum, nema því sem byggðist upp með nýjum fjárfestingum, sem að hluta til voru fjármagnaðar úr sameiginlegum sjóðum iðnaðarins. Geta má nærri hversu hvetjandi þetta kerfí var til að bæta frammi- stöðu í rekstri, bættrar nýtingar fjár- festinga eða aðhalds að fjárfest- ingum. Þá var enginn hvati til að sameina bú og draga þannig úr kostnaði við framleiðslu. Þetta er nú breytt og ég fullyrði að starfsum- hverfi mjólkuriðnaðarins er miklu heilbrigðara en áður. Flann ætti af þeim orsökum að vera betur í stakk búinn að mæta utanaðkomandi sam- keppni. Á móti kemur að iðnaður- inn stendur þéttingsfast saman svo að samkeppni innan hans er mun minni en æskilegt er. Það gildir örugglega jafnt um framleiðslu- og úrvinnsluiðnað mjólkuriðnaðarins að þær einingar eru of litlar til að ná viðhlítandi hagkvæmni og staðsetning tekur ekki það tillit til kostnaðar sem eðlilegt væri. Færra fólk gæti annað úrvinnslu á þeim 100 milljónum lítra sem til falla og færri bændur gætu framleitt þetta magn. Það væri m.ö.o. unnt að auka framleiðnina mjög mikið og ná þannig niður framleiðslukostnaði. Hann er hér lykilatriði, því að til lengri tíma litið hlýtur verðlag á vörunni að endur- spegla raunverulegan kostnað. Erlend samkeppni Ég spái því að á næstu árum fái mjólkurframleiðslan meiri sam- keppni utan lands frá. Tollvemdin mun minnka og bætt geymslu- og flutningatækni auðveldar sölu landa í milli. Nýmjólk frá útlöndum er því vel hugsanleg ef verðið verður lægra. Mismunur á bragði verður innlendri framleiðslu einhver vöm en verðið mun þó ráða úrslitum. Bændur eiga því afkomumöguleika sína undir því að framleiðslu- kostnaður verði samkeppnisfær. Stórvirkasta tækið til að knýja fram hagræðingu er tvímælalaust aukin 6. '96- FREYR 253

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.