Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 4

Freyr - 01.08.1999, Page 4
Forystugrein Hugsum um túnin „Búskapur er heyskapur". Þessi fleygu orð hafa komið í hugann hvað eftir annað á liðnu vori og á þessu sumri. Síðastliðinn vetur var mörgum bændum á Norðurlandi erfiður og gjafafrekur. Það verður að segjast eins og er og í fullri hreinskilni að það er hart að nú í aldarlok- in skuli hafa átt sér stað heyleysi og horfóðrun. Við slíkt ástand má ekki una. Á slíkum hlutum verður að taka af fullri einurð og festu og leita allra leiða til að koma í veg fyrir að endurtaki sig. Á liðnu vori varð síðan ljóst að þessi erfiði vet- ur hafði víða skilið eftir sig mikið kal í túnum. Stórfellt kal er ekkert annað en náttúruhamfarir og verður að bregðast við því sem slíku hvað varðar bætur til þeirra sem fyrir hafa orðið og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess. Þegar það fer nú saman að fyrningar eru með minnsta móti og mikið kal í túnum verða bænd- ur að fara með varúð á komandi hausti hvað ásetning búfjár snertir. Forðagæslan verður því að vera vel á verði og vanda vinnubrögð sín og koma með ábendingar sínar í tíma. Með þessum orðum er ekki verið að kasta rýrð á vinnubrögð hennar á liðnum árum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin og við svona aðstæður þarf aðgát. Á liðnum árum hafa bændur víða náð miklum árangri í að auka afurðir eftir hvern grip sem þeir hafa á búum sínum, bæði kúa- og sauðfjárbænd- ur. Þarna hefur leiðbeiningaþjónustan gegnt mjög miklu hlutverki og á mikinn heiður fyrir. Nánast á sama tíma og þetta hefur verið að ger- ast er eins og annar þáttur í landbúnaðinum hafi látið undan, sem er sá að of margir bændur hafi slegið slöku við, ef ekki vanrækt, að sinna fóður- öflun og vanda meðferð túna sinna. Það verður að vera sama markmið varðandi ræktun landsins og ræktun gripanna, þ.e.a.s. há- marksafurðastefna. Dapurlegt er að horfa upp á bændur sem hamast við að rækta og stækka tún- in sín en eyðileggja þau síðan jafnharðan. Þetta gerist m.a. með því að þeir virðast ekki bera nægan áburð á og þar til viðbótar traðbeita svo bæði vor og haust. Vissulega gegnir húsdýra- áburður miklu hlutverki, en vera má að einstaka bændur ofmeti hann. Alltof margir bændur sinna ekki um að láta taka jarðvegssýni til að komast að því hvað það er sem túnin vantar. I því sam- bandi er enginn vafi að víða mætti auka upp- skeru með því að kalka túnin reglulega. Það var því mjög miður að ekki skyldi takast að halda styrk til þeirra hluta. Fjalla mætti í löngu máli um heyskap og hey- verkun, en það verður ekki gert hér. Um þau efni hafa líka margir mjög færir menn ritað og rætt og nægir þar að nefna Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Það er vissulega kveðinn upp nokkuð harður dómur hér að framan og einhver gæti spurt hvort hér sé gefið í skyn að ekkert hefði verið gert í rannsóknum á liðnum árum til að kenna bændum að rækta tún sín betur. Því fer fjarri. Staðreynd er að það hafa margir færir menn verið að vinna við þessi verkefni á liðnum árum. Mörg nöfn ráðu- nauta og annarra starfsmanna hinna ýmsu stofn- ana landbúnaðarins mætti nefna þó að það verði ekki gert hér. Hætt er þó við að stundum hafi þeim þótt þeir hafi talað fyrir daufum eyrum. I spjalli nú á dögunum við einn af héraðsráðu- nautum okkar bárust þessi mál í tal. Það var merkilegt það sem hann sagði: "Á mínu svæði man ég eftir einum bónda sem alltaf var í búskap sínum að hugsa um túnin". Takmarkið hlýtur að vera að ræktað land gefi á hverjum tíma há- marksuppskeru, það breytir því ekki að við get- um fengið yfir okkur kal. En þó er ljóst að vel hirt tún standast slíkt álag betur. Nú verður leið- beiningaþjónustan og aðrar landbúnaðarstofnan- ir að taka höndum saman og ganga í markvisst leiðbeininga- og áróðursverkefni til að bændur taki upp hámarksafurðastefnu ræktaðs lands. Heyleysi og horfóðrun eiga ekki að líðast. Upp- hafsorðin eiga eins við nú við aldarlok og fyrr á öldinni. Gunnar Sœmundsson. 4 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.