Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 16
m.a. óskerta frjósemi, eðlilegan og
ótruflaðan þroska og starf heilans,
(skynseminnar), skynfæra og líkama.
Margir efast um framleiðslugetu
lífræns landbúnaðar, (uppskeru-
magns á hektara) og vamarleysis
hans gagnvart miklum skaðvöld-
um, svo sem af völdum skaðdýra úr
hitabeltinu.
Lífrænn landbúnaður er og á að
þróast áfram. Enn er unnt að bæta
ræktunaraðferðimar verulega með
markvissum rannsóknum. Við skul-
um hins vegar hér og nú meta mögu-
leikana út frá því sem lífrænar rækt-
unaraðferðir hafa nú þegar staðfest.
Tólfta vísindaráðstefna IFOAM
(Alþjóðasambands lífrænna rækt-
unarhreyfinga), sem haldin var í
Argentínu í nóvember 1998 upp-
lýsti um fjölda góðra dæma, ekki
sist frá þróunarlöndunum.
Bændur, sem höfðu um árabil ver-
ið samningsbundnir um ræktun t.d. á
jarðhnetum, banönum eða baðmull,
ræktað án sáðskipta til útflutnings,
og vora orðnir háðir þessari ræktun,
höfðu orðið fyrir því að missa
afkomuna þegar markaðir og verð
hrandi. Þeir höfðu vanið sig á að
kaupa sér mat til eigin þarfa sem
þeir höfðu áður framleitt sjálfir, en
höfðu nú ekki lengur ráð á því.
Með því að taka upp lífræna
ræktun á fyrmefndum söluvöram í
tengslum við neysluvörar sínar (til
eigin brúks eða sölu heima fyrir)
höfðu bændumir komist að því að
áhættan dreifðist bæði hvað varðaði
afkomuna og framleiðsluna sjálfa.
Þegar t.d. hætt var að úða baðm-
ullina með skordýraeitri var unnt að
nota frækökumar sem dýrafóður og
neyta mátti hinna samræktuðu nytja-
jurta án þess að óttast eituráhrif.
Ýmis af hinum gleðilegustu og
mest örvandi dæmum um lífræna
ræktun með lágmarks aðföngum
komu frá Andesfjallasvæðinu (9).
Femando Pia, sem tók þátt í 11.
alþjóðlegu vísindaráðstefnu
IFOAM, sem haldin var í Kaup-
mannahöfn árið 1996, hefur á sl.
sex áram byggt upp fyrirmyndar-
býli til að sýna og kenna staðbund-
inn sjálfþurftarbúskap, þ.e. lífræna
ræktun á smábýli, (djúpa og ræki-
lega jarðvinnslu án notkunar vélar-
afls, skipulega útplöntunartækni,
köfnunarefnisbindandi gróður til
áburðargjafar og safnhauga).
Afraksturinn vakti undrun, tvöfalt
til fjórfalt meiri meðaluppskera en við
hefðbundna ræktun og veralega betri
vatnsbúskapur í jarðveginum.
Verkefnið hefúr stuðlað að því að
hægja á brottflutningi fátæks
bændafólks frá heimaslóðum til fá-
tækrahverfa stórborganna með því
að vekja athygli þess á nýjum og
bættum lífsmöguleikum í landbún-
aði. Tekjur af sölu grænmetis, m.a.
sérvalins grænmetis í kössum, hafði
skapað kaupmátt á nútíma neyslu-
vöram í nokkram mæli.
Ræktunarkerfí og matarvenjur
skipta afgerandi máli fyrir það hve
margt fólk jörðin getur brauðfætt.
Tilraun til að áætla þennan fjölda
(10) er sýnd í 1. töflu, sem sýnir hve
mikið ræktunarland þarf til að fæða
eina fúllorðna manneskju í eitt ár
með því að nota mismunandi rækt-
unarkerfi. Jafnffamt sýnir taflan
áætlaða þróun í þróunarlöndunum
hvað varðar ræktunarland til ráð-
stöfúnar pr. mann. Árið 2000 er
áætlað að 80% jarðarbúa verði búsett
í þróunarlöndunum. Það er fyrir
þessa u.þ.b. 5 milljarða manna sem
verkefni Femando Pia er áhugavert.
Af upplýsingum í töflunni er ljóst
að:
* Þvi stærri sem hluti kjöts er í
fæðunni því meira ræktunarland
þarf á mann.
* Með óbreyttri ræktunartækni
verður ekki unnt að fullnægja
landþörf í þróunarlöndunum eft-
ir 15-20 ár, jafhvel með lítinn
hluta kjöts í fæðunni.
* Framangreint lífkerfi er fært um
að sjá mestum fjölda fólks fyrir
fæðu í hlutfalli við flatarmál
ræktunarlands.
í mínum augum er lífrænn land-
búnaður, eins og hér hefur verið
lýst og á þeirri þróun sem hann er,
eina færa leiðin fram á við. Líf-
rænn landbúnaður, ásamt nauðsyn-
legum pólítískum og hagstjómar-
legum endurbótum, (baráttu við fá-
tækt og fyrir fræðslu og menntun)
er besta leiðin til að koma á fæðu-
öryggi á heimsvísu.
Heimildir:
(1) CWFS (Committe on World Food
Security, Jan. 29- Febr. 2, 1996):
Towards Universal Food Security.
Draflt policy statement and plan of
action. 21 st Session. Item III.
Fome. Food and Agriculture Organ-
ization.
(2) Kranendonk, S. & Bringezau, B.
(1994): Major material flows assoc-
iated with orange juice consumption
in Germany. Wupperthal: Wupper-
thal Institute.
(3) Balfour, E.B. (1975). The Living
Soil and The Haughley Experiment.
Universe Books. New York.
(4) Fundamental Change. Taking Sus-
tainability Seriously. (1996), Swed-
ish Associatin of Organic Farmers.
Agricultural Policy Program. Upp-
sala. (S) Brown et al (1994).
(5) Brown et al. (1994).
(6) IFOAM. XII. Intemational Scienti-
fic Conference and General Ass-
embly (1998). The Mar del Plata
Declaration: No to Genetic Engin-
eering.
(7) UNICEF (1993): Food, Health and
Care: the UNICEF vision and strate-
gy for a world free from hunger and
malnutrition. New York: United
Nations Childrens’s Fund.
(8) Rifkin, J. (1993). Beyond Beef.
The rise and fall of the cattle culture.
Penguin Books. New York.
(9) Pia, Femando. (1998). Project
CIESA: Biointensive mini-farming
in Patagonia. IFOAM. XII.
Intemational Scientific Conference
in Mar del Plata. Proceedings.
(10) Ecology Action (1997). Willits,
Califomia. USA.
Sven Nybo Rasmussen er dr. med.,
bóndi í lífrœnum búskap, stjórnar-
maður í Landssamtökum um lifrænan
landbúnaði í Danmörku (L0J) og í
Danmarks JordbruksForsktting
(DJF).
Greinin birtist í ritinu Tidskrift for
landokonomi, nr. 1/1999. Útgefandi
Det Kgl. Danske Landhusholdn-
ingsselskab.
16 - FREYR 9/99