Freyr - 01.08.1999, Síða 5
Tvenn skjólbeltakerfi
í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði
Hér era einhver fyrstu „kerfi“
skjólbelta, sem ræktuð hafa
verið á sveitabæjum á ís-
landi, og einstaklega vel heppnuð.
Fyrir því tel ég að lesendum Freys
gæti þótt fróðlegt að fá um þau of-
urlitla skýrslu í máli og myndum.
Skjólbelti þessi era á bæjunum
Vallanesi og Mjóanesi.
Vallanes
Þar búa hjónin Eyvindur Magn-
ússon og Kristbjörg Kristmunds-
dóttir, sem kunn era orðin sem
brautryðjendur í lífrænni ræktun á
íslandi og selja garðyrkjuafurðir
sínar og kom undir vöramerkinu
„Móðir jörð“.
Á þeirri miklu sléttu, sem nefnist
Vallanes, og er mynduð af fram-
burði Grímsár, hófu þau Vallanes-
hjón ræktun skjólbelta vorið 1981.
Nú vill svo vel til að ritstjóri Freys,
Matthías Eggertsson, tók viðtal við
Eymund um árið. Þar segir hann
frá upphafi skjólbeltaræktunarinnar
á svo greinargóðan og skemmtileg-
an hátt á bls. 891 í 80. árgangi
Freys 1984, að ég tek þann kafla
viðtalsins upp óbreyttan og fer
hann hér á eftir:
Þú hefurfarið út í skjólbeltarækt-
un.
Já, við fengum áhuga á þessu
strax í upphafi búskaparins, líklega
vegna viðkynningar við skjólbelti í
Noregi. Að vísu er fallegur garður
hér i kringum bæinn en erlendis er
þetta þveröfugt. Þar er skógur
ruddur til að fá land undir tún, en
jaðramir skildir eftir og þá er skjól-
beltið tilbúið. Hér þarf hins vegar
að búa til karminn í kringum túnin.
Ræktunarland hér er mjög gott,
mikið flatlendi sem við urðum að
skipta í sundur. Við höfum deilt
eftir
Sigurð
Blöndal,
fyrrv. skóg-
ræktarstjóra
þessu upp í þriggja til fimm hektara
spildur með skjólbeltum.
Hvað er langt síðan þú byrjaöir á
þessu?
Við byrjuðum árið 1981 og
vinnubrögðin við þetta hafa smám
saman verið að þróast. Við bogr-
uðum við þetta fyrst og fengum í
bakið og vorum allavega skökk
eftir það, en síðan komumst við að
því að til að tæki sem heitir skurð-
fræsari. Kunningi okkar á slíkt
tæki en það býr til rás í jörðina og
er ætlað til þess að gera rásir sem
leiða burt yfirborðsvatn úr beiti-
landi. Þetta er lítið tæki, tengt afl-
úttaki á traktor og vinnur líkt og
jarðtætari, þannig að það grefur 30
cm djúpa rás og leggur uppgröft-
inn, sem er fíntættur, í streng við
hliðina á rásinni. Einnig er hægt að
láta tækið dreifa úr uppgreftrinum
þar sem menn ætla að hafa yfir-
borðsskurði.
Við höfum notað þennan fræsara
í tvö sumur og fengið tættar rásir.
Síðan sprautum við mykju með
haugsugu í rásimar. Næst rótum
við ofan á mykjuna þar sem plönt-
umar eiga að vera, þannig að ræt-
umar komist ekki í snertingu við
hreina mykju.
Plöntumar höfum við fengið frá
Skógrækt ríkisins á Hallormsstað
og sótt þær þangað á heyvagni.
Kristbjörg hefur svo keyrt meðfram
rásunum og ég hef dreift plöntun-
um þar sem moldin er í rásunum.
Þar næst setjum við hefiltönn aftan
á traktor og gróðursetjum um leið
og moldinni er ýtt ofan í rásina.
Kristbjörg gróðursetur og þjappar
að hverri plöntu meðan ég hagræði
vélinni að þeirri næstu.
i
Skjólbeltin í Vallanesi á Fljótsdalshéraði: Ofar beltin á Nesinu. Til hœgri
beltin heima við bœinn. (Ljósm. Sig. Bl. 11.08.98).
FREYR 9/99 - 5