Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 14

Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 14
Jnrtakymbætur Hefðbundnar kynbætur hafa um árabil skilað sífellt uppskerumeiri tegundum og stofnum. Þar á Græna byltingin svokallaða mikinn hlut að máli. Sumir sjá í nútíma líftækni mikil ffamtíðarvon í ræktun nytjajurta. Sjálfur efast ég um það. Erfða- breyttar jurtir, oft með aðfluttum erfðaeiginleikum, eru í grundvallar- atriðum ólikar þeim tegundum sem þróast hafa með hefðbundnum kyn- bótum. Ræktun erfðabreyttra teg- unda er verknaður sem ekki verður aftur tekinn og ógnar fjölbreytileika lífkerfanna og hinu náttúrlega jafnvægi milli hinna fjölmörgu tegunda, jurta jafnt og dýra, sem hafa þróast um ármilljónir. Okkur er ókleift að sjá fyrir og fá yfirsýn yfir hugsanleg skaðvænleg áhrif þess. Sem vistfræðingar verðum við, bæði af þeim ástæðum og til að láta lífríkið njóta vafans, að hafna því að rækta erfðabreyttar tegundir (6). Þróun liftækninnar á sviði erfða- breyttra jurta á sér ekki stað vegna þess að bændur eða neytendur hafi kallað eftir henni, heldur gerist hún út frá forsendum iðnaðarins og vegna viðskiptahagsmuna á mat- vælamörkuðum framtíðarinnar. Þessi tækni, sem iðnaðurinn stýrir, byggðir á iðnaðarleyndarmálum, sem varin eru með einkaleyfum, og henni hefur hingað til ekki tekist að skila hollum mat til sveltandi fólks og getur hæglega sýnt sig í að valda enn meiri umhverfisspjöllum heldur en jurtavamarefnin hafa þegar gert. Þörf jarðarbúa fyrir korn. Þess er að vænta að heildarþörf jarðarbúa fyrir kom muni vaxa. í þróunarlöndum mun þörfm að öll- um líkindum tvöfaldast fram til árs- ins 2020, þar sem íjöldi jarðarbúa mun vaxa um 2,5 milljaða ffam að þeim tíma. Sumir sérfærðingar - e.t.v. em þeir svartsýnismenn - telja að upp- skera koms og annarra nytjajurta sé að því komin að ná hámarki og að framleiðslugetan á komandi ámm muni minnka vegna „vistfræðilegr- ar streitu“, þ.e. álags á vistkerfið vegna jarðvegseyðingar sem leiðir til myndunar eyðimarka, aukinnar seltu í ræktunarlandi, sem afleiðing vötnunar, og breytinga á veðurfari af mannavöldum. Matvælaframleiðslan mun þann- ig ekki geta fylgt eftir fólksfjölgxm- inni og þörf fyrir mat, einkum í ákveðnum svæðum í Afríku og Asíu. Samanlögð kornframleiðsla í heiminum jókst á árabilinu 1950 til 1984 um u.þ.b. 3% á ári, en á árun- um 1984 til 1992 um minna en 1% á ári. Komuppskera á ha meira en tvö- faldaðist á þessu tímabili en efltir það hefur hún vaxið sáralítið eða jafnvel minnkað. Kornframleiðsla á mann. Komuppskera á mann hefur víða náð hámarki og er nú á niðurleið. Ef litið er til jarðarinnar í heild náði framleiðsla á mann hámarki árið 1984, sjá 1. mynd, en í sumum löndum nokkm fyrr, t.d. í Afríku þegarárið 1967. Jafnframt er ljóst að víða, einkum í þróunarlöndum, em miklir mögu- leikar fyrir hendi á að auka upp- skem á flatareiningu með bættri ræktunartækni. Leiðin til þess er sjálfbær styrking á ræktuninni. Jafnvel þar sem ræktunin er frum- stæð eða landið þrautpínt getur svo- kallað „Low-input agriculture system" gefið aukna uppskem með því að beita réttri tækni og stjóm, sjá síðasta kafla þessarar greinar. Með jafnari dreifmgu er enn til nægur matur handa jarðarbúum. Það að um einn milljarður manna býr við stöðugan matarskort og vannæringu, þ.e. um fimmtungur jarðarbúa, og meira en tveir milljarðar manna líða fyrir ranga samsetningu fæðunnar (7) þá er ástæðan pólítísk eða hagfræðileg. Hungrið stafar af ójafnri skiptingu matvælanna og ójöfnum kaupmætti fólks. Mis- skiptingin er meiri en nokkm sinni, hluti fólks, einkum á Vesturlöndum, lifir í velmegun, er ofalinn og þjáist af offitu og öðmm sjúkdómum sem tengjast ofáti, svo sem hjartasjúkdómum, sykur- 1. tafla (Unniö upp úr „Ecology Action“, Willits, Kaliforniu (10) Nauðsynlegt ræktunarland til að fæða einn mann í eitt ár. A. Hefðbundin rœktun (með varnarefnum) og lífrœn rœktun (Bandaríkin) Mataræði: Mikill kjöthluti Miðlungs kjöthluti Jurtafæði Hektarar: 0,40-0,80 0,20-0,40 0,09 B. Kröftug lífrœn ræktun (biointensiv dyrking) Uppskera: Miðlungs Mikil Mikil Sjálfbær: Já Já Nei Mataræði: Jurtafæði Jurtafæði Jurtafæði Hektarar: 0,04 0,02 0,01 Áætlað tiltækt ræktunarland á íbúa í þróunarlöndunum, (matvælaframleiðsla með núverandi tækni) Ár: 1977 1988 2000 2014-2021 Hektarar: 0,28 0,20 0,15 0,08 14 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.