Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1999, Síða 12

Freyr - 01.08.1999, Síða 12
Matvœlaöflun frá sjónarhóli lífræns landbúnaðar Hvemig er ástatt með mat- vælaöflun jarðarbúa um þessar mundir? Eru ein- hver vandamál þar á ferð og hvem- ig er unnt að leysa þau ef svo er? Sem bóndi sem stundar lífrænan landbúnað fær maður oft að heyra fullyrðingu sem þessa: „Lifrænn landbúnaður getur ekki brauðfætt jarðarbúa“, eða: „Það er siðlaust að beita ræktunaraðferðum sem skila minni afrakstri en þeim hámarksaf- rakstri sem hefðbundnar ræktunar- aðferðir skila.“ Það sem fylgir hér á eftir ber að líta á sem hugleiðingar leikmanns - að vísu metnaðarfullar- til að setja sig inn í þessi grundvallarvanda- mál. Ræktunarland er undirstaða allrar fæðuframleiðslu, að viðbættum fiskveiðum. Jurtaríki jarðar, summan af öllum villtum og rækt- uðum jurtum, er grundvöllur allra annarra lifandi vera. Hæfileiki grænna jurta, með sólarljósið sem orkugjafa, til að breyta ólífrænum efnum í lífræn er undirstaða fæðu jafnt dýra og manna. Endanlegt takmark ræktunar jurta til neyslu er ofar öllu öðru að sjá jarðarbúum fyrir nægum mat af há- marksgæðum hvað varðar næring- argildi og hollustu. Á fundi Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, fyrir þremur árum, var hug- takið fæðuöryggi skilgreint þannig (1): * Að ætíð sé fyrir hendi nægur matur handa öllum jarðarbúum. * Að allir eigi kost á að nægum mat. * Að maturinn fullnægi næring- arþörfum, m.t.t. magns, gæða og samsetningar. * Að maturinn sé ásættanlegur út frá menningarlegu sjónarmiði. Hið ákjósanlega takmark er að sjálfsögðu að fyrir hendi sé mat- vælaöryggi sem sé varanlega sjálf- bært, bæði hvað varðar þjóðfélög og sérhvert heimili. Um þessar mundir býr um 50% jarðarbúa í þéttbýli og hefur ekki beinan aðgang að ræktunarlandi og auk þess er þéttbýlismyndunin hraðvaxandi. Þá er, eins og kunn- ugt er, m.a. af veðurfarsástæðum, mikill munur milli landa hvað varðar hlutfall íbúaQölda og rækt- unarmöguleika í viðkomandi landi. Af þessu leiðir að viðskipti með matvæli og flutningur á þeim frá strjálbýli til þéttbýlis og milli landa óhjákvæmilegur og hinn al- menni draumur um sjálfsþurftar- búskap einstakra heimila er óraun- sær. Jafnframt er Ijóst að umfang flutninga matvæla og fóðurs milli landa og heimsálfa, sem nú á sér stað, er einungis að hluta til nauð- synlegar m.t.t. matvælaöryggis jarðarbúa. Verulegur hluti af matvælaflutn- ingum milli landa á sér eingöngu stað til þess að fullnægja þörf fyrir munað. Dærni: Neysla Þjóðverja á appelsinusafa krefst mikilla flutn- inga og í Brasilíu fara um 150 þús- und hektara ræktunarlands undir ræktun á appelsínum til þeirra þarfa (2). Það er m.ö.o. hlutverk land- búnaðarins að framleiða: * Mat í hæsta gæðaflokki hvað varðar næringu og hollustu, og * nægan mat. Matur í hæsta gæðaflokki Gæði matvæla er flókið fyrirbæri sem hér verður ekki rætt ítarlega. Hins vegar er ástæða til að nefna nokkrar mikilvægar hliðar á gæða- hugtakinu. Slíkt er eðlilegt þar sem gæðahugtakið snertir ekki aðeins eiginleika varanna heldur einnig þær aðstæður sem varan er fram- leidd við. Hefur t.d. jarðræktin spillt um- hverfmu - lofti, jarðvatni, frjósemi jarðvegs o.s.frv.? Og hefúr ræktun- in spillt náttúruauðlindinni; næring- arefnum, jurtaríkinu, dýraríkinu og öðru? Hvað varðar uppskeruna þarf að sjálfsögðu í fyrsta lagi að fylgjast með æskilegu innihaldi hennar af próteinum, kolvetnum, fituefni, vítamínum og steinefiium, en einn- ig óæskilegum efnum, þ.e. eiturefn- um, þungmálmum leifum af jurta- vamarefnum o.fl., sem og öðrum eiginleikum, svo sem stærð og lög- un, t.d. hvað varðar gulrætur eða tómata má nefna lögum lit, þétt- leiki, ásamt bragð, lykt og geymsluþol. í lífrænum landbúnaði hefur frá upphafi verið litið á það sem sjálf- sagðan hlut að leggja áherslu bæði á eiginleika framleiðslunnar og þær aðstæður sem hún er framleidd við. Eve Balfour, einn af brautryðjend- um líffæns landbúnaðar í Englandi, mælti eftirfarandi fræg orð fyrir 40 árum: „Heilsa jarðvegs, plantna, dýra og manna er ein og óaðskiljan- leg“ (3). Lífrænn landbúnaður stefnir, -i orðsins eiginlegu merkingu- að sjálfbæru framleiðslukerfi með hringrás efna. Hugtakið sjálfbæmi er farið að verða útslitið og oft mis- notað. Uppmnaleg merking þess snertir eingöngu jafnvægi náttúm- 12 - FREYR 9/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.