Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 30
Iðngarðar í Durham handa þeim sem vilja koma upp nýrrí atvinnustarfsemi. því sem hér hefur tíðkast, þ.e.a.s. reist var veglegt húsnæði þar sem hægt var að bjóða fyrirtækjum aðstöðu og einhverja aðstoð í tengslum við háskólann fyrstu árin. Þessi tilraun gekk ekki vel framan af, en eftir að ráðinn var sérstakur rekstrarstjóri að þessum iðngörðum, hefur hann í tengslum við há- skólann það markmið að fylla þetta húsnæði af atvinnustarfsemi, en tekin er leiga starx í upphafi. Leigan er hófleg og atvinnustarfsemin hefur öruggt húsnæði til fimm ára, en síðan þurfa þeir að fara út ef dæmið gengur upp hjá þeim eða þá að hætta að öðrum kosti. Þar á eftir kemur samvinna við háskólann um hugmyndir og verkefni og hægt er að leita eftir þeim styrkjum og stuðningi sem að í boði eru. Þetta hefur á margan hátt gefist vel og á sömu lóð standa síðan tilbúnir sökklar að nýjum byggingum, ef þeir sem koma nýjum atvinnurekstri á fót kjósa að byggja á þessum stað. Flestir sem þarna hafa stigið sín fyrstu skref í atvinnurekstri og tekist vel til, hafa síðar leitað í leiguhúsnæði í borgum eða bæjum. Þessi samvinna við Háskólann virtist gefa góða raun og þama var alltaf fullt. Því er ekki að leyna að alls staðar er gríðarlegt stuðn- ingskerfi við atvinnusköpunina og hægt að nálgast styrki og stuðning úr ýmsum áttum og ekki annað að sjá en að það sé talið sjálfsagt og eðlilegt þegar um nýsköpun og nýbreytni er að ræða. Þó kom þarna skýrt fram, eins og markmiðið er hér heima líka, að styrkirnir og stuðningurinn er ætlaður til að hefja rekstur en ekki til frambúðar. Frœðsla sem leið til sjálfsbjargar Eitt það sem Bretamir lögu mikla áherslu á var að fræðsla og hjálp til sjálfsbjargar væri raunhæfasta leiðin. Því kom alltaf að því sama, þ.e. hvað fræðslan væri nauðsynleg, ekki hvað síst vegna þess að það er frekar fólk með litla skólagöngu sem hefur misst atvinnuna. Fólk sem hefur lengri skólagöngu að baki virðist frekar eiga aðra kosti. Hitt kom líka fram að langskóla- gengið fólk sem lendir í atvinnu- leysi hefði í mörgum tilvikum minna frumkvæði og tæki síður áhættu. Fólk með stutta skólagöngu að baki, sem fær hvatningu og einhverja lágmarkstilsögn á sínu sviði, sýnir oft áræðni og frum- kvæði þegar út í eigin rekstur kemur. Stundum sýnir þetta fólk e.t.v. full mikið áræði og sumir töldu að áræðið væri vegna þess að fólkið skynjar ekki alla þá vankanta sem eiga eftir að koma í ljós, en þetta var talið á margan hátt kostur, því að oft þyrfti ótrúlegt (jafnvel óraunhæft) áræði til að hefja nýjan atvinnurekstur.Ymis dæmi voru tekin um fólk sem átti í einhverjum erfiðleikum með að tileinka sér hefðbundið nám, en reynist síðan frábærlega vel þegar það fór að spreyta sig á vinnu með höndunum ekki síður en huganum og að standa að eigin rekstri, þó að það hafi e.t.v. ekki skilið allar stærðfræðiformúlur í skóla. Ferðaþjónusta Þarna kom líka fram að þó að ferðaþjónusta sé tiltölulega lítil á þessu svæði, miðað við mörg önnur á Bretlandseyjum, þá er hún framtíðarverkefni í atvinnusköpun. Til þess að örva ferðaþjónustu sem atvinnugrein var talið nauðsynlegt að hefja bætur á umhverfinu í héraðinu. Það var á margan hátt hart leikið eftir stórfelldan kolanámu- rekstur í langan tíma og eins höfðu stóru skipasmíðastöðvarnar við ströndina leikið strandsvæðið, fjör- una og sjóinn, mjög hart og var talið að strandlengjan þarna væri sú mengaðasta í Evrópu. Uppgröftur úr kolanámunum myndaði hæðir hér og þar og úr þeim skóf sand- og kolaryk sem dreifðist yfir um- hverfið. Nú er langt komið með að jafna úr þessum uppgreftri, en honum er dreift yfir landið og heppilegur jarðvegur settur ofan á og þetta grætt upp annað hvort með grösum, trjágróðri eða jafnvel tekið til búskapar. Þannig hefur landið gjörbreytt um ásýnd, er nú með ávala hóla og hæðir, grænar eða kjarri vaxnar. Strandlengjan verður hreinsuð þannig að hana sé hægt að nýta til sjóbaða og skemmtunar. Því má með sanni segja að umhverfis- bætur séu atvinnuskapandi. Öflugar bœjar- og héraðsstjórnir Þó að við værum þarna á vegum Háskólans og kynntumst fyrst og fremst aðferðum þeirra við að kenna og þjálfa fólk til atvinnu- sköpunar, var einnig farið í heim- sókn til bæjar- og héraðsstjóma svæðisins. Athyglisvert var að sjá hversu öflugar og sjálfstæðar sveitarstjórnirnar virðast vera og gegna e.t.v. enn stærra hlutverki heldur en við eigum að venjast. Mjög stórt verkefni á þeirra vegum er atvinnusköpun og nýbreytni og er á því sviði unnið mjög markvisst starf í samvinnu við Háskólann, styrkjakerfi ESB og landsstjórnina. Áhrif gamalla hefða Það sem gerði endurreisnarstarfið erfiðara en sums staðar annars 246 FREYR - 6. '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.