Freyr - 01.08.1999, Qupperneq 30
1. tafla. Niðurstöður fyrir íslenskt og innflutt græn-
meti.
Fjöldi sýna Meðal- þyngd grömm Afskurð- ur % Þurr- efni % Nítrat mg/kg
Blómkál 19 689 27 7,6 172
Gulrófur 15 442 16 8,7 138
Gulrætur 54 75 10 9,8 161
Gúrkur 29 415 0 3,1 216
Hvítkál 15 1380 10 8,5 364
Issalat (jöklasalat) 16 638 13 4,1 791
Jarðarber 16 13 2 7,9 178
Kartöflur með hýði 45 71 0 19,5 79
Gullauga 11 73 0 20,6 68
Premier 20 80 0 18,4 96
Rauðar islenskar 14 47 0 20,4 59
Kínakál 20 802 43 4,7 1080
Paprika Blaðsalattegundir 29 152 16 6,9 54
Blaðsalat (smjörsalat) 23 178 10 4,3 3340
Eikarlauf 9 134 14 4,5 3560
Frisé 10 136 11 3,7 3740
Lambhagasalat 9 107 3,8 2590
Lollo Rosso 10 119 10 4,2 3890
Spergilkál 15 24 11,1 236
Sveppir 7 39 1 7,3 39
Tómatar 39 79 2 5,4 23
grænmetis á íslenskum markaði í
eitt ár, þ.e. frá mars 1998 til mars
1999. Þetta var gert með mjög víð-
tækri sýnatöku þar sem hátt í 500
grænmetissýni vom tekin hjá dreif- [
ingarfyrirtækjum og í grænmetis-
borðum verslana. Reynt var að ná
þversniði af þeim grænmetisteg-
undum sem voru á markaðnum
hverju sinni en einnig var tekið tillit
til hlutdeildar hverrar tegundar í
neyslu landsmanna þannig að fleiri
sýni vora tekin af þeim tegundum
sem meira er neytt af.
Gæði grænmetisins vora metin út
frá sjónarhóli neytenda, en þeir
gæðaþættir sem vora skoðaðir vora
bragð, útlit, efnainnihald og holl-
usta. Upplýsingar um upprana, af-
brigði og ræktunaraðferð voru
skráðar þar sem því var við komið j
þannig að niðurstöðurnar nýtist
framleiðendum jafnt sem neytend- |
um og verða vonandi hvati að
auknum gæðum framleiðslunnar.
Öll sýni sem voru tekin í verkefn-
inu fóru fyrst í gæðamat hjá starfs-
manni verkefnisins. Gefín var eink-
unn fyrir ytra útlit, þ.e.a.s. hvernig
sýnið kom fyrir sjónir væntanlegs
kaupanda en einnig fór fram skyn-
mat þar sem bragðgæði sýnisins |
voru metin á kerfisbundinn hátt. j
Einkunnir fyrir skynmat og útlit
voru síðan lagðar saman og þannig
fékkst gæðastuðull fyrir viðkom-
andi sýni. Búið er að útbúa eyðu-
blöð fyrir hverja grænmetistegund
og verður hægt að nota þau við
gæðamat á grænmeti í framtíðinni.
Fjölmargar efnagreiningar á
grænmeti voru gerðar. Þurrefni var
mælt í öllum sýnunum en þurrefn-
isinnihald er mjög mismunandi eft-
ir grænmetistegundum. Einnig voru
framkvæmdar mælingar á mikil-
vægum næringarefnum (sykram og
B-vítamíninu fólasíni), andoxunar- j
efnum sem einnig era næringarefni j
(karótenóíðum, C- og E vítamíni)
og óæskilegum efnum (nítrati og
sesíni). Ekki þótti vera þörf á mæl-
ingum á vamarefiium þar sem Holl-
ustuvemd ríkisins fylgist reglulega j
með vamarefnum í grænmeti sem |
er á markaði á íslandi. Niðurstöður
þeirra mælinga hafa verið íslensku
framleiðslunni hagstæðar á undan-
fömum árum.
A seinni áram hefur færst í vöxt
að nota skynmatshóp þjálfaðra
dómara við gæðamat á matvælum.
Hver dómari metur sýnin kerfis-
bundið eftir fyrir fram ákveðinni
aðferð en hann veit engin deili á
sýninu sem hann er að meta. Þannig
fást margar niðurstöður fyrir hvert
sýni sem eru svo gerðar upp töl-
fræðilega. Dómaramir era þjálfaðir
í því að greina gruimbragðefni en
einnig er hópurinn þjálfaður saman
fyrir skynmat á hverri nýrri tegund
matvæla. Tómatar og gulrætur voru
metin af þjálfuðum skynmatshópi í
verkefninu og vora bæði íslensk og
innflutt sýni metin.
Niöurstöður
Niðurstöðumar eru viðamiklar og
ekki eru tök á að gera grein fyrir
þeim öllum hér. Gæðin virðast vera
nokkuð árstiðabundin eins og búist
hafði verið við en þó er þetta nokk-
uð breytilegt eftir tegundum. Hér á
eftir verður gerð grein fyrir nokkr-
um niðurstöðum úr almennu gæða-
mati, skynmati og nítratmælingum.
í 1. töflu era niðurstöður fyrir flest-
ar tegundir grænmetis sem unnið
var með í verkefninu. Birt era með-
altöl fyrir öll sýni, bæði íslenskt og
innflutt grænmeti. I 2. töflu má svo
sjá dæmi um samanburð á niður-
stöðum milli innfluts og íslensk
grænmetis.
Almennt gæðamat
Hér er aðeins rúm til að nefna
niðurstöður fyrir nokkrar grænmet-
istegundir. Eins og áður sagði var
leitast við að taka þverskurð af því
grænmeti sem var á markaði hverju
sinni.
Tekin vera til að mynda 39 sýni
af tómötum, þar af voru 14 erlend.
30 - FREYR 9/99