Freyr - 01.08.1999, Page 27
Sheep Hross Horses Varphænsni Hens Svín Pigs Minkar Mink Refir Foxes Þurrhey Dried hay m3 Vothey Silage m’ Tonn Tonnes
Ær Ewes Kartöflur Potatoes Rófur Turnips
3.064 2.669 62 — _ 7.618 33.825 2,4 0,2
2.807 2.171 35 2.226 35.985 - -
3.674 622 33 - 17.627 9.109 _
866 1.001 3.910 11.881 -
3.895 1.893 17 - 11.758 27.346 -
2.130 1.377 85 2.834 19.337 -
972 918 32 1.242 9.965 7.229,5 -
5.344 2.957 85 13 6.046 49.973 551,8 —
601 655 70 - 4.806 20.562 24,7 41,0
1.187 735 6.325 16 976 2.670 20.310 - -
1.371 873 1.925 27 7.452 21.486 629,0 15,0
1.671 1.027 61 170 320 5.748 28.597 139,4 -
1.775 725 37 164 1.350 10.085 16.619 -
4.996 1.166 3.002 118 2.100 16.109 42.306 966,7 15,0
3.748 1.472 70 69 - 12.908 28.519 - —
563 339 52 - - - 5.935 5.530 - -
1.781 65 52 3.391 3.283 _
27 140 - 310 —
2.260 1.179 5.000 212 1.250 6.463 15.010 - 180,0
5.276 827 25 201 1.130 8.199 19.471 - -
Erfðabreytt sprengja
Mesti höfuðverkur Glichmans í
fyrirsjáanlegri framtíð er hins vegar
hin mikla áhersla í bandarískum
landbúnaði á erfðabreyttar jurtir. A
sama tíma og háværar deilur hafa
lengi staðið í Evrópu um þetta mál
hafa erfðabreytt matvæli eingöngu
átt velgengni að fagna í Bandaríkj-
unum.
Síðustu tvo mánuði hefur erfða-
tækni hins vegar blandast inn í
viðskiptasamninga. Dan Glichman
hafði lengi varað við að sú staða
gæti komið upp. í lok maí sl. fór
hann því að draga úr hinum mikla
stuðningi við erfðabreytt matvæli,
með þeim rökum að hvorki hann
né aðrir gætu „neytt þau upp á
heiminn ef heimurinn hafnaði
þeim“.
Þegar hann átti fund með frönsk-
um yfirvöldum í lok júní sl. varði
hann hins vegar erfðatæknina af
öllum kröftum. Það bar þó engan
árangur. Erfðabreytt matvæli virð-
ast eiga mjög undir högg að sækja í
Evrópu á sama tíma og baráttu-
menn ffjálsra viðskipta í ráðuneyt-
um Clintons undirbúa harða sókn
fyrir erfðabreyttum matvælum í
næstu samgingalotu Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar í Seattle í lok
ársins.
Óleysanlegur hnútur
Það dapurlega við áhyggjur
Glichmans og bandarískra bænda
í þessum efnum er að það hefði
mátt komast hjá þeim flestum. Til
þess hefði þurft að fara hægar í að
lögfesta hinar róttæku hugmyndir
um að sleppa lausri allri stjóm á
bandarískum landbúnaði og leyfa
þarlendum bændum að berjast á
heimsmarkaði, auk heimamarkað-
ar, án nokkurra opinberra af-
skipta.
I staðinn sitja Bandaríkin nú uppi
með kostnaðarsama landbúnaðar-
stefnu fyrir ríkið, minnkandi út-
flutning búvara og stefnu í líftækni
sem er afar erfitt að verja.
(Bondebladet 15. júlí 1999).
Verð á mjólkurkvóta í
nokkrum löndum ESB
Holland er með hæsta verð á
mjólkurkvóta í ESB um þessar
mundir, eða d.kr. 13,25 á kg (1 d.kr.
= um 10,50 í.kr.). Verðið í Dan-
mörku er d.kr. 3,50 á kg. í Þýska-
landi er bæði á ferðinni kaupverð
og leiguverð. Kaupverðið er d.kr.
4,35 á kg og leiguverðið er d.kr.
0,85 á kg. Sama gildir um írland en
þar er kaupverðið d.kr. 3,20 en
lciguverðið d.kr. 0,52 á kg. í
Bretlandi er kaupverðið d.kr. 4,45 á
kg og leiguverðið d.kr. 0,78 á kg.
í Svíþjóð er lægsta verðið á
mjólkurkvóta en þar er kaupverðið
d.kr. 1,25. Þar er mun meira frarn-
boö á kvóta en eftirspum í ár eða
217 milljón kg til sölu en eftirspum-
in er 82 milljón kg.
Hér á landi er verð á mjólkur-
kvóta nú á haustdögum 1999 um kr.
160 á lítra sem er hærra en oft áður
og hærra en í nokkm fyrmefftdu
landi.
Landsbladet nr. 32/1999).
FREYR 9/99 - 27