Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 8

Freyr - 01.08.1999, Page 8
Framlög til jarðabóta Framlög til jarðabóta, sem bændur geta fengið frá rikinu skv. Búnaðarlagasamningi, skiptast í 7 meginflokka eins og að neðan greinir, en hér á eftir verður nánar skýrt út hvað er styrkt undir hverjum flokki. 1. Lífræn ræktun 2. Garðyrkja 3. Komrækt 4. Landnýting 5. Ferðaþjónusta 6. Búfjarhald 7. Framræsla. I þessum pistli em flokkamir ekki nefndir alveg sömu nöfnum og í samningnum heldur styttri og þjálli nöfnum. Hér er 5. flokkur t.d. nefndur „ferðaþjónusta” en ekki „Bætt aðgengi almennings að land- inu. Verkefni sem greiða fyrir um- ferð gangandi fólks og stuðla að betri þjónustu við það...”, eins og segir í samningnum. Menn mega ekki skilja þessi flokkaheiti svo að það sem fæst framlag til í t.d. 2. flokki sem hér er nefndur garðyrkja sé aðeins það sem garðyrkjubændur framkvæma og því síður að allt sem kallast getur garðyrkja fái ffamlag. Þetta er aðeins til hagræðis. 1. Lífræn ræktun. Styrkur fæst á umbreytingu á hefðbundnu rækt- unarlandi í lífrænt vottað með end- urræktun. Tvö ár skulu hafa liðið frá því að síðast var notaður tilbú- inn áburður eða óheimil vamarefni á spildu þar til hún fæst vottuð sem lífræn ræktun. Ef spildan er endur- unnin á þessum tveggja ára aðlög- unartíma fá menn framlag. Sama máli gegnir um garðlönd og gróð- urhús. Það land og þau gróðurhús sem höfðu verið vottuð lifræn 1998, þegar Búnaðarlögin tóku gildi, fást eftir Óttar Geirsson, jarðræktar- ráðunaut BÍ ekki tekin út til framlags nú. Vera kann að einhverjir hafí í vor fengið framlag á land eða gróðurhús, sem höfðu verið aðlöguð að lífrænni ræktun mun fyrr. Við því verður ekki gert héðan af, en vonandi verða sömu mistök ekki gerð aftur. Til að fá ffamlag skv. þessum flokki verða menn a.m.k. að hafa gert samning við vottunarstofu og landið að vera í aðlögun (A). Framlagið getur verið allt að 25.000 kr. á ha eða 250 kr. á m2 í gróðurhúsi. 2. Garðyrkja. í garðyrkju fæst framlag til kaupa á Qómm mis- munandi tækjum og búnaði, sem notaður er í garðyrkju eða: a. Kolsýmmæli b. Tölvubúnaði til loftslagsbreyt- inga c. Aburðarblandara d. Kælibúnaði í geymslur. í þessum flokki fæst framlag sem ákveðin % af kaupverði eða kostn- aði og getur numið allt að 25%, en fer þó ekki yfír ákveðið hámark sem er á bilinu 100.000-350.000 kr. Úttekt fer þá fyrst fram er tækin eða búnaðurinn hafa verið sett upp og vinna eins og til er ætlast. Það má geta þess að d-liður er að- eins framlag á kælibúnað en ekki geymslur svo að þeir sem kaupa sér kæligám sem garðávaxtageymslu verða að gera grein fyrir kostnaði við kælibúnaðinn sérstaklega áður en þeir geta gert sér vonir um að fá framlag. 3 Kornrækt. Til að fá framlag til komræktar þarf að rækta yrki, sem ætla má að nái þroska í meðal- árferði sé því sáð á eðlilegum tíma. Hér er miðað við að sáð hafi verið fyrir 20. maí. Ekki fæst framlag nema akramir á búinu nái a.m.k. 2ja ha stærð. Það er m.ö.o. ekkert framlag á nokkur hundmð fermetra pmfuræktun í byrjun, en strax og menn hafa náð þeim tökum á rækt- uninni að þeir sái i 2 ha eða meira á ári þá fá þeir farmlag. Hámarks- ffamlag getur orðið 30.000 kr. á bú. 4. Landnýting. Hér er um að ræða ffamlag til að gera áætlun um það hvemig óræktað beitiland (úthagi) jarðarinnar skuli notað. í áætluninni skal koma fram hversu stórt beitlandið er og hversu margir gripir geti gengið á því í hve langan tíma. Þessi flokkur heitir í samningn- um „Beitarstjómun og landnýting” og það varð til þess að nokkrir sóttu í vor um ffamlag til girðinga, sem era liður i beitarstjómun, en það er ekki veitt framlag til annars en að láta gera landnýtingaráætlun í tengslum við búrekstaráætlun eða einhverja viðurkennda gæðastýr- ingu. Hámarksframlag getur orðið 40.000 kr. á bú. 5 Ferðaþjónusta. í ferðaþjón- ustu geta menn fengið framlög til vissra hluta en ekki annarra eins og gengur. Styrkur fæst til: a. Merkingar gönguleiða b. Uppsetningar á prílum (tröpp- um) yfír girðingar c. Gönguhliða á girðingar d. Borða og bekkja á áningarstöð- um 8 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.