Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 6

Freyr - 01.08.1999, Page 6
Vallanes. Belti af Alaskavíði frá 1981. Vallanes. Sama belti 1985. Með þessu móti gengur þetta eins og á færibandi og enginn bakverk- ur. Hvaða tegundir hefur þú í skjóibeltin ? Núna í sumar höfum við sett nið- ur 1000 aspir og töluvert af viðju og brekkuvíði. í hverju skjólbelti eru þrjár til ijórar raðir. Er þetta eftir forskrift frá Jóni Loftssyni skógarverði? Já, þetta hefur allt verið gert sam- kvæmt ráðleggingum frá Skógrækt- inni. Við höfum fengið gallaðar plöntur frá Hallormsstað, t.d. topp- (Ljósm. Sig. Bl. 10.08.96). (Ljósm. Sig. Bl. 06.09.85). kalnar. Toppkalnar aspir eru hent- ugri í skjólbelti en ósskaddaðar því að þær greina sig meira. Auk þess höfum við verið með reynivið og birki og í ijórðu röðinni er ætlunin að hafa greni eða aðrar tegundir sem þurfa meira skjól en lauftré og við höfum sett niður dálítið af blágreni og sitkagreni. Þetta virðist allt þrífast vel. Það eina, sem háð hefúr þessari ræktun, er ásókn gæsa. Þær koma á vorin og haustin og reyta börkinn af trjánum þótt þetta séu allt að tveggja metra há tré. Það deyr sem er ofan við sárin. Gæsir hafa höggvið stór skörð í beltin. Hins vegar lifa rætur trjánna og það hafa vaxið upp nýir sprotar. Hafið þið gert eitthvað til að bcegja gœsinni frá? Við höfum reynt fúglahræður en gæsimar hlæja bara að þeim og það virkar ekki nema stuttan tíma að skjóta á þær. Þetta em svo gáfaðar skepnur. Ég hef heyrt að menn hafi stundum notað hvellbyssur sem skjóta með vissu milli bili en þær virka ekki heldur til lengdar”. Einkar athyglisverð er lýsing Eymundar á ræktunaraðferðinni sem mér er ekki kunnugt um að aðrir hafi notað. Sagði ég þó mörg- um frá henni, er ég hafði lesið við- talið á sínum tíma. Skemmst er frá að segja að skjól- belti í Vallanesi hafa heppnast ákaflega vel. í skjóli þeirra er stunduð garðrækt og komrækt, en Vallaneshjón voru með þeim fyrstu, sem endurvöktu komrækt- ina, sem lagðist af á Héraði á kulda- skeiðinu á sjöunda áratugnum. Meðfylgjandi tafla gefur töluleg- ar upplýsingar um lengd beltanna og flatarmál þess svæðis sem þau skýla. Myndimar gefa hugmynd um hæð þeirra. Mjóanes Á svokölluðum Stekk, utan við rætur Freyshólafells, stunda hjón- in Egill Guðlaugsson og Sigur- Vallanes Lengd í metmm Lengd, einfold röð Einföld röð 2210 2210 Tvöföld röð 1539 3078 Þreföld röð 1225 3675 Fjórföld röð 233 932 Lengd samtals: 5207 9895 Flatarmál í ha: 38,5 6 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.