Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.1996, Blaðsíða 16
Bœndur geta ekki tekið jörð og byggingar undir hendina og labbað með þœr burt og sett þœr niður annars staðar þar sem þeim hentar betur að leita að atvinnu. Ég á erfitt með að setja mig í stellingar neyt- andans sem setur sig svo stíft í stellingar vinnuveitandans gagnvart búvörufram- leiðandanum að finnast œskileg- ast að bœndur hafi enga launataxta heldur geti þeir samið á torgi við hvern og einn um það kaup sem þeir fá Ýmsir bændur, þar á meðal ég, hafa verið að framleiða síðustu árin umfram kvóta. Við höfum ekki fækkað síðustu tvö árin eins og þurft hefði, menn settu á haustið 1994 í von um það að fá þessar 150-160 kr. á kg fyrir útflutninginn og hugsuðu sem svo að aðstaðan er öll fyrir hendi; maður er með húsin, fóðrið, fjár- stofninn og vinnuaflið, sem ella nýttist ekki. Það væri því betra að beygja sig eftir þessu heldur en að fækka fénu. Síðan gerist það að vísu að verðið mun ekki ná þessum 150-160 kr. á kg sem talað var um. Þá sýnist mér dæmið liggja þannig fyrir, vegna þess að hver og einn lítur á málin út frá sinni stöðu, en ekki út frá heildar- stöðunni, að hann haldi áfram eins og fyrr með fjárfjölda sinn, vegna þess að hann togar þá pínulítið til sín. Ég skal útskýra þetta með einföldu dæmi: Segjum að framleiðendumir séu bara tveir, A hefur framleiðslurétt upp á 40 en B upp á 60, en þeir framleiða báðir 60. Ef sú framleiðsla selst í sama hlutfalli og hún hefur gert þá fá þeir sinn helminginn hvor af fullvirðiskjötinu. M.ö.o. þá hefur A náð til sín verulegum hlut frá hinum. Um leið og B áttar sig á þessu þá hlýtur hann að framleiða eins mikið og hann getur til að hanga á sínu. Ég verð að játa það líka að ég er hræddur við að sleppa verðlagningunni. Og ég er reyndar á móti því af grundvallarástæðum. Verðlag búvöru er fundið með þeim hætti að sérhver hagræðing í framleiðslu sem mælist skilar sér jafnharðan til neytenda. Samkeppni bænda innbyrðis um hag- kvæma framleiðslu er sá hvati, sem tryggir þetta eins og verða má. En ég skil svo sem vel að við rrkjandi aðstæður getur verið erfitt að standa á verðlagningunni án frávika. Æði margir neytendur eru í laun- þegasamtökum. Ég á erfitt með að skilja það sjónarmið þeirra að setja sig svo stíft í stellingar vinnuveitandans, sem vel má kalla þá, gagnvart búvöruframleiðendum, að finnast æskilegast að bændur hafi enga launataxta, heldur geti þeir samið á torgi við hvern og einn um verð og þar með það kaup, sem hann fær. Mér finnst það grunnristur skilningur á þessum sam- skiptum og reyndar auðsætt að slíkri stefnu er auðvitað fyrst og fremst beint gegn sameiginlegum töxtum launþega- samtakanna sjálfra. Ég held að fæstir launþegar séu á því, að samkeppnin eigi að gilda þegar vinna þeirra er verðlögð, með tilheyrandi undirboðum, þegar svo stendur á. Nú er Samkeppnisráð að japla á því að opinber verðlagning búvöru sé svo samkeppnishamlandi að varla verði við slíkt stílbrot unað í dýrðarrrki ráðsins. Varla fer hjá því að ráðið taki bráðum eftir því að fastir launataxtar í kjarasamningum séu svipaðs eðlis. Við höfum horft upp á það á undan- förnum árum að útboðastefnan hefur ríkt, einkum í opinberum verkefnum, og skilið eftir slóðann af gjaldþrota verktökum. Þeir rísa oft úr valnum að kvöldi með nýja kennitölu og láta bankana um töpin. Og svo eru allir steinhissa á vaxtamuninum. En þetta sparar framkvæmdafé í bráð. Almenningur tekur ekki eftir hvemig hann borgar. Menn hafa spurt mig, hvers vegna bændur eigi að hafa __ eitthvert atvinnu- öryggi umfram aðra. Ég hef svarað á þá leið að það sé fyrst og fremst af því að það sé vandamál sem þjóðfélagið standi andspænis að bændur geta ekki tekið jörð og byggingar undir hendina og labbað með þær burt og sett þær niður annars staðar, þar sem þeim hentar betur að leita að atvinnu. Við erum bundnir við torfuna með allar okkar eigur og aðsetur, fyrir utan þau tilfinningalegu tengst sem búa í sálum fólks og em utan við hagfræðileg sjónar- mið. Þetta er þjóðfélagslegt vandamál og réttlætir það að við fáum að verðleggja vinnu okkar eins og aðrir. Allt fráhvarf frá reiknuðu verði á afurðunum gengur út yfir launalið bóndans. En eru ekki fjárbœndur í raun að glíma við bœndur í öðrum kjötgreinum? Jú, auðvitað og í lélegri vígstöðu að mörgu leyti. Aðrir eru minna bundnir af fastri verðlagningu eða láta sig hafa það að hnika til verðlagi, þó að auðvitað þurfi þeir á atvinnuöryggi að halda. Nú hefur verið létt fyrir þessum svokölluðum kjötgreinum með því að afnema fóðurgjöldin? Já og fyrir kröfu neytenda. Sá hugs- unarháttur var til skamms tíma ríkjandi að þjóðinni væri nauðsynlegt að bíta og brenna það sem hún hefði af eigin landsgæðum, rétt eins og hverju heimili var stjómað. Frá því sjónarmiði taldi ég eðlilegast, burtséð frá því að ég framleiddi sjálfur grasbítakjöt, að fóðurgjöld væru eðlilegasta framleiðslustjórntækið. Mér var alltaf illa við kvótann og taldi hann neyðarúrræði. Nú eru menn famir að meta það svo að það sé ekkert betra að búa að, 232 FREYR - 6. '96

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.