Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1999, Page 28

Freyr - 01.08.1999, Page 28
Bóndakona - hvað er það? Ellen Klynderud, aðalritari Norges Bondekvinnelag Margir, sem verða á vegi okk- ar, vita ekki hvað stendur á bak við nafnið „bónda- kona“. Þar mætti komast hjá marg- víslegum misskilningi ef orðið væri tengt öðrum hugtökum, svo sem umráðamaður umhverfís, stoð og stytta menningar eða dreifbýliskona. Það er ekki langt síðan staða kon- unnar markaðist af því hverjum hún var gift. Það var læknisfrúin, kona lögfræðingsins o.s.frv. Þannig er það ekki lengur. Árið 1968 urðu tímamót í jafnréttisbaráttunni i Noregi og nú er svo komið að fleiri konur en karlmenn ljúka háskóla- prófi og langflestar konur stunda vinnu utan heimilisins. Æ fleiri spyrja því hvað felst í því að vera bóndakona. Er hún gift bónda, er hún bóndi sjálf, er hún kona sem býr á bóndabýli eða er þetta nafn- gift á konu sem sumt eða allt þetta á við um? Lifandi fordómar Það hvemig við upplifunr hug- takið bóndakona fer eftir því hvar við stöndum og kunnugleika okkar á byggðasamfélaginu. Hugmyndir og fordómar lifa góðu lífí. Það hef- ur komið glöggt í ljós í könnunum á hugmyndum þéttbýlisbúa um dreif- býlisbúa. Enn er til fólk í þéttbýli sem telur að bónakonan sé með skuplu á höfði og í hælasíðu pilsi, rjóð og sælleg, ljúf og gamaldags. En hvers vegna hefur þá naffigift- in bóndakona haldið stöðu sinni? Skýringin er að hluta til sú að hún var svo margt og meira heldur en einungis húsmóðir. Sveitakonan hafði oft bæði völd og sterka stöðu. Hún stjórnaði heimilishaldinu og hafði yfír öðmm að segja. Flestar voru þær virkir þátttakendur í bús- störfunum, einkum við hirðingu bú- fjár. Vinnudagur þeirra var langur og verkefnin Qölbreytt. Menningarmiðlari Að auki tók hún sérstaklega að sér ábyrgð á þáttum sem snertu menningu og virðingu heimilisins. Með daglegum verkum sínum var hún mikilvægur menningarmiðlari. I námsefhi sem Bréfaskóli land- búnaðarins bauð upp á árið 1960, upp á 15 bréf, undir heitinu „Býlið sem heimili“, er lögð áhersla á gleðina við að vera þátttakandi í heild. Fjögur bréf Qaha um fjöl- skylduna og bamauppeldið. Heim- ilið, með húsgögn, vefnað og hann- yrðir, lýsingu og litanotkun, var fjallað um í fimm bréfúm. Sérstakt bréf var unr hlaðið og eitt um heim- ilisgarðinn og að sjálfsögðu um umhirðu kirkjugarða. Einnig var fjallað um þátttöku í félagslífí og menningarviðburðum. Áhersla var lögð á að ffítíminn væri hverri manneskju mikilvægur og tónlist, kvikmyndasýningar og leikhús fengu einnig sína umfjöllun. Fjölbreytt verkefni Bóndakona nútímans er einnig með fjölbreytt verkefni á sinni könnu. Margar þeirra vinna í hluta- starfi utan búsins. Þær taka þátt í bússtörfum og bera ábyrgð á heimili og bömum. Þær em umffam allt sveitakonur og taka við og bera áfram hugsunarhátt góðrar ráðs- mennsku. Þær bera ábyrgð, em rausnarlegar og ganga skipulega til verks. Þetta kemur fram í viðhorfúm þeirra og verkum og með búsetu sinni í dreifbýli em þær mikilvægar við að varðveita menningararfínn. Þó að margar nútímakonur í sveitum stundi launuð störf utan heimilis hafa þær varðveitt nokkuð af „eggjapeningahugsunarhættin- um“. (Áður fyrr þegar bóndakonan var heimavinnandi hafði hún að jafnaði fyrir sig tekjur af hænunum. Með þeim gat hún veitt sér eitthvað smávegis, eitthvað til að gauka að bömunum o.s.frv. og þá peninga varð að treina eins og unnt var). Þessi hugsunarháttur, að láta tekjumar endast og nota þá mögu- leika sem gáfúst, var þeirra tíma svar við sjálfbærri þróun. Þess vegna birtist bóndakonan oft fremst í flokki við að tryggja nægan mat handa heimilinu. Hún tekur þátt í baráttu fyrir bættu umhverfí með því að flokka sorp og endumýta verðmæti og það er ekki langt síðan hún var virk í baráttunni fyrir fosfórlausu þvotta- efni í „Mjösaátakinu“ á áttunda ára- tugnum. Við verðum oft vitni að því að umhverfisvemdarsamtök og kvennahreyfingar snúa bökum saman í málum sem fjalla um um- gengni við náttúruna og sjálfbæra þróun. Gefandi manneskjur Þessar konur eru gefnandi mann- eskjur vegna þess að þær ástunda og bera áfram til næstu kynslóðar hugsunarhátt umhyggju og ráðs- mennsku. Nútíma bóndakona er bæði framleiðandi og neytandi. í umræðunni um umhverfísvemdar- mál á hún því nokkra sérstöðu. Sjálfbær þróun verður mál málanna á næstu öld og sveitakonur, sem em meðvitaðar urn umhverfísmál, em kjömar til að takast á við verkefnið. Það er hlutverk þeirra að varðveita aldalanga þekkingu á matreiðslu, handíðum, staðbundnum hráefiium, kennslu í að fara vel með verðmæti, varðveislu staðbundinnar menning- ararfleifðar og sérkenna og þær em vörslukonur siðferðilegs hugsunar- háttar í matvælaframleiðslu. Allt eru þetta hjartans mál dreifbýlis- kvenna í Noregi. Framhald á bls. 32 28 - FREYR 9/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.