Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 19

Freyr - 01.08.1999, Page 19
var 120 kg á ári, samkvæmt könn- uninni. B. Fjarhagstjón vegna vöktunar og refagirðinga. Af 42 vörpum í slembi- og við- bótarúrtaki, sem urðu fyrir tjóni af völdum refa, voru 13 (30,0%) þar sem skipuleg vöktun gagnvart tóf- um var stunduð. Með því að yfir- færa þetta hlutfall á landið í heild má reikna með að 39±12 umsjónar- menn æðarvarpa um landið allt stundi skipulega vöktun og verji til hennar að meðaltali 104±51 klukkustundum hver, í heild 4060±2350 stundum ef varpið að Auðkúlu í V.-ís. er frátalið. Þetta varp skar sig úr og var hátt yfir meðaltali. Að Auðkúluvarpinu meðtöldu er meðalvöktunin 225±348 klukkustundir og heildar- fjöldi vaktstunda því 8800±13800 stundir á landsvísu. Á sama hátt má áætla að um 13±4 umsjónarmenn æðarvarpa standi straum af kostnaði vegna refaheldra girðinga við vörp sín. Ekki náðist að afla upplýsinga um kostnaðinn sjálfan og því er erfitt að meta heildarkostnað vegna refa- girðinga í landinu og hið sama má segja um aðrar vamir gegn refum, s.s. hljóðgjafa og skurði. C. Tilflutningar kollna innan varps og hreiðurskemmdir. Oftar en ekki verður tófu vart þegar hún kemst í vaktað varp og hún veidd eða fæld burtu áður en mikill skaði er unninn. í þessum til- fellum er algengt að kollur flytji sig til tímabundið innan varps, þétti sig að sögn sumra æðarbænda, þar sem hún fær að vera óáreitt fyrir refum, en aðrir telja þó að hún þétti sig ekki vegna nærveru refa. Æðar- bændur sem höfðu reynslu af nær- veru refa skiptust nokkuð jafnt í tvö hom hvað þetta varðar, um 17% töldu að æðarvarp þéttist vegna nærvem refa, fleiri töldu varp ekki þéttast (24%) en langflestir vom óvissir (59%). Fái æðarvarp að jafna sig í friði eftir áfoll af þessu tagi, er líklegt að það jafni sig á nokkmm áram, ekki síst ef aukin umhirða fylgir i kjölfarið. Flestir viðmælendur töldu varp vera 2-3 ár að jafna sig eftir slíkar refaheim- sóknir. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að í 26-40% varpa sem verða fyrir ágangi refa eigi sér stað flutningar kollna innan varps í kjöl- farið. Með því að yfirfæra þetta á landið í heild má reikna með að í um 43±13 vörpum eigi sér stað til- flutningar innan varpa vegna refa- ágangs. í mörgum tilfellum leiða slíkir tilflutningar ekki til mikilla óþæginda fyrir æðarbændur því að kollumar færa sig gjarnan þangað sem aðrar eru fyrir, t.d. inn fyrir refahelda girðingu. Hitt gerist þó líka að þær flytji af svæðum sem þykja góð til æðarræktar, s.s. stór- um grónum hólmum, og yfir á verri svæði, t.d. í nokkur lítil umflotin sker þar sem ekkert varp var fyrir. Þannig virðast staðhættir og lands- lag oft ráða því hvort kollumar þétta sig eða ekki vegna ágangs refa. Á sama hátt og fyrr má áætla að í 25±7 vörpum um land allt nái refur að skemma hreiður án þess að dún- tekja minnki svo að heitið geti og án þess að tilflutningar verði innan varps. D. Fjölgun refa og áhrif þeirra á fuglalíf Reiknuð lágmarksstofnstærð refa var 4000±1500 dýr árið 1994 (Páll Hersteinsson, óbirt gögn) og hafði þá u.þ.b. þrefaldast á 15 áram yfir landið í heild en fjölgunin var mest á vestanverðu landinu og refum tók ekki að ijölga annars staðar fyrr en um miðjan 9. áratuginn. Allra sið- ustu ár hefúr fjöldi veiddra refa, að meðtöldum yrðlingum, verið í kringum 3000 á ári og hefur veiðin u.þ.b. þrefaldast frá áranum í kring- um 1973. Af þeim æðarbændum nytjaðra varpa sem slembiúrtak könnunar- innar tók til, kvörtuðu menn hlut- fallslega minnst undan auknum ágangi refa á austanverðu Norður- landi en annars staðar kvartaði um þriðjungur viðmælenda undan auknum refaágangi. Margir við- mælendur töldu auk þess háttarlag refa hafa breyst, að því leyti að refir héldu sig meira niðri í byggð og væra óhræddari við manninn en áð- ur, einkum síðustu 1-2 áratugi. Séu niðurstöðumar yfirfærðar á landið í heild eins og áður má reikna með að umsjónarmenn 112±5 varpa á landinu telji að ref- um hafi fjölgað í nágrenninu og að umsjónarmenn 99±5 varpa telji að fuglum hafi almennt fækkað í grennd við varpið. Rúmlega 7 af hverjum 10 nefndu eingöngu mó- fúgla þegar spurt var hvaða fuglum hefði fækkað en hinir nefndu ýmist eingöngu máva og mófugla eða aðra, s.s. kríur. Flestir töldu eink- um aukinn refaágang vera orsökina en nokkrir tilnefndu auk þess mink. 2. Örlög varpa sem eru ekki lengur nytjuð Af þeim 11 umsjónarmönnum ónytjaðra varpa sem náðist í taldi meirihlutinn að minkur hefði átt þátt í hnignun varpsins eða 8 manns, þar af 3 sem töldu ref hafa verið annan meginvarginn og einn sem taldi byggingaframkvæmdir við varpland hafa hjálpað minknum. Tveir til viðbótar töldu ref einan hafa ráðið niðurlögum varpa sinna en einn kenndi vegaframkvæmdum um hnignun varps síns. Séu þessi hlut- föll borin saman við hlut mismun- andi affæningja í samdrætti í dún- tekju nytjaðra varpa kemur í ljós að refur, og þó sérstaklega minkur, eiga mun meiri þátt í samdrætti ónytjaðra varpa en nytjaðra. Svo sem fyrr segir er liðin meira en hálf öld frá því að sum þessara varpa vora nýtt og að meðaltali vora liðin 22,1 ár (staðalfrávik ± 18,9 ár) frá því hætt var að nytja þau vörp sem minkur átti þátt í að eyðileggja en aðeins 11,2 ár (stað- alfrávik ± 6,2 ár) meðal þeirra sem refur átti þátt í að eyða. Munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. FREYR 9/99 - 19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.